Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 26
214
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Tilfelli 4. Átján ára gamall karlmaður veikt-
ist með hita og slappleika fimm dögum fyrir
innlögn. Degi síðar fann hann fyrir verkjum í
uppmagálssvæði sem versnuðu við mat. Dag-
inn fyrir innlögn tók hann eftir sári í munnviki
og rauðum bletti á brjósti með brunatilfinn-
ingu. Fæðu- og vökvaneysla var erfið í tvo
daga fyrir innlögn þrátt fyrir lansóprasól. Saga
var um náin líkamleg kynni 10 dögum áður.
Hiti var 37,9°C, sár var í hægra munnviki og
vægur roði í afturvegg koks. Aumur eitill þreif-
aðist á hálsi. Miðlægt við hægri geirvörtu var
rautt sár, þakið hrúðri að mestu leyti. Speglun
sýndi grunn sár og bjúg í neðsta hluta vélinda.
Smásjárskoðun vélindasýna sýndi bráða bólgu,
margkjama risafrumur og Cowdry innlyksur af
gerð A í þekju (mynd 1). Ónæmisvefjalitun
með mótefnum gegn herpes simplex veiru var
jákvæð. Herpes simplex veira-1 óx aðeins úr
sári á brjósti. Herpes simplex veiru IgM mót-
efni voru jákvæð í sermi við innlögn en ekki
IgG. Sautján dögum síðar var IgM hækkandi í
sermi og IgG einnig jákvætt. Mótefni gegn
HIV mældust ekki. Meðferð fólst í vökvagjöf
og acíklóvír 750 mg x 3 á dag í æð. Einkenni
löguðust hratt og var sjúklingur útskrifaður
tveimur dögum eftir innlögn á valacíklóvír
töflum 500 mg x 2 í 5 daga.
Niðurstöður könnunar ritaðs máls og
íslenskra sjúkratilfella
Við fundum 12 sjúkratilfelli í rituðu máli sem
fullnægðu að minnsta kosti þremur af fjórum
skilmerkjum okkar til greiningar á herpes
simplex vélindabólgu í einstaklingum sem eru
ekki ónæmisbældir. Tafla I sýnir yfirlit yfir
okkar tilfelli (nr. 1-4) og hin tilfellin 12 (nr. 5-
16) sem lýst hafði verið áður (5-11). Skýrt var
frá þeim í greinum á árabilinu 1977 til 1987 og
voru tvö frá Kanada (5,9) og 10 frá Bandaríkj-
um Norður-Ameríku (6-8,10,11). Okkar sjúk-
lingar voru allir íslenskir og var herpes simplex
vélindabólga talin ákveðin hjá sjúklingum eitt
og fjögur en líkleg hjá tilfellum tvö og þrjú.
Allir einstaklingarnir 16 höfðu verið hraustir
fyrir greiningu og ekki var saga um meltingar-
sjúkdóm eða svipuð einkenni áður. Sjúklingar
númer 2 og 4 höfðu sögu um nýleg skyndi-
kynni. Sjúklingar númer 6 og 15 höfðu sögu
um maka með nýlegar frunsur. Allir voru hvítir
á hörund, 14 karlmenn og tvær konur. Aldurs-
bilið var 18 til 50 ár (meðaltal 26 ár). Meðal-
aldur okkar tilfella var 20,8 ár. Einkenni voru
Fig. 1. HE stain of esophageal biopsy from patient 4. There is
marked infiltration of segmented neutrophils among epithelial
cells some ofwhich are multinucleated and contain Cowdry type
A intranuclear inclusions.
allt frá því að vera væg yfir í mjög slæm. Fjórir
sjúklinganna höfðu fyrirboðaeinkenni eins og
hita (fjórir), hálsbólgu (þrír) og tveir voru með
vöðvaverki. Algengasta einkennið var verkur
við kyngingu (11 af 16), þrír fundu fyrir erfið-
leikum við kyngingu (dysphagia), einum fannst
aðskotahlutur vera undir bringubeini, tveir
höfðu verki í ofanverðum kvið og einn undir
bringubeini. Sjúklingur númer eitt hafði ein-
kenni sem vöktu grun um hjartasjúkdóm. Sjúk-
lingur númer tvö hafði verki undir hægra rifja-
barði og var grunaður um gallblöðrubólgu.
Tímalengd einkenna fyrir greiningu var allt frá
innan við sólarhring og upp í 20 daga. Hita var
lýst hjá átta sjúklingum ýmist sem fyrirboða-
einkenni og/eða við skoðun. Sex einstakling-
anna höfðu mein í húð og/ eða slímhúð, fjórir í
munni, einn á höndum og fótum og einn á
brjóstkassa.
Speglun var framkvæmd hjá öllum. Algeng-
ast var að greina sár, venjulega í neðsta hluta
vélinda (13 af 16 sjúklingum), en tveir sjúkling-
ar höfðu sár í miðhluta vélindans og einn eftir
endilöngu líffærinu. Oftast var sárum lýst sem