Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Side 26
FÖSTudagur 1. júní 200726 Helgarblað DV Dugir skammt að vera Þ etta er hugmynd sem hefur blundað lengi í mér – en hún þróaðist þegar ég var dómari í Idol,“ segir Bubbi Morthens um nýjan sjónvarpsþátt sem hann mun stjórna á Stöð 2 næsta haust. „Mér fannst alltaf mynd- ast ákveðin tengsl þegar kepp- endur sungu á íslensku. Mér fannst þeir verða meira hold og blóð. Þannig að ég fór að hugsa um það af hverju engum hefði dottið í hug að gera svona þátt sem væri bara lókal skemmti- þáttur fyrir landann.“ „Það er svo að tónlist er mitt lifibrauð og ég kaupi og hlusta á alla tónlist. Endurnýjun- in og nýliðunin í íslensku tónlistarlífi er frá- bær, en meirihlutinn er sunginn á ensku. Ef þú spyrð þig svo hvað það er sem gerir okkur að Íslendingum, þá er það tungumálið. Sú tónlist sem lengst hefur lifað í þjóðarsálinni er alltaf sungin á íslensku. Það er bara þannig. Ég fór að hugsa hvað það væri rosalegt að við værum að tapa tungumálinu í dægurbransanum. Ég hitti ungan rappara, sem er að rappa á íslensku og þá rann það upp fyrir mér að það hlytu að vera fleiri þarna úti sem geta samið tónlist og sungið á íslensku. Ég er ekki að segja að við séum Fjölnismenn hinir nýju, en mér finnst það hinsvegar mikill þarfahlutur fyrir íslenska tungu að gera skemmtiþátt um leið og tungu- málinu er gert hærra undir höfði í tónlistarlíf- inu.“ Bandið hans Bubba Bubbi hyggst setja saman sína eigin hljóm- sveit og dómnefnd fyrir þættina. „Við mun- um síðan bjóða einstaklingum allsstaðar af að landinu, af öllum stærðum og gerðum, tæki- færi sem gæti veitt þeim þrjár milljónir í verð- laun, plötusamning, umboðsmann og tón- leikaferð um allt landið með þessari frábæru hljómsveit. Eina skilyrðið er það að syngja ís- lensk dægurlög á íslensku – það má í raun vera hvaða íslenska dægurlag sem er, jafnvel frum- samið.“ Hann verður dularfullur á svipinn þeg- ar hann er spurður út í hljómsveitina, en vill ekki ljóstra upp um hverjir verða í henni. „Hún verður geðveik, alveg rosaleg. Ég skal hundur heita ef ég fæ ekki sjálfur að syngja með hljóm- sveitinni í einhverjum þættinum, maður setur ekki svona band saman og lætur bara aðra um að syngja með því. Kannski get ég komið því þannig fyrir að einhverjir keppendurnir syngi Bubbalög svo ég geti komið mér að og sungið með,“ segir hann og skellir upp úr. Vinnuheiti þáttanna er Bandið hans Bubba og hann segir þá verða mjög stóra í sniðum. „Þetta verður nokkuð frábrugðið þessum þátt- um sem við þekkjum, eins og X-factor og Idol en engu að síður tengt. Það verður dómnefnd og símakosning. Þetta hefði aldrei orðið til ef ég hefði ekki tekið þátt í Idolinu, þar fór ég að velta fyrir mér þegar ég hlustaði á fólk syngja þessi lög á ensku, að þá vantaði bara allt jarð- samband. Tungumálið er rótfast í okkur og þegar maður syngur á sínu eigin tungumáli þá syngur sálin í manni.“ Bubba hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að syngja á íslensku í gegnum tíðina. „Fyrst ég get samið íslenska texta, skrifblind- ur maðurinn, þá geta þetta allir. Ég er samt ekki að segja að enginn eigi að syngja á ensku – hinsvegar finnst mér það alvarlegt mál þegar allir stóru listamennirnir gera það. Ef þróunin verður svona áfram þá endar það með því að þegar ég er dauður og allir hinir hættir, þá eru kannski ekki svo margir eftir sem syngja á ís- lensku. Mér finnst alveg frábært að hafa bar- ist öll þessi ár fyrir íslenskunni. Það eru allir að syngja á ensku, allir í útrásinni að meika það, en ég veit að það er til fullt af tónlistarmönn- um sem vilja syngja á íslensku, en hafa verið afskiptir og horft framhjá þeim. Halda menn til dæmis að Sálin væri ennþá svona vinsæl ef lögin þeirra hefðu ekki verið á íslensku? Eða Stuðmenn, Megas, eða bara Bubbi?“ „Ég væri ekki staddur þar sem ég er í dag ef ég hefði ekki sungið á íslensku undanfarin 26 ár. Stundum segja menn að þeir sem syngja á íslensku eigi minni möguleika á að meika það – ég harðneita því. Ég er búinn að selja um 300 þúsund plötur og ferillinn minn á seinni árum hefur gert það að verkum að ég er fjárhagslega vel staddur og það sýnir að það er hægt að lifa á því að búa til tónlist á íslensku og meira að segja verða ríkur af því. Það eina sem menn þurfa er heiðarleiki gagnvart því sem þeir eru að gera. Ef þú semur enskan texta þá þarftu ekkert að hugsa, frasarnir eru allir til og ef þú skoðar þá bestu sem eru að semja almennilega texta á ensku þá eru það allt jaðarlistamenn eins og Nick Cave, Neil Young, Tom Waits og Bob Dylan. Í meginstraumnum er miðjan hinsvegar allsráðandi og ef þú skoðar þenn- an iðnað, þennan bransa, þá er það sem gild- ir annars vegar taktar og hinsvegar nekt. Menn dæla út einnota listamönnum og ef þú skoðar þá kemur í ljós að það er verið að selja pussur og brjóst – allavega í kvenkynsdeildinni. Ef þú hefur svo rétta útlitið og taktinn og getur skak- að þér þá er þér hent inn á svið og svo er bara selt og selt þangað til allt er búið. Þá er bara næsti tekinn inn.