Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 46
42 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 í ljós komu sjö æxli 1992,121993 og 131994. Sömu ár voru tvö æxli tekin með aðgerð 1992, sex árið 1993 og sjö árið 1994. Með samlagningu fæst að 49 æxli voru greind 1992-1995 og 25 þeirra tekin með aðgerð. E-65. Ofstarfsemi kalkkirtla í íslenskum konum Hóprannsókn á einstaklingum 30-70 ára Ari Jóhannesson, Porvaldur V. Guðmundsson Frá lyflœkningadeild Sjúkrahúss Akraness, rann- sóknadeild Landspítalans Ofstarfsemi kalkkirtla (primer hyperparathyroid- ismus) er samkvæmt nýlegum erlendum rannsókn- um mun algengari en áður var talið. Litróf sjúk- dómsins er breitt, en meirihluti sjúklinga með væg einkenni. Flestir sjúklingar eru miðaldra og eldri konur. Rétt þótti að kanna algengi sjúkdómsins meðal íslenskra kvenna á þeim aldri. Níu hundruð níutíu og níu konur á aldrinum 39-80 ára (meðalaldur 52,5 ár) komu í leitarstöð Krabba- meinsfélags fslands á tímabilinu júní 1994 til febrúar 1995. Mældur var sermisstyrkur kalsíums. Væri hækkun á kalsíumi í sermi var viðkomandi einstak- lingur kallaður til blóðtöku að nýju. Væri kalsíum enn hækkað var mældur sermisstyrkur parathyroi- dea hormóns (intact PTH). Væru að minnsta kosti tvær kalsíummælingar hækkaðar og PTH við efri mörk eða greinilega hækkað taldist einstaklingur vera með ofstarfsemi í kalkkirtlum (primer hyper- parathyroidismus). Meðalstyrkur kalsíums í sermi var 2,42 mmól/L. Lægsta gildi var 2,09 og hæsta gildi 3,04. Tuttugu konur (2,0%) mældust með hækkaðan sermisstyrk kalsíums á bilinu 2,64-3,04. Blóðtaka og kalsíum- mæling var endurtekin hjá 19 þeirra. Eftir það voru sjö sjúklingar með viðvarandi hækkun á kalsíumi í sermi. Hjá öllum þessum konum hefur PTH mælst hækkað (sex konur) eða við efri mörk (ein kona). Þær teljast allar hafa ofstarfsemi í kalkkirtlum (al- gengi 0,7%). A sama tíma, eða janúar til febrúar 1994, var sams konar en sjálfstæð rannsókn gerð á 100 kvenna hópi á Akranesi, 30-70 ára, er voru hluti af úrtaki vegna rannsóknar á algengi Gilberts sjúkdóms á íslandi. Sömu skilmerki voru notuð og í framangreindri rannsókn. Fimm konur reyndust hafa hækkað serm- iskalk. Mælingin var endurtekin hjá fjórum og sátu þá tvær eftir með viðvarandi hækkun (2%). Önnur hefur greinst með hækkað PTH en niður- stöður fyrir hina hafa enn ekki borist. Af rannsókn þessari má ráða að algengi ofstarf- semi kalkkirtla meðal íslenskra kvenna á aldrinum 30-70 ára sé á bilinu 0,7-0,8%. Ofstarfsemi kalk- kirtla telst því vera algengur efnaskiptasjúkdómur meðal íslenskra kvenna. E-66. Algengi ofstarfsemi í skjaldkirtli sjúklinga með gáttatif Sigurður Ólafsson, Uggi Agnarsson, Ari Jóhannesson Frá lyflœkningadeild Sjúkrahúss Akraness Inngangur: Gáttatif (atrial fibrillation) er algengt vandamál, einkum meðal aldraðra. Flestir hafa ein- hvern grunnsjúkdóm í hjarta eða æðakerfi en of- starfsemi í skjaldkirtli er einnig þekkt orsök. Er- lendar rannsóknir hafa sýnt þennan kvilla hjá 3- 25% sjúklinga með gáttatif. Tilgangur rannsóknar- innar var að athuga algengi ofstarfsemi í skjaldkirtli meðal sjúklinga sem leggjast inn á lyflækningadeild og hafa gáttatif. Aðferðir: í afturvirkum hluta rannsóknar var afl- að upplýsinga um skjaldkirtilspróf og grunnsjúk- dóma hjá öllum sjúklingum sem legið höfðu á lyf- lækningadeild og fengið útskriftargreininguna gátta- tif á árunum 1993 og 1994. Framvirkur hluti náði til allra sjúklinga með gáttatif á lyflækningadeild á tímabilinu l.apríl 1995-31. mars 1996. Mælt var TSH og T4 i sermi. Einnig voru skráðir þekktir grunn- sjúkdómar. Niðurstöður: Fjöldi sjúklinga var 112 (52 í aftur- virkum hluta, 60 í framvirkum). Konur voru 43 (38,4%), karlar 69 (61,6%). Niðurstöður úr skjald- kirtilsprófum fcngust hjá 83 sjúklingum. Meðalaldur þeirra var 73,6 ár (28-94). Skjaldkirtilspróf voru afbrigðileg hjá fjórum af 46 körlum (8,7%) og 13 af 37 konum (35%). Níu höfðu einangraða TSH hækk- un, fjórir einangraða TSH lækkun, einn vanstarf- semi í skjaldkirtli og þrír önnur afbrigði. Sem grunn- sjúkdóm höfðu 58 af 112 háþrýsting (52%), 32 krans- æðasjúkdóm (28,6%) og 13 lokusjúkdóm (11,6%). Hjá 22 sjúklingum (19,6%) fannst engin ákveðin orsök gáttatifs. Ályktanir: 1. Ofstarfsemi í skjaldkirtli er sjaldgæf orsök gáttatifs hjá sjúklingum á lyflækningadeild. 2. Ósértæk brenglun á skjaldkirtilsprófum er algeng hjá þessum sjúklingum, líklegast vegna áhrifa sjúk- dóma utan skjaldkirtils eða lyfja. 3. Háþrýstingur, kransæða- og lokusjúkdómar eru algengustu orsakir gáttatifs í þessum hópi sjúklinga. E-67. Mismikil beinþynning í hrygg og lærleggshálsi Þess vegna æskilegt að mæla beinmassa á báðum stöðunum Gunnar Sigurðsson, Díana Óskarsdóttir Frá lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Beinmassamælingar í lendaliðbolum og Iærleggshálsi hafa reynst hafa verulegt forspár- gildi um beinbrot á þessum stöðum. Tilgangur þess- arar rannsóknar var að kanna hversu vel mæling á öðrum staðnum segði til um beinmagn á hinum staðnum í áhættuhópi íslenskra kvenna. Aðferðir og þýði: Beinmagn („bone mineral

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.