Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Qupperneq 8

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Qupperneq 8
8 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Sigurður Samúelsson ásamt foreldrum sínum, Guðnýju Árnadóttur og Samúel Pálssyni. Kvöldvökurnar eru mér eftirminnilegar. Amma Jakobína mun hafa ráðið þar mestu, og var oftast lesið upp úr nýútkomnum bókum. Eitt- hvað hefur hún fengið af bókaáhuga föður síns. En dugnaðinn hafði hún frá móður sinni. Æska mín var lík og hjá öðrum strákum, sem ólust upp á „mölinni" fyrir vestan. Eg var ein- birni, en yngri bróðir minn, Arni, hafði dáið ung- ur. Skortur á leikfélögum var þó enginn, því þarna voru fjórar móðursystur með sæg af börn- um. Faðir minn sneið mér jólaskóna til sjö ára aldurs. Eg var oftast að leik eða við fiskerí niðri á bryggu eða á bátum, fengnum að láni eða teknum traustataki. Ekkert komst inn í mitt höfuð nema sjómennskan. Um 10 til 12 ára aldur fór faðir minn að taka mig með sér á sjóinn. Vorum við á skaki innfjarða og stundum á lúðuveiðum með hauka- lóð og fengum oft vænar sprökur. Um 12 ára aldur gaf faðir minn mér fjögræring, sem við höfðum verið mikið á. Litlu síðar pantaði hann vél í sexæring, sem hann gerði út til lóða- veiða innfirðis. Vélin reyndist gölluð, svo að ég fékk hana í minn bát og þótti gott, þótt hún væri ekki kraftmikil. Ég taldi mig þar með kominn í tölu útgerðarmanna. Aðal peningurinn var í smokkfisksveiðum á haustin, sem byrjuðu í sept- ember og stóðu allt fram í desember. A þeim tíma jók smokkurinn þyngd sína úr 250 grömmum í 1 kíló. Þetta var mikil tekjulind sjómanna. Eftir að ég kom í Menntaskólann á Akureyri, þurfti ég stundum að biðja Sigurð Guðmundsson, skóla- meistara, um leyfi til að fá að mæta seinna um haustið í skólann vegna smokkfisksveiða. Ég var alveg ákveðinn í að verða skipstjóri og hefði sennilega bara orðið fjári góður skipstjóri, held ég. Mig langaði á sjóinn, og það var ekkert fyrir vestan nema sjór. Móðurbróðir minn, Krist- ján Árnason, var mesti aflamaður Vestfjarða, eft- ir því sem segir í Skútuöldinrti eftir Gils Guð- mundsson. Kristján átti tvo stráka, og auðvitað tók hann þá með sér til sjós bara 12 ára gamla. Þið getið rétt ímyndað ykkur, hvernig mér hefur verið innanbrjósts, þeir, sem voru eiginlega jafngamlir mér. Ég hamaðist í móður minni, að ég vildi fara á sjóinn, enda átti ég þá bát. Það voru ekki allir unglingar, sem voru með trillubát, 12 til 13 ára, og ég fiskaði heilmikið. En móðir mín var klók. „Já, já, auðvitað ferð þú á sjóinn,“ sagði hún, „við skulum sjá til.“ „Heyrðu, ég er búin að tala við hann frænda þinn.“ „Nú, þakka þér fyrir,“ — og ég réðist á hann, þegar hann kom næst. Frændi var einn af þessum rólegu mönnum. Hann sagði: „Ja, þú veist, hvernig þetta er á þessum skipum, ég get ekki tekið þig núna, en við skulum athuga það, þegar þú fermist."

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.