Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Síða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Síða 26
24 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 E-23. Spirometric values in obese individuals are different in sitting and standing position Gunnar Guðmundsson, Melba Cerveney, D Michael Shasby Division of Pulmonary, Critical Care and Occupa- tional Medicine, University of Iowa College of Medicine, Iowa City, Iowa, USA Obesity is an increasing health problem in the United States and around the world. In the normal population there is not a significant difference in spirometric values between sitting and standing position. It is not known if this is also true for obese individuals. We therefore performed a study in which we compared sitting and standingspirometric values in obese individuals. Patients with a body mass index of 5=30, that were referred for spiromet- ry at the Pulmonary Function Laboratory at our institution, were invited to participate. All tests were done according to American Thoracic Society recommendations, after bronchodilator administra- tion. Coin toss was used to determine if the first testing was done in a standing or sitting position. We report results for 42 subjects. There were 26 females and 16 males. Mean age was 46 years (SD 13.5). Age range was 20-71 years. Average body mass index was 39 (SD 7.2), with a range from 31 to 65. Sixteen did the first testing in the sitting position and 26 [HHljstanding. FVC was greater in the standing versus the sitting position (Wilcoxen, p<0.05). There was no difference noted for FEVl. Our con- clusion is that spirometric measurements are af- fected by body position in obese individuals. E-24. Geðræn flog Köst af geðrænum toga sem oft eru misgreind sem flogaveiki Elías Ólafsson, Katrín Sigurðardóttir Frá taugalœkningadeild Landspítalans Inngangur: Geðræn flog eru algeng sjúkdóms- mynd (pseudoseizures, psychogenic seizures, hyst- erical seizures, non-epileptic events) sem oft er ranglega greind sem raunveruieg flog. Tíðni geð- rænna floga er óþekkt. Giskað er á að um 5% floga- veikra fái geðræn flog. Greining geðrænna floga byggir á dæmigerðum einkennum og eðlilegu heila- riti meðan á kasti stendur. Heilasíriti (long term video/EEG monitoring) er gagnlegasta hjálpartækið við greiningu geðrænna floga og þar er skráð sam- tímis heilarit og myndbandsupptaka af köstum sjúk- lings. Efniviður: Sjúklingar rannsakaðir með heilasírita á taugalækningadeild Landspítalans á árunum 1992- 1995. Niðurstöður: Á rannsóknartímanum voru fram- kvæmdar 133 heilasíritarannsóknir. Fimmtán ein- staklingar reyndust hafa geðræn flog, þar af höfðu 11 eingöngu geðræn flog en fjórir reyndust hafa bland- aða mynd það er bæði geðræn flog og flogaveiki. Flestir höfðu dæmigerð einkennni (ósamhæfðar út- limahreyfingar, langvarandi meðvitundarleysi og svo framvegis). Þeir sjúklingar sem voru nýlega byrj- aðir að fá einkenni svöruðu meðferð vel. Umræða: Geðræn flog eru mikilvæg sjúkdóms- mynd sem oft er ranglega greind sem flogaveiki. Rétt greining er mikilvæg meðal annars vegna þess að meðferð með flogalyfjum á ekki við. Meðferðin sem er fyrst og fremst geðræn og grundvallast á því að geðræn flog séu ómeðvituð. Horfur er hvað best- ar sé sjúklingur ungur, einkenni hafi staðið stutt og ekki sé um persónuleikatruflun eða aðra geðræna sjúkdóma að ræða. Mikilvægasta skrefið í greiningu er að muna eftir tilvist geðrænna floga og vera á varðbergi gagnvart þeim hjá öllum flogaveikum sem ekki svara meðferð. E-25. Wada próf Elías Ólafsson*, Sigurjón B. Stefánsson**, Ólafur Kjartansson*** Frá *taugalœkningadeild Landspítalans, **Trygg- ingastofnun ríkisins, ***röntgendeild Landspítalans Inngangur: Wada prófi eða amytal prófi var fyrst lýst af J. Wada árið 1949. Rannsóknin byggir á því að skerða tímabundið starfsemi hvors heilahvels um sig með intraarterial inndælingu á stuttverkandi barbi- túrati. Tilgangur rannsóknarinnar er annars vegar að ákvarða hvort heilahvelið er talandi og hins vegar að meta skammtíma minni í hvoru gagnaugablaði (temporal lobus) fyrir sig. Wada prófið er fyrst og fremst notað til að rannsaka sjúklinga með temporal lobe -flogaveiki þegar skurðaðgerð (temporal lobectomia) er fyrirhuguð og er einnig gagnlegt þegar aðrar tegundir heilaaðgerða eru fyrirhugaðar. Efniviður og aðferðir: Fimm sjúklingar hafa verið rannsakaðir á Landspítalanum á þessu ári. Fjórir þeirra eru með temporal lobe flogaveiki og hafa upptök floganna þegar verið staðsett með heilasí- rita. Líklegt er að þessir sjúklingar muni svara vel skurðaðgerð (temporal lobectomia) og því er amytal prófið framkvæmt. Einn sjúklingurinn er með arter- iovenous malformation í hægra heilahveli og prófið er gert til að ákvarða hvort heilavelið er talandi. Framkvæmd Wada prófs er svipuð og æðamynda- taka af höfði. Áhrif lyfsins standa í tvær til sex mín- útur og koma fram sem helftarlömun og málstol þegar um talandi heilahvelið er að ræða. Notað er sérhæft próf sem metur tungumál og skammtíma- minni og er það lagt fyrir sjúklinginn á meðan áhrifin vara. Hvort heilahvel fyrir sig er prófað og stendur rannsóknin í alls um hálfa aðra klukkustund. Reglu- bundin notkun prófsins hófst á Landspítalanum á þessu ári.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.