Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Qupperneq 62
FÖSTudagur 1. júní 200762 Síðast en ekki síst DV
Dagbókin mín
Gunnar Ingi
Birgisson
Mikið óskaplega er nú gott að búa hérna í Kópavoginum. Ég meina - hvar
annarsstaðar í heiminum getur
maður verið viss um að vakna
við ómþýðan gný vinnuvélanna?
Ískrandi krana og malandi vöru-
bíla. Ég fór út á svalir á nærföt-
unum einum klæða í morgun
með kaffibollann og leit yfir
bæinn minn. Og ég sá að það var
harla gott. Jarðýturnar suðuðu,
skurðgröfurnar mokuðu eins og
ofvirk tröllabörn í sandkassa.
Ég viðurkenni það alveg að ég
táraðist. Ekkert að því. Það þýðir
ekkert að ég sé einhver kelling.
Alls ekki. Ég veit ekki betur en
Clint Eastwood hafi grátið í
myndinni þarna. Hvað sem hún
nú heitir. Ekki er hann kelling.
Ég er alltaf að komast bet-ur og betur að því hvað ég er mikið náttúrubarn. Ég veit fátt yndislegra
en að keyra um Kópavoginn
minn í jeppanum og dást að
öllum framkvæmdunum. Nýju
sundlauginni minni til dæmis
- æðislegt allt þetta heita vatn.
Hugsaðu þér bara. Maður bara
skrúfar frá og þá fyllist sund-
laugin af heitu vatni, beint úr
náttúrunni! Ótrúlega magnað.
Svo getur maður bara labbað út í náttúruna og sótt sér tré eða mosa eða svona blóm og svoleið-
is og sett niður þar sem maður
vill. Ef það er pláss. Já hún er
svo sannarlega yndisleg þessi
náttúra. Og ég fíla hana. Ég er
náttúrbarn og ég viðurkenni
það alveg. Ég er náttúrumikill
maður. Stór, tifandi náttúrutíma-
sprengja. Náttúrleg atómbomba.
Það er svo ofsalega margt að skoða hérna í Kópavoginum mínum. Menningarlífið er í svo
miklum blóma. Málverkasýning-
ar, tónlist, leiksýningar og allur
dansinn. Maður lifandi. Hér
í bænum eru nefnilega dans-
menntir hafðar í hávegum og
listdansarar á hverju strái. Dans
er ekki bara list - hann er líka
íþrótt. Getur meira að segja ver-
ið kontaktsport - undir réttum
kringumstæðum. Dálítið eins og
box, eða glíma.
Nú svo er í bænum mínum sjúklega flott kirkja og fullt af álfa-steinum. Þeir eru
nefnilega alveg til í alvörunni,
álfarnir. Ég sá meira að segja
einu sinni svona álf. Hann var á
leiðinni inn á Players og þurfti
ekki að bíða í röðinni af því að
dyravörðurinn sá hann ekki.
Ég væri alveg til í að geta verið
svona ósýnilegur, eins og álfarn-
ir. Þá gæti ég farið á allskonar
sýningar og viðburði óséður.
Kannski tékkað duglega á list-
dansinum í friði. Ætli það sé
nokkuð hægt að taka myndir af
svona álfum?
Kæra dagbók
Ég er
náttúrusprengja
Sandkassinn
Hann er hraður heimurinn hjá
blaðamönnum. Nýr ritstjóri er
kominn á blaðið Blaðið og mun
hann þá fá að njóta þess vafa-
sama heiðurs að vera fimmti
ritstjórinn á
rúmum
tveim-
ur árum
blaðsins. Það
er hann ólaf-
ur Þ. Stephen-
sen sem tekur við
kyndlinum af Trausta
Hafliðasyni sem stýrði blaðinu í
hálft ár. Sjálfur hættir Ólafur sem
aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins
til að gegna hinu ótrygga starfi.