“ Hluti af klámiðnaðinum Bubbi segir að tónlistarbransinn sé í raun orðinn hluti af klámiðnaðinum. „Ég hef svo sem enga sérstaka skoðun á klámiðnaðinum, tel reyndar klám geta verið allt í lagi, en tónlist- arbransinn er bara orðinn angi af þeim iðnaði. Þannig er það bara.“ Hann segir það þó ekki al- gilt um íslenska tónlistarbransann. „Hinsvegar er tískan þannig að 14-15 ára stelpur líta út eins og þær séu tvítugar – svo ekki séu notuð gróf- ari orð. Þetta er svo sem bara tískan og kannski var jafnhroðalegt á sínum tíma þegar krakkar gerðu uppreisn með því að safna hári, en mér finnst þetta bara alltaf ganga lengra og lengra. Útlitið skiptir orðið svo miklu máli að tónlist- in er orðin aukaatriði. Það sama gildir um það að syngja á ensku – menn trúa því að þeir geti bullað sig betur frá tónlistinni og óttast að ís- lenskan hljómi ekki rétt og að með því loki þeir sig af á Íslandi. En auðvitað er hægt að syngja á íslensku – til dæmis hefur Björk sungið bæði á íslensku og ensku.“ Þátturinn er að sögn Bubba ekki fram- leiddur til að bjarga íslenskri menningu – heldur vegna þess að þeir sem búa hann til ætla að græða á honum peninga. „Það er ekk- ert að því, en það sem mér finnst skipta máli er að einhver sé tilbúinn til að kaupa þessa hugmynd mína og leggja mikið í þetta. Það verður ekkert til sparað, enda er 365 með heila herdeild af bestu tæknimönnum landsins, þannig að þetta á að renna eins og smurð vél. Minn draumur er reyndar að í sviðsmyndinni verði bílskúr – en við sjáum til. Ég trúi því að það verði hægt að sameina fjölskylduna fyr- ir framan sjónvarpið á föstudagskvöldum yfir þessum þætti.“ Bubbi gefur lítið fyrir að fólk gagnrýni að hann taki þátt í sjónvarpsþáttagerð og leiki í auglýsingum. „Ég ræð því ekkert hvað mönn- um finnst um mig. Það er bara þannig og mönnum má finnast það sem þeir vilja. Ég er alveg líklegur til að auglýsa mjólk eða malt, sem er eins íslenskt og hugsast getur. Ég myndi hinsvegar ekki gera auglýsingu fyrir Gillette- rakvélar,“ segir Bubbi hlæjandi. „Mér finnst ekkert að auglýsingum svo lengi sem þær brjóta ekki í bága við mitt eigið prinspipp. Ég tengist B&L, en ef mér þætti Land Rover ekki vera toppbílar, þá myndi ég ekkert auglýsa þá. Það dynja á mér tilboðin um allskonar auglýs- ingar og hafa gert í gegnum tíðina, en ég segi oftast nei. Það gerir mig ekki að verri textasmið eða söngvara að leika í auglýsingum. Menn mega svo sem hafa skoðanir á því að ég skuli ekki lengur vera að stála hnífa, en frystihúsa- Bubbi hvarf daginn sem Ísbjarnarblús varð til. Nú vinna Íslendingar ekki lengur í frystihúsum og kvótinn er kominn á örfárra manna hendur – svona breytast hlutirnir.“ Verkalýðshreyfingin vængstýfð En þó ýmsir sakni uppreisnarmannsins Bubba, þá er hann ekki hættur að tala máli verkamanna. „Ég hef undanfarið verið að semja heilmikinn bálk um farandverkamenn á Kárahnjúkum. Þar eru starfræktar nútíma- þrælabúðir sem íslensk stjórnvöld hafa lagt blessun sína yfr. Þetta ítalska skrímsli sem ræður þarna ríkjum kemst upp með það sem það vill. Kannski hafa stjórnvöld samið svo illa af sér að þau ráða ekki neitt við neitt. Það er altalað að það sé búið að brjóta á þessum verkamönnum frá því framkvæmdir hófust við stífluna og það er grátlegt að sjá jafnvandaðan mann og Friðrik Sophusson taka þátt í þessu.“ Hann telur verkalýðshreyfinguna hafa brugðist að vissu leyti í þessum málum og óttast að verkafólkið eigi sér enga málsvara. „Verkalýðshreyfingin virðist hafa verið væng- stýfð, hún hefur lítið sem ekkert vald til að beita sér í málefnum þessara manna. Það ætti að vera búið að girða þessar búðir af fyrir löngu og leggja niður vinnu. Aðbúnaðurinn hjá þess- um mönnum, sem koma hingað vegna þess að þeir þurfa þess til að lifa, er hræðilegur. Mér ra mróttækur anarkisti DV mynD karl petersson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.