Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 17
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 17 klst.; V 0,4-1,2 klst.; blöndur V og G 2,1-2,6 klst.; I 0,5-1,6 klst.; blanda I og G 3,5 klst. Allir stofnar sem mældir voru reyndust þolnir gegn vankómýcíni nema staðalstofninn. Tveir voru með (MBC/MIC 8-16) fyrir gentamýcíni. Ályktun: Hérlendir enterókokkastofnar eru þoln- ir fyrir vankómýcíni, þótt ónæmi sé óþekkt enn. í samsetningum með A jók G (í þéttni <MIC) veru- lega dráp. PAE var mjög mismunandi eftir stofnum en jókst venjulega í samsetningum. E-6. Eftirvirkni flúkonazóls, ítrakonazóls og ampótcricíns-B á Candida Sigrídur Björnsdóttir, Björg Þuríður Magnúsdóttir, Helga Erlendsdóttir, Sigurður Guðmundsson Frá lœknadeild HÍ, sýklafrœðideild og lyflœknadeild Landspítalans Inngangur: Sýkingar af völdum Candidastofna hafa farið vaxandi undanfarin ár. Flúkonazól (F), ítrakonazól (I) ásamt ampótericíni B (AMB) eru kjörlyf við Candidasýkingum. E-próf er ný aðferð til að meta lágmarksheftistyrk (MIC) lyfjanna og hefur reynst mjög áþekk hefðbundinni þynningaraðferð. Eftirvirkni lyfja (postantibiotic effect, PAE) er þegar hömlun á vexti sýkla heldur áfram eftir að lyf er horfið af sýkingarstað. Eftirvirkni lyfja gefur möguleika á að gefa lyfið með lengra millibili en áður en með sama árangri og hugsanlega færri hjá- verkunum. Stöðluð þynningaraðferð við mælingar á MIC var borin saman við E-próf. Áður hefur verið sýnt fram á eftirvirkni AMB gegn Candida, en engar upplýsingar eru til um eftirvirkni tríazól lyfjanna F og I. Aðferðir: Lágmarksheftistyrkur sex stofna Cand- ida, C. albicans (3), C. glabrata (1), C. krusei (1) og C. parapsilosis (1) var fundinn með því að bera saman E-próf og þynningaraðferð. Athuguð var eft- irvirkni I, F og AMB á þrjá stofna Candida við mismunandi verkunartíma og margfeldi af MIC lyfj- anna. Notuð var þéttnin lx- 8xMIC í eina til fjórar klukkustundir. Niðurstöður: Samsvörun milli E-prófs og þynn- ingaraðferðarinnar var 72%. Fyrstu niðurstöður sýna að AMB veldur langri þéttniháðri eftirvirkni gegn Candida eða frá fjórum til 10 klst. Ekkert PAE fékkst fyrir F og I. Lítið eða ekkert in vitro dráp eftir einnar klukkustundar virkni af völdum I og F, en mikið þéttniháð dráp eftir AMB (1-4 log10 cfu/ml). Rannsóknin stendur enn yfir. Ályktun: Frumniðurstöður benda ekki til að F og I valdi eftirvirkni gegn Candida en hins vegar kemur fram veruleg eftirvirkni AMB gegn sýklunum. Rannsókninni er ólokið en niðurstöður gætu haft þýðingu fyrir klíníska notkun þessara lyfja í framtíð- inni. E-7. Yfirlit yfír blóðsýkingar á Landspítalanum 1990-1994 Arna Guðmundsdóttir, Karl G. Krístinsson, Inga Teitsdóttir, Sigríður Antonsdóttir Frá lyflœkningadeild, sýklafrœðideild og sýkinga- vörnum Landspítalanum Blóðsýking er alvarlegur sjúkdómur sem þarf að bregðast við með viðeigandi sýklalyfjameðferð eins fljótt og unnt er. Við val á réttu lyfi er farið eftir einkennum sjúklings, algengi bakteríutegunda í blóðsýkingum og sýklalyfjanæmi þeirra á viðkom- andi stað. Ofangreint var athugað á Landspítalanum en síðasta yfirlit þessa efnis frá sýklafræðideild spít- alans er frá 1982-1983. Skoðað var tímabilið 1990 til 1994 en áður hafa birst niðurstöður frá 1993. Upplýsingum var safnað á sýklafræðideild, með heimsókn á sjúkradeild og athugun á sjúkraskýrslu. Hver sýking var skráð sérstaklega. Á tímabilinu bárust sýklafræðideild 46381 blóð- kolbur og af þeim ræktuðust bakteríur úr 3799 (8,2%). Um var að ræða 1126 bakteríustofna. Um raunverulega sýkingu var að ræða í 710 (63%) til- vika, mengun hjá 385 (34%). Þýðing ræktunarinnar var óviss í 31 tilviki. Algengustu orsakir blóðsýkinga voru E. coli 143 (20%), S. aureus 113 (16%), kóagul- asa neikvæðir stafýlókokkar 104 (14,5%), og 5. pneumoniae 64 (9%). E. coli stofnar voru næmir fyrir ampicillíni í rúmlega helmingi tilvika, næmi fyrir cefúroxími var 92% og 98% fyrir gentamýcíni. Af S. pneumoniae reyndust sex (9,5%) penicillín ónæmir. Kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar voru meticillfnnæmir í 47% tilvika, gentamýcínnæmi var 34% og penicillínnæmi 7%. Sýklalyfjameðferð var hafin strax að lokinni sýnatöku hjá 513 sjúklingum (72%) en breytt var um sýklalyf samkvæmt ræktun- amiðurstöðum hjá 122 (17%). Rúmlega helmingur sjúklinga var talinn hafa sýkst fyrir innlögn og var algengasti uppruni þeirra sýkinga frá þvagfærum, öndunarfærum, kviðarholi og húð. Hinsvegar eru spítalasýkingar oftast frá sýktum æðaleggjum, kvið- arholi, þvagfærum eða öndunarfærum. I 156 tilvik- um (22%) höfðu sjúklingarnir nýlega gengist undir skurðaðgerð og í 507 tilvikum (71%) reyndist vera um annan alvarlegan sjúkdóm að ræða. Niðurstöður eru svipaðar milli ára hvað varðar bakteríutegundir, fjölda raunverulegra sýkinga og hlutfall spítalasýkinga. E. coli og S. aureus eru líkt og fyrir 10 árum algengustu bakteríurnar en aukning hefur orðið á tíðni kóagúlasa neikvæðra stafýló- kokka, nú 14,5% en voru áður 6,5%. Síðastnefndu bakteríurnar eru oftast sýkingavaldurinn í þeim tæpa þriðjungi spítalasýkinga sem orsakast af sýkt- um æðaleggjum og lyfjabrunnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.