Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Síða 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 37 ára. Aldursbilið 35-64 ára var sameiginlegt með öll- um áföngunum og var það skoðað nánar. Þátttaka var að meðaltali um 74%. Háþrýstingur var skilgreindur sem slagþrýstingur & 60mmHg og/ eða lagþrýstingur 3= 95mmHg í báðum mælingum, og/eða notkun háþrýstingslyfja. Til útreikninga á nýgengi var notaður hópur IB úr hóprannsókninni á tímabilinu 1968-1988. Niðurstöður: Meðalalgengi háþrýstings á tímabil- inu 1968-1993 hjá konum á aldrinum 35-64 ára var 17,3% og virtist haldast nokkuð stöðugt á tímabil- inu. Við 35-44 ára aldur var algengi 7,1%, við 45-54 ára aldur 16,8% og við 55-64 ára aldur 24,6%. Með- höndlun háþrýstings með lyfjum jókst nær þrefalt, úr 24% árið 1968 upp í 70% árið 1993. Hlutfall fullnægjandi lyfjameðferðar með tilliti til blóðþrýst- ingslækkunar hækkaði mest fyrstu 10 árin. Fjöldi þeirra sem voru meðvitaðar um sinn háþrýsting nær þrefaldaðist í yngri aldurshópunum. Meðallagþrýstingurinn í öllum rannsóknarhópn- um lækkaði um 7mmHg frá 1968-1977 en mun minna eftir það. Nýgengi nær tvöfaldaðist frá 45 til 64 ára aldurs, eða frá 1188 á 100.000 á ári upp í 2368 á 100.000 á ári. Ályktun: Meðalalgengi háþrýstings í íslenskum konum var um 17%. Algengi nær tvöfaldaðist frá fertugu til fimmtugs og nær þrefaldaðist á sextugs- aldri. Bættur árangur lyfjameðferðar til lækkunar á blóðþrýstingi skilaði sér f umtalsverðri lækkun á meðalblóðþrýstingi hjá öllu rannsóknarþýðinu á fyrstu 10 árum rannsóknarinnar. Nýgengi háþrýst- ings hjá íslenskum konum óx með hækkandi aldri og virðast niðurstöður rannsóknarinnar mjög sambæri- legar við erlendar rannsóknir. E-54. Áhættuþættir kransæðastíflu meðal kvenna, kvennarannsókn Hjartaverndar Lilja Sigrún Jónsdóttir*, Nikulós Sigfússon*, Guð- mundur Þorgeirsson**, Helgi Sigvaldason* Frá *Rannsóknarstöð Hjartaverndar, **lyflœkn- ingadeild Landspítalans Áhættuþættir kransæðasjúkdóms meðal karla eru vel þekktir. Grunur hefur leikið á að áhættuþættir kvenna væru ekki þeir sömu það er að innbyrðis vægi þeirra væri ólíkt milli kynjanna. Efniviður: Kvenþátttakendur Hóprannsóknar Hjartaverndar, 9712 konur fæddar 1908-1935 sem ekki höfðu kransæðasjúkdóm. Kransæðastíflutil- fella var leitað á fimm ára tímabili eftir skoðun í Hjartavernd. Þau voru fengin úr dánarmeinaskrá fyrir látnar konur en tilfelli þeirra sem lifðu af voru úr MONICA skráningu Hjartaverndar 1981-1992, alls 389 tilfelli. Niðurstöður: Úrvinnsla með Cox fjölliða rann- sókn leiddi í ljós að þeir þættir sem sjálfstætt vega þyngst hjá konum eru reykingar, stigvaxandi með magni. Þannig er stórreykingakonu (reykir meira en 25 sígarettur á dag) 4,7 sinnum hættara við krans- æðastíflu en þeirri sem ekki reykir. Konu sem reykir daglega minna en 15 sígarettur er 2,1 sinnum hættara við kransæðastíflu en þeirri sem ekki reykir. Næst reykingakonum í áhættu eru konur sem hafa við skoðun blóðþurrðarbreytingar í hjartalínuriti. Kon- um sem hafa háan blóðþrýsting og taka blóðþrýst- ingslyf er hættara við kransæðastíflu, með áhættu aukna 1,6 sinnum. Konur með sykursýki hafa aukna áhættu, hlutfall þeirra er 1,28 á ári. Allt eru þetta marktækir sjálfstæðir áhættuþættir. Aldur vegur til aukningar sem nemur 1,08 á ári. Heildarkólesteról gefur hér marktækt vægi sem 1,006 á mg/dL hækkun og þríglýseríðar einnig 1,003 á mg/dL hækkun. Líkamshæð er verndandi þáttur og fyrri reykingar reyndust ekki marktækur áhættuþáttur í þessu þýði. Ályktun: Þótt áhættuþættir kransæðastíflu séu hinir sömu hjá báðum kynjum er innbyrðis vægi þeirra ekki eins. Sérstaklega vega reykingar mun þyngra hjá konum en körlum. E-55. Þöglar ST-T breytingar á hjartalínuriti meðal karlmanna í rannsókn Hjartaverndar Merki um háþrýsting, þöglan kransæðasjúkdóm eða hvort tveggja Emil L. Sigurðsson, Nikulás Sigfússon, Helgi Sig- valdason, Guðmundur Þorgeirsson Frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar, lyflœkninga- deild Landspítalans, Heilsugceslustöðinni Sólvangi, Hafnarfirði Markmið rannsóknarinnar var að kanna horfur og klínísk einkenni karlmanna með þöglar ST-T breyt- ingar á hjartalínuriti. Efniviður er 9.139 karlmenn sem fylgt hefur verið eftir hjá Hjartavernd í fjögur til 24 ár frá 1968 til 1992. Einstaklingar voru flokkaðir í vel skilgreinda greiningarhópa við fyrstu komu á grundvelii svara við Rose spurningalista um hjartaöng, sjúkra- skýrslna frá sjúkrahúsum, niðurstaðna læknisskoð- unar og hjartalínurits. Eftirfarandi greiningarhópar voru notaðir: 1. Greint hjartadrep. 2. Ógreint hjartadrep. 3. Hjartaöng með EKG breytingum. 4. Hjartaöng án EKG breytinga. 5. Hjartaöng án EKG breytinga en ekki staðfest af lækni. 6. Þöglar ST-T breytingar. 7. Engin merki um kransæðasjúkdóm. Niðurstöður: Algengi þögulla ST-T breytinga er verulega háð aldri, 2% meðal fertugra karlmanna en eykst síðan til um 30% við áttrætt. í samanburði við karla án kransæðásjúkdóms og með eðlilegt hjarta- rafrit voru þessir einstaklingar eldri, höfðu hærri serum þríglýseríða og verra sykurþol. Blóðþrýsting- ur, bæði í hlébili og slagbili var hærri, þeir höfðu oftar hjartastækkun og voru oftar meðhöndlaðir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.