Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Side 50
46
LÆKN ABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31
60 ár. Sextán voru jafnframt með sjúkdóm í munni,
sex í húð en einungis þrír með sár á kynfærum.
Flestir kvörtuðu um særindi við kyngingu, tregðu
eða hvoru tveggja. Við speglun á vélinda sáust fleið-
ur (erosions) í átta sjúklingum, blöðrur í þremur og
sár hjá þremur. Tveir sjúklingar voru með þrengingu
í vélinda. Fyrstu einkenni um sjúkdóminn voru oft-
ast frá munni.
Niðurstaða: Vélindabólga af völdum pemphigus
vulgaris er sjaldgæfur sjúkdómur sem leggst aðallega
á eldri konur. Hjá sjúklingum með pemphigus
vulgaris í munnslímhúð þarf að hafa í huga að sjúk-
dómurinn geti jafnframt verið í vélinda, einkum ef
óþægindi við kyngingu eru til staðar.
E-75. Framskyggn rannsókn á
bráðri nýrnabilun á Landspítalanum
á fjögurra mánaða tímabili
Helgi Kr. Sigmundsson, Steinar Guðmundsson, Páll
Ásmundsson, Magnús Böðvarsson
Frá blóðskilunardeild og lyflœkningadeild Landspít-
alans
Inngangur: Á undanförnum árum hafa orðið
miklar breytingar bæði á sviði handlækninga og lyf-
lækninga. Margt bendir til þess að breyttar aðferðir
hafi áhrif á tíðni bráðrar nýrnabilunar. Faraldsfræði-
legar rannsóknir á bráðri nýrnabilun eru fáar. Tíðni
bráðrar nýrnabilunar hefur aldrei verið athuguð á
íslandi. Því er full þörf rannsóknar á þessu ástandi.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hver tíðni
bráðrar nýrnabilunar væri á meðal sjúklinga sem
leggjast inn á Landspítalann og að kanna afdrif
þeirra.
Aðferðir: Frá 3. desember 1994 til 3. apríl 1995 var
framkvæmd framskyggn rannsókn á öllum sjúkling-
um sem lögðust inn á lyf,- hand- og krabbameins-
lækningadeildir Landspítalans. Allir sem mældust
með sermiskreatínín yfir 140 mcg/L voru athugaðir
með tilliti til bráðrar nýrnabilunar. Skerðing nýrna-
starfsemi var skilgreind bráð ef sermiskreatínín
hækkaði um 50% eða um 50 mcg/L frá grunngildi.
Fylgst var með sjúkraskrám sjúklinga reglulega
meðan á rannsókninni stóð og í þrjá mánuði eftir að
henni lauk. Þannig var reynt að ákvarða eftir föng-
um orsök, sjúkdómsgreiningu og afdrif sjúklinga.
Niðurstöður: Alls uppfylltu 78 sjúklingar skil-
merki rannsóknarinnar, 32 á handlækningadeild, 42
á lyflækningadeild og fjórir á krabbameinslækninga-
deild. Heildartíðnin var 2,7% eða 78 af 2887 inn-
lögnum. Alls létust 24 (30,4%) meðan á rannsókn-
inni stóð. Dánartíðni hækkaði eftir því sem sjúkling-
arnir höfðu hærra sermiskreatínín og þeir sem voru
með sermiskreatínín yfir 400 mcg/L voru með 63,2%
(12/19) dánartíðni. Athyglisvert er að þeir sem
mældust hæst með sermiskreatínín eða yfir 200
mcg/L höfðu 20,6% dánartíðni (7/34). Prerenal
ástand var hjá 44 (55,7%) sem var algengast. Al-
gengustu orsakir bráðrar nýrnabilunar voru; lyf,
acute tubular necrosis, þurrkur og hjartabilun (í
þessari röð).
Ályktun: 1. Tíðni bráðrar nýrnabilunar á Land-
spítalanum er tiltölulega lág. 2. Dánartíðni sjúklinga
með bráða nýrnabilun er svipuð og sést hefur í er-
lendum rannsóknum. 3. Ástæða er til þess að taka
tiltölulega litla hækkun á sermiskreatíníni alvarlega
ef hún er bráð, enda hafa þeir sjúklingar nokkuð háa
dánartíðni.
E-76. Meðferð langvinnrar
nýrnabilunar á Landspítalanum
1968-1995
Páll Ásmundsson, Magnús Böðvarsson
Frá lyflœkningadeild Landspítalans
Blóðskilun hófst á Landspítalanum 15. ágúst 1968.
Til ársloka 1995 hafði 181 sjúklingur hlotið skilun
og/eða ígræðslu.
Til samanburðar er þessum tíma skipt í þrjú tíma-
bil. Meðalnýgengi í nýrnabilunarmeðferð á tímabil-
unum fór sívaxandi: 2,7; 5 og 12,1 á ári. Sjúklingar
skiptust nokkuð jafnt á bæði kyn þar til karlar sigu
fram úr síðustu níu árin en það er í samræmi við
reynslu nágrannaþjóða. Karlar eru alls 101 en konur
80. Meðalaldur við upphaf nýrnabilunarmeðferðar
var nær 14 árum hærri á síðasta tímabili en hinu
fyrsta. Aldursdreifing er mikil, yngsti sjúklingurinn
sjö mánaða en sá elsti 82 ára. Fjölgun síðari tímabilin
er þó sýnu mest í aldurshópunum 40-70 ára.
Hvað varðar orsakir nýrnabilunar olli sykursýki
bilun í 12% tilfella síðasta tímabilið en hafði ekki
sést fyrr. Arfgeng blöðrunýru ollu bilun í 27% til-
fella á öðru tímabili og í 15% og 17% í hinum.
Hlutfall þetta er hærra en gerist á öðrum Norður-
löndum en nýgengi blöðrunýrna í nýmabilunarmeð-
ferð miðað við fólksfjölda virðist þó vart hærra hér.
Langflestir byrja nýrnabilunarmeðferð í blóðskil-
un eða 95. Aðeins 10 lentu í kviðskilun sem fyrstu
meðferð en hún var ekki tekin upp sem nýrnabilun-
armeðferð fyrr en 1985. Þá hafa sjö sjúklingar farið
beint í ígræðslu, hinn fyrsti 1984.
Fyrsta nýrað var grætt í íslenskan sjúkling 1970.
Alls hafa 89 nýru verið grædd í 83 sjúklinga eða 46%
sjúklingahópsins. fgræðslur voru 13 og 21 fyrstu
tímabilin en 55 síðasta tímabilið. Ber þar mest á
nýrum úr lifandi gjöfum sem voru nær helmingi fleiri
en nánýrnagjafar.
Sjúklingum í nýrnabilunarmeðferð í árslok hefur í
heild fjölgað mjög, einkum síðasta áratuginn og
voru 89 í árslok 1995, það er 55 ígræðslusjúklingar,
26 í blóðskilun og átta í kviðskilun.
Af sjúklingum er hófu nýrnabilunarmeðferð Iifðu
63% af fyrsta árið á fyrsta tímabili, 87% á því næsta,
en 81% á bilinu 1987-1994. Lifunarkúrfur sýna lengri
lifun á síðari tímabilunum en hinu fyrsta.