Mér þótti merkileg yfirlýsing
hans um áherslurbreyting-
ar blaðsins. Hann vill færa það
nær fólki og fókusa meira á það
sem skiptir fólkið máli. Það
eru svo sem ekki undarleg orð
komandi frá aðstoðarritstjóra
Morgunblaðisins, en sjálfur hef
ég ávallt staðið í þeirri trú að
blaðamennska snerist meira eða
minna um það sem máli skiptir
fyrir fólk.
Að stjórnmálum.
Fréttaflutningur undanfarna
daga hefur snúist að nokkru leyti
um hugsan-
lega aðstoð-
armenn nýrra
ráðherra. Ró-
bert marshall
mun aðstoða
Samgöngu-
ráðherra. Ein-
ar k. Har-
aldsson mun
aðstoða iðnaðarráðherra. Svo
mun anna kristín ólafsdóttir
hjálpa umhverfisráðherranum.
Það eru sennilega þrjár mann-
tegundir sem taka andköf við
slíkar fréttir. Þeir sem fengu ekki
starfið, blaðamenn sem þurfa að
eiga við þau næstu fjögur árin og
svo spunakerlingar á bloggun-
um. Sjálfur vill ég heyra meira um
fangelsisvist Parisar Hilton. Að-
stoðarmenn eru ekki spennandi
frekar en ritarar ráðherranna. En
væru þeir í fangelsi, þá sperrti ég
eyrun.
Af slúðri.
Ég heyrði því fleygt fram í heima-
bæ mínum, Hafnarfirði, að fólk
væri ákaflega
skúffað yfir ör-
lögum gunn-
ars Svavars-
sonar fyrsta
þingmanns
í suðvestur-
kjördæmi.
Hann er Hafn-
firðingur en
hlaut hvorki ráðherrastól né
embætti innan þingflokks. Í stað-
inn er hann formaður fjárlaga-
nefndar. Það munu vera sárabæt-
ur. Gaflararnir eru þó ekki sáttir.
Þeir sjá ekki mikla hagsmuni í
Garðbæingnum Þórunni Svein-
bjarnadóttur umhverfisráðherra.
Vilja þeir meina að ingibjörg
Sólrún hafi alfarið lokað á Hafn-
firðinga þegar hún gekk einnig
fram hjá katrínu Júlíusdóttur
sem er annar þingmaður í suð-
vesturkjördæmi. Þórunn er sá
þriðji.
Kenningar manna eru þær að
Ingibjörg sé að tryggja stöðu sína
innan flokksins áður en Lúðvík
geirsson bæjarstjóri Hafnar-
fjarðar muni láta til sín taka í
landspólitík.
Valur Grettisson fylgist grannt með
séð með augum
„Ég er að fara á þriðjudaginn
ásamt stórgítarleikaranum Gunnari
Þór og Baldvini A.B Aalen trommu-
leikara og upptökustjóra. Við ætlum
að reyna að taka upp eins mikið og
við getum en við verðum í gömlu
sveitastudíói í eina viku“, segir
Magni Ásgeirsson, en hann er að
fara taka upp sína fyrstu sólóplötu.
