Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31
37
ára. Aldursbilið 35-64 ára var sameiginlegt með öll-
um áföngunum og var það skoðað nánar.
Þátttaka var að meðaltali um 74%. Háþrýstingur
var skilgreindur sem slagþrýstingur & 60mmHg og/
eða lagþrýstingur 3= 95mmHg í báðum mælingum,
og/eða notkun háþrýstingslyfja. Til útreikninga á
nýgengi var notaður hópur IB úr hóprannsókninni á
tímabilinu 1968-1988.
Niðurstöður: Meðalalgengi háþrýstings á tímabil-
inu 1968-1993 hjá konum á aldrinum 35-64 ára var
17,3% og virtist haldast nokkuð stöðugt á tímabil-
inu. Við 35-44 ára aldur var algengi 7,1%, við 45-54
ára aldur 16,8% og við 55-64 ára aldur 24,6%. Með-
höndlun háþrýstings með lyfjum jókst nær þrefalt,
úr 24% árið 1968 upp í 70% árið 1993. Hlutfall
fullnægjandi lyfjameðferðar með tilliti til blóðþrýst-
ingslækkunar hækkaði mest fyrstu 10 árin. Fjöldi
þeirra sem voru meðvitaðar um sinn háþrýsting nær
þrefaldaðist í yngri aldurshópunum.
Meðallagþrýstingurinn í öllum rannsóknarhópn-
um lækkaði um 7mmHg frá 1968-1977 en mun minna
eftir það. Nýgengi nær tvöfaldaðist frá 45 til 64 ára
aldurs, eða frá 1188 á 100.000 á ári upp í 2368 á
100.000 á ári.
Ályktun: Meðalalgengi háþrýstings í íslenskum
konum var um 17%. Algengi nær tvöfaldaðist frá
fertugu til fimmtugs og nær þrefaldaðist á sextugs-
aldri. Bættur árangur lyfjameðferðar til lækkunar á
blóðþrýstingi skilaði sér f umtalsverðri lækkun á
meðalblóðþrýstingi hjá öllu rannsóknarþýðinu á
fyrstu 10 árum rannsóknarinnar. Nýgengi háþrýst-
ings hjá íslenskum konum óx með hækkandi aldri og
virðast niðurstöður rannsóknarinnar mjög sambæri-
legar við erlendar rannsóknir.
E-54. Áhættuþættir kransæðastíflu
meðal kvenna, kvennarannsókn
Hjartaverndar
Lilja Sigrún Jónsdóttir*, Nikulós Sigfússon*, Guð-
mundur Þorgeirsson**, Helgi Sigvaldason*
Frá *Rannsóknarstöð Hjartaverndar, **lyflœkn-
ingadeild Landspítalans
Áhættuþættir kransæðasjúkdóms meðal karla eru
vel þekktir. Grunur hefur leikið á að áhættuþættir
kvenna væru ekki þeir sömu það er að innbyrðis
vægi þeirra væri ólíkt milli kynjanna.
Efniviður: Kvenþátttakendur Hóprannsóknar
Hjartaverndar, 9712 konur fæddar 1908-1935 sem
ekki höfðu kransæðasjúkdóm. Kransæðastíflutil-
fella var leitað á fimm ára tímabili eftir skoðun í
Hjartavernd. Þau voru fengin úr dánarmeinaskrá
fyrir látnar konur en tilfelli þeirra sem lifðu af voru
úr MONICA skráningu Hjartaverndar 1981-1992,
alls 389 tilfelli.
Niðurstöður: Úrvinnsla með Cox fjölliða rann-
sókn leiddi í ljós að þeir þættir sem sjálfstætt vega
þyngst hjá konum eru reykingar, stigvaxandi með
magni. Þannig er stórreykingakonu (reykir meira en
25 sígarettur á dag) 4,7 sinnum hættara við krans-
æðastíflu en þeirri sem ekki reykir. Konu sem reykir
daglega minna en 15 sígarettur er 2,1 sinnum hættara
við kransæðastíflu en þeirri sem ekki reykir. Næst
reykingakonum í áhættu eru konur sem hafa við
skoðun blóðþurrðarbreytingar í hjartalínuriti. Kon-
um sem hafa háan blóðþrýsting og taka blóðþrýst-
ingslyf er hættara við kransæðastíflu, með áhættu
aukna 1,6 sinnum. Konur með sykursýki hafa aukna
áhættu, hlutfall þeirra er 1,28 á ári. Allt eru þetta
marktækir sjálfstæðir áhættuþættir. Aldur vegur til
aukningar sem nemur 1,08 á ári.
Heildarkólesteról gefur hér marktækt vægi sem
1,006 á mg/dL hækkun og þríglýseríðar einnig 1,003
á mg/dL hækkun.
Líkamshæð er verndandi þáttur og fyrri reykingar
reyndust ekki marktækur áhættuþáttur í þessu þýði.
Ályktun: Þótt áhættuþættir kransæðastíflu séu
hinir sömu hjá báðum kynjum er innbyrðis vægi
þeirra ekki eins. Sérstaklega vega reykingar mun
þyngra hjá konum en körlum.
E-55. Þöglar ST-T breytingar á
hjartalínuriti meðal karlmanna í
rannsókn Hjartaverndar
Merki um háþrýsting, þöglan
kransæðasjúkdóm eða hvort tveggja
Emil L. Sigurðsson, Nikulás Sigfússon, Helgi Sig-
valdason, Guðmundur Þorgeirsson
Frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar, lyflœkninga-
deild Landspítalans, Heilsugceslustöðinni Sólvangi,
Hafnarfirði
Markmið rannsóknarinnar var að kanna horfur og
klínísk einkenni karlmanna með þöglar ST-T breyt-
ingar á hjartalínuriti.
Efniviður er 9.139 karlmenn sem fylgt hefur verið
eftir hjá Hjartavernd í fjögur til 24 ár frá 1968 til
1992. Einstaklingar voru flokkaðir í vel skilgreinda
greiningarhópa við fyrstu komu á grundvelii svara
við Rose spurningalista um hjartaöng, sjúkra-
skýrslna frá sjúkrahúsum, niðurstaðna læknisskoð-
unar og hjartalínurits. Eftirfarandi greiningarhópar
voru notaðir: 1. Greint hjartadrep. 2. Ógreint
hjartadrep. 3. Hjartaöng með EKG breytingum. 4.
Hjartaöng án EKG breytinga. 5. Hjartaöng án EKG
breytinga en ekki staðfest af lækni. 6. Þöglar ST-T
breytingar. 7. Engin merki um kransæðasjúkdóm.
Niðurstöður: Algengi þögulla ST-T breytinga er
verulega háð aldri, 2% meðal fertugra karlmanna en
eykst síðan til um 30% við áttrætt. í samanburði við
karla án kransæðásjúkdóms og með eðlilegt hjarta-
rafrit voru þessir einstaklingar eldri, höfðu hærri
serum þríglýseríða og verra sykurþol. Blóðþrýsting-
ur, bæði í hlébili og slagbili var hærri, þeir höfðu
oftar hjartastækkun og voru oftar meðhöndlaðir