Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Síða 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Síða 28
26 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 58 kirtilæxlum undir 1 sm og 63 (52%) 1 sm eða stærri. Hágráðu rangvöxtur var í 36/4676 píplukirtil- æxlum (0,8%), 71/956 píplutítlukirtilæxlum (7%), 9/93 títlukirtilæxlum (10%). Meingerð var óþekkt í fimm kirtilæxlum. Ályktanir: 1. Hágráðu rangvöxtur kemur fyrir í litlum kirtilæxlum. 2. Aldur um og yfir fimmtugt, stærð kirtilæxlis og grunn meingerð eru áberandi áhættuþættir fyrir hágráðu rangvöxt. 3. Kirtilæxli í neðanverðum ristli bera fjórfalda áhættu um há- gráðu rangvöxt. 4. Hágráðu rangvöxtur er 13 sinnum algengari í títlukirtilæxlum heldur en í píplukirtilæxl- um og aðeins oftar en í píplutítlukirtilæxlum. E-28. Líftæknilegir eiginleikar endaþarms og bugaristils í heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum með poka á ristli Kjartan Örvar*, Flemming Dall**, Hans Greger- sen**, Jeffrey Conklin*** Frá *lyflœkningadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, **Aarhus Universitet, ***University of lowa, USA Bakgrunnur: Líftæknilegir eiginleikar endaþarms og bugaristils voru skoðaðir með viðnámsflatarmáls- mælingu (impendance planimetry) í bæði heilbrigð- um einstaklingum og sjúklingum með poka á ristli. Aðferð: Viðnámsflatarmálsmæling er tækni sem byggir á slöngu með blöðru sem hægt er að þenja út og mælir þvervíddarflatarmál og þrýsting í hollíffæri. Slöngunni var komið fyrir 40 cm inn í bugaristil og síðan dregin niður í endaþarm. Blaðran á mælislöng- unni var þanin út í þrepum með vökva upp að 40 cm H,0 og þvervíddarflatarmál mælt og síðan var reiknaður út vegghringferilþrýstingur og hringferil- þrýstings-þan dreifing (tension-strain distribution). Niðurstöður: Með hækkandi blöðruþrýstingi jókst þvervíddarflatarmál meira í endaþarmi en í bugaristli, 2848±294 mm2 og 1843+389 mm2 við 40 cm H20 blöðruþrýsting (p<0,05). Hjá sjúklingum með poka á ristli jókst þvervíddarmálið minna en hjá heilbrigðum einstaklingum. Hjá sjúklingum með poka á ristli sást svipaður munur á þvervíddarflatar- máli endaþarms og bugaristils eða 1915 ±265 mm2 og 717±143 mm2 (p<0,05). í báðum hópum var hring- ferilþrýstings-þan dreifingin í endaþarmi og buga- ristli hin sama. Sjúklingar með poka á ristli höfðu hins vegar hringferilþrýsting-þan dreifingu sem benti til meiri teygjanleika (elasticity) en hjá heil- brigðum einstaklingum. Álykanir: f bæði heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum með poka á ristli þenst endaþarmur meira út en bugaristill. Með hækkandi blöðruþrýst- ingi þenst bæði endaþarmur og bugaristill hjá sjúk- lingum með poka á ristli minna út og er teygjanlegri en hjá heilbrigðum einstaklingum. E-29. Samanburður á notkun natríumfosfats og polyethylene glycol í undirbúningi fyrir ristilspeglun Kjartan Örvar, Ásgeir Theodórs, Sigrún Sœmtinds- dóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Vilborg Krist- jónsdóttir Frá speglanadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði Bakgrunnur: Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að undirbúningur fyrir ristilspeglun með natríumfosfat- blöndu þolist betur en ýmsar aðrar hreinsiaðferðir. í þessari rannsókn er borinn saman árangur af notkun hreinsiefnanna natríumfosfats og polyethylene glycol í undirbúningi fyrir ristilspeglun. Aðferð: Rannsóknin var framskyggn og einblind. Með slembiúrtaki var valið í tvo hópa, annar hópur- inn fékk 90 ml af natríumfosfati en hinn hópurinn fékk allt að 6 1 af polyethylene glycol. Báðir hópar notuðu bisacodylum (TOILAX) og voru á tæru fljótandi fæði í sólarhring fyrir úthreinsun. Eftir rist- ilspeglunina gaf læknir, sem ekki vissi hvaða aðferð var notuð, hreinsuninni einkunn frá 1-4, mjög góð til léleg. Haldin var skrá yfir aðgerðartíma, magn skol- vökva og vökva sem var sogaður úr ristli við speglun- ina. Niðurstöður: Undirbúningur fyrir ristilspeglun var talinn mjög góður eða góður í öllum 24 (100%) sem notuðu natríumfosfat en í 16 (69%) þeirra sem notuðu polyethylene glycol. Meðal hreinsieinkunn fyrir natríumfosfat var x=l,20 (SD=0,21) en fyrir polyethylene glycol, x=l,95 (SD=1,04), (p<0,05). Magn sogvökva var 117,3±69 ml hjá natríumfosfat hópi en 160±89 ml hjá polyethylene glycol hópi (p<0,05). Aðgerðartími frá byrjun þar til coecum var náð var svipaður hjá báðum hópum, 13,4±11 mínútur hjá natríumfosfat hópi og 12,7±5,5 mínútur hjá polyethylene glycol hópi. Ályktanir: Úthreinsun með natríumfosfati var árangursríkari en hreinsun með polyethylene glycol í undirbúningi fyrir ristilspeglun. Slímhúð ristils sást betur og minni vökvi var sogaður úr ristli með notk- un natríumfosfats. Aðgerðartími var sá sami í báð- um hópum. E-30. Athugun á notkun magasárslyfja meðal sjúklinga á lyflækningadeild Sigurður Ólafsson, Ari Jóhannesson Frá lyflœkningadeild Sjúkrahúss Akraness Inngangur: Notkun lyfja við sársjúkdómi í melt- ingarfærum er mun meiri á Islandi en hinum Norð- urlöndunum. Nýleg rannsókn sýndi að 1,54% ís- lendinga nota magalyf á hverjum tíma og þar af einungis þriðjungur vegna sársjúkdóms. Tilgangur þessarar könnunar var að athuga algengi og ástæður notkunar magalyfja hjá sjúklingum sem leggjast inn á lyflækningadeild.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.