Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
221
hlítandi hátt úr viðfangsefninu. í öðrum tilfell-
um getur komið upp hagsmunaárekstur, til
dæmis þannig að tiltekið lagaákvæði samrýmist
ekki öðru eða öðrum lagaákvæðum sem einnig
geta átt við um tilvikið sem um ræðir.
Hér á eftir verður fjallað um lögfræðileg
álitaefni og lagareglur sem eiga við um læknis-
fræðileg gögn sem aflað er vegna reksturs
dómsmála. Reynt verður að svara ýmsum spurn-
ingum sem varða efnið. Einnig er ætlunin að
vekja athygli á lagalegum vandamálum varð-
andi öflun og notkun læknisfræðilegra gagna
við meðferð dómsmála svo og hvernig dóm-
stólar hafa tekið á álitaefnum sem hafa vaknað
í því sambandi. Reifuð verða helstu sjónarmið
sem hafa þýðingu í þessum efnum og vísað
verður til dóma þar sem reynt hefur á nokkur
þessara álitamála. Erfiðara er að fást við vanda-
mál í tilfellum þar sem engar lagareglur eru
fyrir hendi og dómstólar hafa ekki enn fjallað
um. Samkvæmt réttarfarslögum verða
dómstólar ekki krafðir álits um lögfræðileg
efni nema að því leyti sem slíkt er nauðsynlegt
til úrlausnar ákveðinni kröfu í dómsmáli. Af
þessu leiðir að mörgum spumingum, sem lög
veita ekki nægjanlega skýr svör við varðandi
læknisfræðileg sönnunargögn, er enn ósvarað.
II. Sönnunarfærsla
Dómsmál eru rekin annað hvort sem opinber
mál eða sem einkamál. Opinber mál höfða
handhafar ríkisvaldsins til refsingar lögum
samkvæmt. Þau eru því einnig nefnd sakamál.
Um rekstur þeirra og rannsóknir brotamála fer
samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála
nr. 19/1991. Einkamál eru mál sem einstakling-
ar, félög eða stofnanir höfða á hendur öðrum
einstaklingum, félögum eða stofnunum í þeim
tilgangi að fá skorið úr deilu um réttindi og
skyldur. Rekstur einkamála fer eftir lögum um
meðferð einkamála nr. 91/1991. í sakamálum
þarf ákæruvaldið að leggja fram fullnægjandi
sönnunargögn fyrir því að sá sem ákærður er sé
sekur um það afbrot sem hann er ákærður fyrir.
í einkamálum þarf hvor málsaðili að leggja
fram fullnægjandi sönnunargögn fyrir þeim
staðhæfingum sínum sem hann byggir kröfur
sínar í málinu á.
Sönnunargögn í dómsmálum geta verið bæði
munnleg og skrifleg. Þannig getur vitnisburður
læknis fyrir dómi verið hluti af sönnunarfærslu
í málinu og talist til læknisfræðilegra gagna.
Önnur læknisfræðileg gögn geta til dæmis ver-
ið læknisvottorð, greinargerðir, umsagnir, sér-
fræðilegar álitsgerðir, matsgerðir og niðurstöð-
ur sérfræðilegra rannsókna.
1. Hvenær eru Iæknisfræðileg gögn notuð
í dómsmálum?
Því má svara þannig að afla þurfi læknis-
fræðilegra gagna í dómsmáli þegar þau skipta
máli fyrir úrlausn þess. I ákveðnum tegundum
mála er algengt að úrlausnir þeirra byggist á
læknisfræðilegum gögnum. Þau helstu eru
eftirfarandi:
l.a. Skaðabótamál vegna líkams- eða heilsu-
tjóns
Samkvæmt 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993
skal sá sem ber bótaábyrgð á líkamstjóni greiða
skaðabætur fyrir atvinnutjón, sjúkrakostnað og
annað fjártjón sem af því hlýst og enn fremur
þjáningabætur. Ef líkamstjón hefur varanlegar
afleiðingar fyrir viðkomandi einstakling ber
einnig að greiða bætur fyrir miska og örorku en
örorka er varanlegur missir eða skerðing á getu
til að afla vinnutekna. I 4. gr. laganna segir að
við ákvörðun bóta fyrir varanlegan miska skuli
litið til þess hvers eðlis og hversu miklar af-
leiðingar tjóns eru frá læknisfræðilegu sjónar-
miði, svo og til erfiðleika sem það veldur í lífi
tjónþola. Varanlegur miski er metinn í stigum,
sem tilgreind eru í hundraðshlutum, en miska-
bætur eru reiknaðar út frá þeim. Örorkunefnd
semur töflur um miskastig, sbr. 3. mgr. 10. gr.
skaðabótalaga. Til þess að unnt sé að ákveða
fjárhæð skaðabóta vegna varanlegrar örorku
þarf að liggja fyrir hver örorkan er en hún er
reiknuð í örorkustigum, sem eru eins og miska-
stig, tilgreind í hundraðshlutum, sbr. 3. mgr. 5.
gr. laganna.
Samkvæmt 10. gr. skaðabótalaga er gert ráð
fyrir því að bæði tjónþoli og sá sem ber ábyrgð
á tjóni geti hvor um sig óskað ákvörðunar um
miskastig og örorkustig hjá örorkunefnd (1). I
örorkunefnd eiga sæti tveir læknar og einn lög-
fræðingur. Varanleg örorka er þó í sumum til-
fellum ákveðin þannig að fram fer örorkumat
hjá lækni (2). Alit örorkunefndar og örorkumat
eru í þessum tilfellum mikilvæg læknisfræðileg
gögn.
Læknisfræðileg gögn eru oftast mikilvæg í
málum þar sem krafist er bóta fyrir líkams- eða
heilsutjón vegna læknamistaka. I því sambandi
er rétt að hafa í huga að skortur á gögnum getur
leitt til þess að læknir, eða sá sem ábyrgð ber á
tjóninu, verði látinn bera halla af sönnunar-