Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 50
46 LÆKN ABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 60 ár. Sextán voru jafnframt með sjúkdóm í munni, sex í húð en einungis þrír með sár á kynfærum. Flestir kvörtuðu um særindi við kyngingu, tregðu eða hvoru tveggja. Við speglun á vélinda sáust fleið- ur (erosions) í átta sjúklingum, blöðrur í þremur og sár hjá þremur. Tveir sjúklingar voru með þrengingu í vélinda. Fyrstu einkenni um sjúkdóminn voru oft- ast frá munni. Niðurstaða: Vélindabólga af völdum pemphigus vulgaris er sjaldgæfur sjúkdómur sem leggst aðallega á eldri konur. Hjá sjúklingum með pemphigus vulgaris í munnslímhúð þarf að hafa í huga að sjúk- dómurinn geti jafnframt verið í vélinda, einkum ef óþægindi við kyngingu eru til staðar. E-75. Framskyggn rannsókn á bráðri nýrnabilun á Landspítalanum á fjögurra mánaða tímabili Helgi Kr. Sigmundsson, Steinar Guðmundsson, Páll Ásmundsson, Magnús Böðvarsson Frá blóðskilunardeild og lyflœkningadeild Landspít- alans Inngangur: Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar bæði á sviði handlækninga og lyf- lækninga. Margt bendir til þess að breyttar aðferðir hafi áhrif á tíðni bráðrar nýrnabilunar. Faraldsfræði- legar rannsóknir á bráðri nýrnabilun eru fáar. Tíðni bráðrar nýrnabilunar hefur aldrei verið athuguð á íslandi. Því er full þörf rannsóknar á þessu ástandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hver tíðni bráðrar nýrnabilunar væri á meðal sjúklinga sem leggjast inn á Landspítalann og að kanna afdrif þeirra. Aðferðir: Frá 3. desember 1994 til 3. apríl 1995 var framkvæmd framskyggn rannsókn á öllum sjúkling- um sem lögðust inn á lyf,- hand- og krabbameins- lækningadeildir Landspítalans. Allir sem mældust með sermiskreatínín yfir 140 mcg/L voru athugaðir með tilliti til bráðrar nýrnabilunar. Skerðing nýrna- starfsemi var skilgreind bráð ef sermiskreatínín hækkaði um 50% eða um 50 mcg/L frá grunngildi. Fylgst var með sjúkraskrám sjúklinga reglulega meðan á rannsókninni stóð og í þrjá mánuði eftir að henni lauk. Þannig var reynt að ákvarða eftir föng- um orsök, sjúkdómsgreiningu og afdrif sjúklinga. Niðurstöður: Alls uppfylltu 78 sjúklingar skil- merki rannsóknarinnar, 32 á handlækningadeild, 42 á lyflækningadeild og fjórir á krabbameinslækninga- deild. Heildartíðnin var 2,7% eða 78 af 2887 inn- lögnum. Alls létust 24 (30,4%) meðan á rannsókn- inni stóð. Dánartíðni hækkaði eftir því sem sjúkling- arnir höfðu hærra sermiskreatínín og þeir sem voru með sermiskreatínín yfir 400 mcg/L voru með 63,2% (12/19) dánartíðni. Athyglisvert er að þeir sem mældust hæst með sermiskreatínín eða yfir 200 mcg/L höfðu 20,6% dánartíðni (7/34). Prerenal ástand var hjá 44 (55,7%) sem var algengast. Al- gengustu orsakir bráðrar nýrnabilunar voru; lyf, acute tubular necrosis, þurrkur og hjartabilun (í þessari röð). Ályktun: 1. Tíðni bráðrar nýrnabilunar á Land- spítalanum er tiltölulega lág. 2. Dánartíðni sjúklinga með bráða nýrnabilun er svipuð og sést hefur í er- lendum rannsóknum. 3. Ástæða er til þess að taka tiltölulega litla hækkun á sermiskreatíníni alvarlega ef hún er bráð, enda hafa þeir sjúklingar nokkuð háa dánartíðni. E-76. Meðferð langvinnrar nýrnabilunar á Landspítalanum 1968-1995 Páll Ásmundsson, Magnús Böðvarsson Frá lyflœkningadeild Landspítalans Blóðskilun hófst á Landspítalanum 15. ágúst 1968. Til ársloka 1995 hafði 181 sjúklingur hlotið skilun og/eða ígræðslu. Til samanburðar er þessum tíma skipt í þrjú tíma- bil. Meðalnýgengi í nýrnabilunarmeðferð á tímabil- unum fór sívaxandi: 2,7; 5 og 12,1 á ári. Sjúklingar skiptust nokkuð jafnt á bæði kyn þar til karlar sigu fram úr síðustu níu árin en það er í samræmi við reynslu nágrannaþjóða. Karlar eru alls 101 en konur 80. Meðalaldur við upphaf nýrnabilunarmeðferðar var nær 14 árum hærri á síðasta tímabili en hinu fyrsta. Aldursdreifing er mikil, yngsti sjúklingurinn sjö mánaða en sá elsti 82 ára. Fjölgun síðari tímabilin er þó sýnu mest í aldurshópunum 40-70 ára. Hvað varðar orsakir nýrnabilunar olli sykursýki bilun í 12% tilfella síðasta tímabilið en hafði ekki sést fyrr. Arfgeng blöðrunýru ollu bilun í 27% til- fella á öðru tímabili og í 15% og 17% í hinum. Hlutfall þetta er hærra en gerist á öðrum Norður- löndum en nýgengi blöðrunýrna í nýmabilunarmeð- ferð miðað við fólksfjölda virðist þó vart hærra hér. Langflestir byrja nýrnabilunarmeðferð í blóðskil- un eða 95. Aðeins 10 lentu í kviðskilun sem fyrstu meðferð en hún var ekki tekin upp sem nýrnabilun- armeðferð fyrr en 1985. Þá hafa sjö sjúklingar farið beint í ígræðslu, hinn fyrsti 1984. Fyrsta nýrað var grætt í íslenskan sjúkling 1970. Alls hafa 89 nýru verið grædd í 83 sjúklinga eða 46% sjúklingahópsins. fgræðslur voru 13 og 21 fyrstu tímabilin en 55 síðasta tímabilið. Ber þar mest á nýrum úr lifandi gjöfum sem voru nær helmingi fleiri en nánýrnagjafar. Sjúklingum í nýrnabilunarmeðferð í árslok hefur í heild fjölgað mjög, einkum síðasta áratuginn og voru 89 í árslok 1995, það er 55 ígræðslusjúklingar, 26 í blóðskilun og átta í kviðskilun. Af sjúklingum er hófu nýrnabilunarmeðferð Iifðu 63% af fyrsta árið á fyrsta tímabili, 87% á því næsta, en 81% á bilinu 1987-1994. Lifunarkúrfur sýna lengri lifun á síðari tímabilunum en hinu fyrsta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.