„Þetta er orðin svo mikil lenska
að fara til Danmerkur og taka upp
plötu. Hljómsveitir eins og Sálin
hans Jóns míns og Sóldögg hafa gert
þetta og borið Danmörku söguna
vel,“ segir Magni og bætir því við að
það sé nauðsynlegt að einangra sig,
ef allt á að ganga að óskum. „Þetta
er spurning um að vinna almenni-
lega. Miklu betra en að vera gaufast
með hina dagvinnuna og allt það
umstang sem fylgir hinu daglega
lífi,“ segir Magni. Aðspurður um efni
plötunnar segir Magni að hún muni
innihalda lög sem eru drifin áfram
af tilfinningaríku kassagítarrokki í
anda Damien Rice. „Þetta eru lög
sem ég hef verið að semja í gegn-
um árin og eru flest í rokkaðri kant-
inum. Elsta lagið samdi ég í Noregi
fyrir fjórum árum síðan og það nýj-
asta er aðeins nokkurra daga gam-
alt, en textarnir eru tiltölulega nýir,“
segir Magni
Rockstar hjálpar
„Textarnir á plötunni eru um allt
milli himins og jarðar. Ég kann að
vera skrítinn textahöfundur að þessu
leyti því margir tónlistarmenn semja
texta um eigin reynslu. Ég fer oft allt
aðra leið og syng um það sem mér
dettur í hug. Ég trúi því að fólk eigi
að rýna í textann og ákveða sjálft um
hvað hann er,“ segir Magni og vill
meina að Rockstar þættirnir munu
hjálpa plötunni þegar hún kemur á
alþjóðlegan markað. „Engin spurn-
ing. Um þessar mundir er verið að
frumsýna þættina í Suður-Afríku. In-
dónesía var einnig stór markaður og í
gegnum aðdáendasíðuna hafa komið
eftirspurnir frá mörgum löndum. Til
að anna þessum eftirspurnum stefni
ég að því að koma henni í sölu á Itu-
nes. Ég hef heyrt um aðdáendur sem
hafa flogið frá Kanada til Los Ang-
eles, gagngert til að sjá mig. Þannig
að aðdáendahópinn vantar ekki“
segir Magni. Útgáfutónleikar nýju
plötunnar verða að öllum líkindum
haldnir um seinni part júlí mánaðar
í Bræðslunni á Borgarfirði-Eystri, en
Magni bjó þar til 15 ára aldurs. „Það
verða ekki margir tónleikar fyrir utan
þessa á mínum heimaslóðum, en þó
er aldrei að vita. Á móti sól er mikið
bókuð í sumar og í haust. Mér líður
best þegar ég hef lítið í einu á minni
könnu“, segir Magni Ásgeirsson.
Magni Ásgeirsson, söngvari í Á móti sól, heldur til Danmerkur
eftir helgi þar sem hann ætlar að taka upp sína fyrstu sólóplötu.
Magni segir engan vafa leika á að Rockstar þættirnir muni hjálpa
plötunni þegar hún kemur á alþjóðlegan markað.
Betri tíð með blóm í haga
Það lítur út fyrir að veðrið verði
ákaflega gott að minnsta kosti hvað
hitastig áhrærir, sértstaklega á Norð-
ur- og Norðausturlandi. Á laugardag
má gera ráð fyrir því að hitinn fari í
20 stig norðan- og norðaustanlands,
en syðra er hins vegar gert ráð fyrir
að það verði skýjað og einhver rign-
ing um tíma, sérstaklega þó á Suð-
austurlandi. Sá galli er á gjöf Njarð-
ar að sums staðar má reikna með
nokkrum strekkingi af suðaustri á
landinu eða 10-15 m/s. Á sunnudag
er spáð hægari vindi af suðri eða
suðvestri, víða sólríkt um norðan-
og austanvert landið. Kannski ekki
fullt eins hlýtt og á laugardaginn, en
samt rakin sumarblíða. Meira skýj-
að verður hins vegar syðra og lítils-
háttar úrkoma annað slagið.
Það hlaut að koma að
því fyrr en síðar að veðrið
tæki að skána hér á landi.
Eftir afar góða tvo til þrjá
daga á suðvesturhorninu
nú fyrir helgina og vitan-
lega víðar vestanlands er
komið að Norðlending-
um og íbúum Austur-
lands. Síðan er að sjá
í næstu viku að suðlæg átt verði ríkj-
andi framan af með eitthvað sval-
ara veðri. Þá dumbungur sunnan og
vestantil og ekki ólíklega verða app-
elsínugulu gallarnir meira áberandi
á höfuðborgarsvæðinu en ann-
ars, en norðan og austantil er
útlit fyrir að lengst af verði góð-
viðri. Ekki er síðan loku skotið
fyrir það að skammvinn norð-
urátt geri vart við sig um og upp
úr miðri viku. En slíkar hrak-
spár langt fram í tím-
ann verða bara að
koma.
Í dag Á morgun
Veðrið
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xxxx
xx
+127
+146
xx
xx
xxxx
+11
10
+14
5
+9
5
xx
+10
3
xx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
+153
+108
+136 +144
-xx
MaGni
Á kRossGötuM
Magni heldur á vit ævintýranna
til danmerkur eftir helgi