Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 28
26
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31
58 kirtilæxlum undir 1 sm og 63 (52%) 1 sm eða
stærri. Hágráðu rangvöxtur var í 36/4676 píplukirtil-
æxlum (0,8%), 71/956 píplutítlukirtilæxlum (7%),
9/93 títlukirtilæxlum (10%). Meingerð var óþekkt í
fimm kirtilæxlum.
Ályktanir: 1. Hágráðu rangvöxtur kemur fyrir í
litlum kirtilæxlum. 2. Aldur um og yfir fimmtugt,
stærð kirtilæxlis og grunn meingerð eru áberandi
áhættuþættir fyrir hágráðu rangvöxt. 3. Kirtilæxli í
neðanverðum ristli bera fjórfalda áhættu um há-
gráðu rangvöxt. 4. Hágráðu rangvöxtur er 13 sinnum
algengari í títlukirtilæxlum heldur en í píplukirtilæxl-
um og aðeins oftar en í píplutítlukirtilæxlum.
E-28. Líftæknilegir eiginleikar
endaþarms og bugaristils í
heilbrigðum einstaklingum og
sjúklingum með poka á ristli
Kjartan Örvar*, Flemming Dall**, Hans Greger-
sen**, Jeffrey Conklin***
Frá *lyflœkningadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði,
**Aarhus Universitet, ***University of lowa, USA
Bakgrunnur: Líftæknilegir eiginleikar endaþarms
og bugaristils voru skoðaðir með viðnámsflatarmáls-
mælingu (impendance planimetry) í bæði heilbrigð-
um einstaklingum og sjúklingum með poka á ristli.
Aðferð: Viðnámsflatarmálsmæling er tækni sem
byggir á slöngu með blöðru sem hægt er að þenja út
og mælir þvervíddarflatarmál og þrýsting í hollíffæri.
Slöngunni var komið fyrir 40 cm inn í bugaristil og
síðan dregin niður í endaþarm. Blaðran á mælislöng-
unni var þanin út í þrepum með vökva upp að 40 cm
H,0 og þvervíddarflatarmál mælt og síðan var
reiknaður út vegghringferilþrýstingur og hringferil-
þrýstings-þan dreifing (tension-strain distribution).
Niðurstöður: Með hækkandi blöðruþrýstingi
jókst þvervíddarflatarmál meira í endaþarmi en í
bugaristli, 2848±294 mm2 og 1843+389 mm2 við 40
cm H20 blöðruþrýsting (p<0,05). Hjá sjúklingum
með poka á ristli jókst þvervíddarmálið minna en hjá
heilbrigðum einstaklingum. Hjá sjúklingum með
poka á ristli sást svipaður munur á þvervíddarflatar-
máli endaþarms og bugaristils eða 1915 ±265 mm2 og
717±143 mm2 (p<0,05). í báðum hópum var hring-
ferilþrýstings-þan dreifingin í endaþarmi og buga-
ristli hin sama. Sjúklingar með poka á ristli höfðu
hins vegar hringferilþrýsting-þan dreifingu sem
benti til meiri teygjanleika (elasticity) en hjá heil-
brigðum einstaklingum.
Álykanir: f bæði heilbrigðum einstaklingum og
sjúklingum með poka á ristli þenst endaþarmur
meira út en bugaristill. Með hækkandi blöðruþrýst-
ingi þenst bæði endaþarmur og bugaristill hjá sjúk-
lingum með poka á ristli minna út og er teygjanlegri
en hjá heilbrigðum einstaklingum.
E-29. Samanburður á notkun
natríumfosfats og polyethylene glycol
í undirbúningi fyrir ristilspeglun
Kjartan Örvar, Ásgeir Theodórs, Sigrún Sœmtinds-
dóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Vilborg Krist-
jónsdóttir
Frá speglanadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði
Bakgrunnur: Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að
undirbúningur fyrir ristilspeglun með natríumfosfat-
blöndu þolist betur en ýmsar aðrar hreinsiaðferðir. í
þessari rannsókn er borinn saman árangur af notkun
hreinsiefnanna natríumfosfats og polyethylene
glycol í undirbúningi fyrir ristilspeglun.
Aðferð: Rannsóknin var framskyggn og einblind.
Með slembiúrtaki var valið í tvo hópa, annar hópur-
inn fékk 90 ml af natríumfosfati en hinn hópurinn
fékk allt að 6 1 af polyethylene glycol. Báðir hópar
notuðu bisacodylum (TOILAX) og voru á tæru
fljótandi fæði í sólarhring fyrir úthreinsun. Eftir rist-
ilspeglunina gaf læknir, sem ekki vissi hvaða aðferð
var notuð, hreinsuninni einkunn frá 1-4, mjög góð til
léleg. Haldin var skrá yfir aðgerðartíma, magn skol-
vökva og vökva sem var sogaður úr ristli við speglun-
ina.
Niðurstöður: Undirbúningur fyrir ristilspeglun
var talinn mjög góður eða góður í öllum 24 (100%)
sem notuðu natríumfosfat en í 16 (69%) þeirra sem
notuðu polyethylene glycol. Meðal hreinsieinkunn
fyrir natríumfosfat var x=l,20 (SD=0,21) en fyrir
polyethylene glycol, x=l,95 (SD=1,04), (p<0,05).
Magn sogvökva var 117,3±69 ml hjá natríumfosfat
hópi en 160±89 ml hjá polyethylene glycol hópi
(p<0,05). Aðgerðartími frá byrjun þar til coecum
var náð var svipaður hjá báðum hópum, 13,4±11
mínútur hjá natríumfosfat hópi og 12,7±5,5 mínútur
hjá polyethylene glycol hópi.
Ályktanir: Úthreinsun með natríumfosfati var
árangursríkari en hreinsun með polyethylene glycol
í undirbúningi fyrir ristilspeglun. Slímhúð ristils sást
betur og minni vökvi var sogaður úr ristli með notk-
un natríumfosfats. Aðgerðartími var sá sami í báð-
um hópum.
E-30. Athugun á notkun
magasárslyfja meðal sjúklinga á
lyflækningadeild
Sigurður Ólafsson, Ari Jóhannesson
Frá lyflœkningadeild Sjúkrahúss Akraness
Inngangur: Notkun lyfja við sársjúkdómi í melt-
ingarfærum er mun meiri á Islandi en hinum Norð-
urlöndunum. Nýleg rannsókn sýndi að 1,54% ís-
lendinga nota magalyf á hverjum tíma og þar af
einungis þriðjungur vegna sársjúkdóms. Tilgangur
þessarar könnunar var að athuga algengi og ástæður
notkunar magalyfja hjá sjúklingum sem leggjast inn
á lyflækningadeild.