Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 20
20 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 E-13. Könnun á tilveru extended spectrum (3-laktamasa meðal E. coli og Klebsiella spp. á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Margrét Geirsdóttir*, Már Kristjánsson**, Anna S. Þórisdóttir** Frá *lœknadeild HÍ, **smitsjúkdómadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur Markmið könnunarinnar var að athuga, hvort framleiðsla víðvirkra (extended spectrum) (3-lakt- amasa (ES(3L) sé til staðar meðal E. coli og Klebsi- ella spp. A sýkladeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eru til frystir allir E. coli og KlebsieUa spp. stofnar, sem greindust í sýnum á tveimur mánaðartímabilum 1994 og 1996. Valdir voru stofnar, sem höfðu tærsvæði (clear zo- ne) umhverfis ceftazidím (CAZ) og/eða ceftríaxón (CRO) lyfjaskífur =S30 mm. Þrjár aðferðir til að greina ES(3L framleiðslu eru notaðar: tvískífu sam- virkni (double-disc synergy) próf (Jarlier, et al) 79% næmt; afbrigði þess (Thomson, Sanders) 82% næmt og þrívíddar (three-dimensional) próf (Thomson, Sanders) 93% næmt. Þessi próf byggja öll á þeirri forsendu, að ES(3L sé næmur fyrir |3-lactamasa hemjurum (inhibitors) og sé ensímið fyrir hendi, komi fram samverkun (synergy) milli cefalóspórína og klavúlansýru. A þessu stigi hefur hið fyrsta af ofannefndum prófum verið framkvæmt og ekki verið sýnt fram á tilvist ES(3L. Hins vegar hefur komið í ljós ónæmi (I/R) gegn amoxicillín/klavúlan- sýru (AMC) í 15,3% stofnanna, sem gæti skýrt að erfitt sé að greina ES(3L. Ónæmi gegn AMC gæti meðal annars skýrst af offramleiðslu (hyperproduc- tion) á TEM/SHV ensími eða AMP-C skyldu ens- ími. Þetta verður athugað nánar með plasmíðgrein- ingu og einangrun á erfðaefninu. E-14. Ónæmissvörun og aukaverkanir bóluefnis gegn lifrarbólgu A gefíð börnum sem stakur skammtur og sem örvandi skammtur 12 mánuðum síðar Hugrún Ríkarðsdóttir*, Haraldur Briem*, Assad Saf- ary** Frá *smitsjúkdómadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, **SmithKline Beecham Biologicals, Rixensart, Belgt'u Inngangur: Algengi lifrarbólgu A er lágt meðal Norðurlandaþjóða og á íslandi er það ekki mælan- legt í aldurshópnum 10-19 ára. Börn hér á landi eru því óvarin þessum sjúkdómi. Börnum sem leggja leið sína til samfélaga þar sem hreinlætisaðstæður eru bágbornar og lifrarbólga A er landlæg getur stafað hætta af smiti af völdum sjúkdómsins. Einnig er hætta á útbreiðslu sjúkdómsins ef hreinlætisað- stæður versna hér á landi vegna náttúruhamfara eða styrjalda. Aðferð og efniviður: Formalíndeytt lifrarbólgu A veiru bóluefni (1440 ELISA einingar/mL) var gefið 60 sjálfboðaliðum á aldrinum 11-18 ára sem stakur háskammtur á fyrsta mánuði og sem örvunar- skammtur á 12. mánuði. Niðurstöður: Á 15. degi eftir fyrri skammtinn höfðu 98,2% myndað mótefni gegn lifrarbólgu A. Á fyrsta mánuði höfðu 100% myndað mótefni gegn veirunni. Sex mánuðum frá frumbólusetningu héldu 98,2% mótefnum sínum og 12 mánuðum síðar 98,1%. Mánuði eftir örvunarbólusetninguna (í 13. mánuði) höfðu 100% myndað mótefni. Ári eftir að örvunarskammtur var gefinn reyndust allir halda mótefnum sínum. Eftir fyrri bólusetninguna var geómetrískt meðalmagn (GMT) mótefna (mlU/ mL) 455 á 15. degi 571, á fyrsta mánuði 237, á sjötta mánuði og á 12. mánuði 155. Mánuði eftir örvunar- skammt (13. mánuður) var GMT 8421. Tólf mánuð- um eftir örvunarskammt reyndist GMT vera 2399. Væg eymsli á stungustað voru algengustu kvartan- irnar og voru þau skráð í 65% tilvika. Höfuðverkur reyndist algengasta almenna kvörtunin og var skráð- ur í 20% tilvika. Aðrar kvartanir voru sjaldgæfar. Samantekt: Niðurstöðurnar benda til þess að bóluefnið gegn lifrárbólgu A veiti vörn í að minnsta kosti 12 mánuði hjá flestum þeirra sem þurfa á því að halda með stuttum fyrirvara. Börn svara bóluefninu betur en fullorðnir en aukaverkanir, þótt vægar séu, virðast nokkuð algengari hjá börnum en fullorðn- um. Örvunarskammtur tryggir vörn í lengri tíma. E-15. Rannsókn á orsökum aseptískrar heilahimnubólgu Ólafur Guðlaugsson, Sigurður Guðmundsson, Gunnar Auðólfsson, Már Kristjánsson, Einar Torfa- son Frá lyflœkningadeild Landspítalans, lyflœkninga- deild Borgarspítala, Rannsóknastofu Hl t veirufrceði Inngangur: Orsakir aseptískrar heilahimnubólgu á Islandi eru ekki þekktar. PCR (genamögnun) er mun næmari aðferð til greiningar á smitsjúkdómum en áður hefur þekkst. Efniviður: Rannsóknin var tvíþætt. Annars vegar var hún afturskyggn byggð á sjúkraskrám frá Borg- arspítalanum og Landspítalanum um alla sjúklinga sem uppfylltu greiningarskilmerki aseptískrar heila- himnubólgu á tímabilinu 1.1. 1980-31.12. 1993 (á Borgarspítala) og 1.11980-31.12.1994 (á Landspítal- anum). Hins vegar var gerð framskyggn rannsókn á þeim sjúklingum sem lögðust inn á Landspítalann og Borgarspítala og uppfylltu ákveðin skilyrði. Hjá þeim var reynt að finna orsök með veiruræktunum, mótefnamælingum og genamögnun á mænuvökva (CSF), hálsskoli (skol) og saur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.