Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 20
20
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31
E-13. Könnun á tilveru extended
spectrum (3-laktamasa meðal E. coli
og Klebsiella spp. á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur
Margrét Geirsdóttir*, Már Kristjánsson**, Anna S.
Þórisdóttir**
Frá *lœknadeild HÍ, **smitsjúkdómadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur
Markmið könnunarinnar var að athuga, hvort
framleiðsla víðvirkra (extended spectrum) (3-lakt-
amasa (ES(3L) sé til staðar meðal E. coli og Klebsi-
ella spp.
A sýkladeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eru til frystir
allir E. coli og KlebsieUa spp. stofnar, sem greindust
í sýnum á tveimur mánaðartímabilum 1994 og 1996.
Valdir voru stofnar, sem höfðu tærsvæði (clear zo-
ne) umhverfis ceftazidím (CAZ) og/eða ceftríaxón
(CRO) lyfjaskífur =S30 mm. Þrjár aðferðir til að
greina ES(3L framleiðslu eru notaðar: tvískífu sam-
virkni (double-disc synergy) próf (Jarlier, et al) 79%
næmt; afbrigði þess (Thomson, Sanders) 82% næmt
og þrívíddar (three-dimensional) próf (Thomson,
Sanders) 93% næmt. Þessi próf byggja öll á þeirri
forsendu, að ES(3L sé næmur fyrir |3-lactamasa
hemjurum (inhibitors) og sé ensímið fyrir hendi,
komi fram samverkun (synergy) milli cefalóspórína
og klavúlansýru. A þessu stigi hefur hið fyrsta af
ofannefndum prófum verið framkvæmt og ekki
verið sýnt fram á tilvist ES(3L. Hins vegar hefur
komið í ljós ónæmi (I/R) gegn amoxicillín/klavúlan-
sýru (AMC) í 15,3% stofnanna, sem gæti skýrt að
erfitt sé að greina ES(3L. Ónæmi gegn AMC gæti
meðal annars skýrst af offramleiðslu (hyperproduc-
tion) á TEM/SHV ensími eða AMP-C skyldu ens-
ími. Þetta verður athugað nánar með plasmíðgrein-
ingu og einangrun á erfðaefninu.
E-14. Ónæmissvörun og
aukaverkanir bóluefnis gegn
lifrarbólgu A gefíð börnum sem
stakur skammtur og sem örvandi
skammtur 12 mánuðum síðar
Hugrún Ríkarðsdóttir*, Haraldur Briem*, Assad Saf-
ary**
Frá *smitsjúkdómadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
**SmithKline Beecham Biologicals, Rixensart,
Belgt'u
Inngangur: Algengi lifrarbólgu A er lágt meðal
Norðurlandaþjóða og á íslandi er það ekki mælan-
legt í aldurshópnum 10-19 ára. Börn hér á landi eru
því óvarin þessum sjúkdómi. Börnum sem leggja
leið sína til samfélaga þar sem hreinlætisaðstæður
eru bágbornar og lifrarbólga A er landlæg getur
stafað hætta af smiti af völdum sjúkdómsins. Einnig
er hætta á útbreiðslu sjúkdómsins ef hreinlætisað-
stæður versna hér á landi vegna náttúruhamfara eða
styrjalda.
Aðferð og efniviður: Formalíndeytt lifrarbólgu A
veiru bóluefni (1440 ELISA einingar/mL) var gefið
60 sjálfboðaliðum á aldrinum 11-18 ára sem stakur
háskammtur á fyrsta mánuði og sem örvunar-
skammtur á 12. mánuði.
Niðurstöður: Á 15. degi eftir fyrri skammtinn
höfðu 98,2% myndað mótefni gegn lifrarbólgu A. Á
fyrsta mánuði höfðu 100% myndað mótefni gegn
veirunni. Sex mánuðum frá frumbólusetningu héldu
98,2% mótefnum sínum og 12 mánuðum síðar
98,1%. Mánuði eftir örvunarbólusetninguna (í 13.
mánuði) höfðu 100% myndað mótefni. Ári eftir að
örvunarskammtur var gefinn reyndust allir halda
mótefnum sínum. Eftir fyrri bólusetninguna var
geómetrískt meðalmagn (GMT) mótefna (mlU/
mL) 455 á 15. degi 571, á fyrsta mánuði 237, á sjötta
mánuði og á 12. mánuði 155. Mánuði eftir örvunar-
skammt (13. mánuður) var GMT 8421. Tólf mánuð-
um eftir örvunarskammt reyndist GMT vera 2399.
Væg eymsli á stungustað voru algengustu kvartan-
irnar og voru þau skráð í 65% tilvika. Höfuðverkur
reyndist algengasta almenna kvörtunin og var skráð-
ur í 20% tilvika. Aðrar kvartanir voru sjaldgæfar.
Samantekt: Niðurstöðurnar benda til þess að
bóluefnið gegn lifrárbólgu A veiti vörn í að minnsta
kosti 12 mánuði hjá flestum þeirra sem þurfa á því að
halda með stuttum fyrirvara. Börn svara bóluefninu
betur en fullorðnir en aukaverkanir, þótt vægar séu,
virðast nokkuð algengari hjá börnum en fullorðn-
um. Örvunarskammtur tryggir vörn í lengri tíma.
E-15. Rannsókn á orsökum
aseptískrar heilahimnubólgu
Ólafur Guðlaugsson, Sigurður Guðmundsson,
Gunnar Auðólfsson, Már Kristjánsson, Einar Torfa-
son
Frá lyflœkningadeild Landspítalans, lyflœkninga-
deild Borgarspítala, Rannsóknastofu Hl t veirufrceði
Inngangur: Orsakir aseptískrar heilahimnubólgu
á Islandi eru ekki þekktar. PCR (genamögnun) er
mun næmari aðferð til greiningar á smitsjúkdómum
en áður hefur þekkst.
Efniviður: Rannsóknin var tvíþætt. Annars vegar
var hún afturskyggn byggð á sjúkraskrám frá Borg-
arspítalanum og Landspítalanum um alla sjúklinga
sem uppfylltu greiningarskilmerki aseptískrar heila-
himnubólgu á tímabilinu 1.1. 1980-31.12. 1993 (á
Borgarspítala) og 1.11980-31.12.1994 (á Landspítal-
anum). Hins vegar var gerð framskyggn rannsókn á
þeim sjúklingum sem lögðust inn á Landspítalann og
Borgarspítala og uppfylltu ákveðin skilyrði. Hjá
þeim var reynt að finna orsök með veiruræktunum,
mótefnamælingum og genamögnun á mænuvökva
(CSF), hálsskoli (skol) og saur.