Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31
35
E-49. Advanced cardiac life support
in the prehospital setting 1991-1994,
the Reykjavík experience
Garðar Sigurðssonjr, TorfiF. Jónasson, Gestur Þor-
geirsson
From Dpts of Medicine and Cardiology, Reykjavík
Hospital, Reykjavík
Since 1982 an emergency ambulance manned by a
physician has been operated in Reykjavík (popula-
tion 120.000). The physicians have followed guide-
lines from The American Heart Association. The
purpose of this study was to evaluate the results of
the Advanced Cardiac Life Support (ACLS) service
1991-1994 and to compare the survival rates before
and after the changes in the 1986 The American
Heart Association’s guidelines.
The data was collected prospectively according to
the „Utstein Style" form.
From 1991-1994 there were 220 attempted resus-
citations after sudden cardiopulmonary arrest from
cardiac causes. Mean age was 67 years and the
male:female ratio was 168:52. The mean response
time was 4.6 min. Seventy-six (35%) patients were
admitted to the intensive or cardiac care unit and 37
(17%) survived to be discharged from the hospital.
Ventricular fibrillation was the most common initial
rhythm, seen in 109 (50%) patients, asystole in 74
(34%) and other arrhythmias (EMD, agonal) in 37
(17%). Thirty patients (28%) with ventricular fibril-
lation survived to be discharged from the hospital,
three (4%) patients with asystole and four (11%)
with other arrhythmias. There is no stastitical differ-
ence in mean response time and survival rates
between this study and a previous study from 1982-
1986 (1).
We conclude that the results of ACLS outside the
hospital in Reykjavík and surrounding area is
acceptable. Changes in ACLS guidelines do not
appear to have increased survival in patients who
have arrested outside the hospital in our area since
1982.
Ref:
1. Einarsson O. Jakobsson F, Sigurdsson G. Advanced
cardiac life support in the prehospital setting: the Reykjavik
experience. J Int Med 1989; 225: 129-35.
E-50. Breytileiki í hjartslætti eftir
hjartadrep
Hlíf Steingrímsdóttir, Gizur Gottskálksson, Margrét
Vigfúsdóttir, Steinunn Kolbrún Egilsdóttir, Valborg
Þorleifsdóttir
Frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur
Inngangur: Breytileiki í hjartslætti minnkar eftir
hjartadrep og er það sjálfstæður áhættuþáttur fyrir
skyndidauða og illvígar hjartsláttartruflanir frá slegl-
um. Með þessari rannsókn athugum við hvort mark-
tæk aukning verði á breytileika í hjartslætti að með-
altali ári eftir hjartaáfall.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framvirk
og stóð í tvö ár. Sjúklingar sem lögðust inn með
hjartadrep á hjartadeild Borgarspítala á tímabilinu
1.11. 1993-1.3. 1994 voru rannsakaðir. Voru það 32
sjúklingar, 27 karlar og fimm konur. Meðalaldur var
64 ár. Var notað tölvustýrt Holter kerfi sem reiknar
út St.Georgs hlutfallstölu sem er mælikvarði á
breytileikann. Hækkar St.G hlutfallstalan með
auknum breytileika í hjartslætti. Viku eftir hjarta-
drepið var gerð 24 tíma hjartalínuritsskráning St. G1
reiknaður út, var þetta endurtekið að meðaltali 12
mánuðum síðar og St.G2 fenginn á sama hátt.
Niðurstöður: Meðaltal St.G gilda úr fyrri Holter
rannsókninni (St.Gl) var borið saman við meðaltal
St.G gilda úr seinni rannsókninni (St.G2) og var sá
munur marktækur (p<0,001) sem sýnir að bati virð-
ist eiga sér stað á þessu ári eftir hjartadrepið og
líkurnar á skyndidauða því minni. Ef hópnum er
skipt eftir staðsetningu drepsins má sjá marktækan
mun á aukningu í breytileika bæði hjá þeim sem
fengu framveggsdrep og þeim sem fengu undir-
veggsdrep. Þegar upphafs- St.G gildi einstakra und-
irhópa voru borin saman reyndist ekki marktækur
munur á St.Gl þeirra sem fengu framveggsdrep eða
undirveggsdrep, streptókínasa eða ekki streptókín-
asa, gegndræpt eða ógegndræpt drep og B-blokkara
eða ekki B-blokkara. Meðaltal St.Gl gilda sjúklinga
undir 65 ára reyndist 18,41 en þeirra sem eldri voru
12,39 og er þessi munur marktækur (p<0,01). Ekki
virðist þó vera munur á bata sjúklinganna eftir aldri
þ.e. munur á aukningunni úr St.Gl i St.G2 er ekki
marktækur.
Umræða: Breytileiki í hjartslætti er sterkur spá-
þáttur sem segir til um líkur á skyndidauða og illvíg-
um hjartsláttartruflunum frá sleglum eftir hjarta-
drep. Þessi rannsókn sýnir aftur á móti að sú minnk-
un sem verður á hjartsláttarbreytileikanum eftir
hjartadrep gengur að miklu leyti til baka á fyrsta
árinu eftir áfallið.
E-51. Tíðni kransæðastíflu hjá
konum, kvennarannsókn
Hjartaverndar
Lilja Sigrún Jónsdóttir*, Nikulás Sigfússon*, Guð-
mundur Þorgeirsson**, Helgi Sigvaldason*
Frá *Rannsóknarstöð Hjartaverndar, **lyflœkn-
ingadeild Landspítalans
Takmarkaðar rannsóknir hafa farið fram á tíðni
kransæðasjúkdóms hjá konum. Hér er lýst rannsókn
á alvarlegasta formi hans, kransæðastíflu. Könnuð
er þögul og þekkt kransæðastífla meðal íslenskra
kvenna, nýgengi, algengi og þróun.
Efniviður: Þátttakendur eru 9773 konur úr hóp-
rannsókn Hjartaverndar, fæddar 1908-1935 sem