Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 74
66 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 V-35. Wilmsæxli á íslandi 1961-1995 Ingólfur Einarssoii*, Tómas Guðbjartsson**, Guð- mundur VikarEinarsson**, ***, Jóhann Heiðar Jó- hannsson****, Guðmundur Jónmundsson*, Guð- mundur Bjarnason* Frá *Barnaspítala Hringsins, **þvagfœraskurðdeild Landspítalans, ***lœknadeild HÍ, ****Rannsókna- stofu HI í meinafrœði Wilmsæxli er illkynja sjúkdómur í nýrum og grein- ist yfirleitt hjá ungum börnum. Lítið er vitað um sjúkdóminn hér á landi. Tilgangur þessarar aftur- skyggnu rannsóknar var að kanna faraldsfræði Wilmsæxla á íslandi, sjúkdómseinkenni, meðferð og lífshorfur sjúklinganna. Alls greindust 17 einstaklingar, 15 börn og tveir fullorðnir (25 og 29 ára) með sjúkdóminn á tímabil- inu 1.1. 1961-31.12. 1995, samkvæmt Krabbameins- skrá Krabbameinsfélags íslands. Meðalaldur barn- anna var 33 mánuðir (fimm mánuðir- sex ára). Kvenkyns einstaklingar voru fleiri en karlkyns, eða 10 á móti sjö. Upplýsingar um einkenni, niðurstöður rannsókna og meðferð fengust úr sjúkraskrám. Öll vefjasýnin voru yfirfarin og æxlin stiguð (NWTS flokkun). Nýgengi á rannsóknartímabilinu reyndist 0,2 (1,0 fyrir börn; undir 15 ára). Helstu einkenni voru fyrir- ferð í kviðarholi (65%) og kviðverkir/óværð (53%). Þvagfæramyndataka, gerð í 14 tilvikum, leiddi alltaf í ljós sjúkdóm í nýra. Við greiningu var einn ein- staklingur á stigi I (6%), sex á stigi II (35%) og sjö á stigi III (41%). Tveir voru með meinvörp í lungum (stig IV) og einn með æxli í báðum nýrum (stig V) og er hann á lífi f dag. Nýrabrottnám var gert hjá öllum, en tveir dóu í kjölfar aðgerðar (skurðdauði 12%). Af hinum 15 fengu 13 geislameðferð og 12 lyfjameðferð (10 fengu bæði geisla og lyf). Meingerð æxlanna var hefðbundin en villivöxtur (anaplasia) sást í einu til- viki. Fimm ára lifun þeirra átta sem greindust 1961- 1976 er 25% og 61% fyrir þá sem greindust 1977- 1995 (p=0,13). Fyrir hópinn í heild eru fimm ára lífshorfur 42%. Wilmsæxli eru sjaldgæf á íslandi. Nýgengi er svip- að og í vestrænum löndum. A síðari hluta rannsókn- artímabilsins er tilhneiging til bættra lífshorfa, senni- lega vegna breyttrar meðferðar. V-36. Stærð á kirtilæxlum í ristli Hversu nákvæmt er mat við ristilspeglun Ásgeir Theodórs*,**,***, Rosalind U van Stolk*, Joel E Richter* Frá *meltingarsjúkdómadeild, Cleveland Clinic Foundation (CCF), Oliio, USA, **lyflœkningadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, ***lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Stærð er einn þeirra þátta, sem notað- ir eru til að skilgreina þróaða meingerð (advanced pathology) kirtilæxla (adenomatous polyps), sem getur leitt til illkynja breytinga. Ekki er að fullu vitað hversu nákvæmt mat á stærð sepa er við spegl- un, en það hefur áhrif á niðurstöður rannsókna sem byggja á stærð kirtilæxla. Vefjasýni er talið minnka eitthvað við brottnám með snöru og í formalíni. Aðferðir: Afturvirk athugun fór fram með því að kanna upplýsingar úr kirtilæxlaskrá (CCF). Farið var yfir lýsingar á ristilspeglunum og meinafræði frá 1. janúar 1978 til 31. desember 1988 (10 ár). ÖIl kirtilæxli (112) sem höfðu hágráðu rangvöxt (high grade dysplasia) voru tekin með í athugunina. Lýs- ingar á ristilspeglunum og mat á stærð kirtilæxlis var gerð af reyndum meltingarsérfræðingum. í lýsingum frá meinafræðingi var stærð kirtilæxlis mæld stærð. Stærð kirtilæxlis eins og lýst við speglun var síðan borin saman við stærstu mælda stærð. Sama stærð (±10%) var ákveðin og frávik frá vefjafræðilegri mælingu metin og 10% frávik á stærð, stærri eða minni eins og ákvarðað við speglun. Niðurstöður: Af 112 kirtilæxlum, sem höfðu há- gráðu rangvöxt, var til stærðarmat við speglun og vefjafræðilega mæling í 95 tilvikum (85%). Mesta frávik við speglun bæði of- og vanmat á stærð kirtil- æxlis var 4 sm og 1 sm. Vefjafræðilega mælt meðal- talsgildi fyrir kirtilæxli var 1,4 sm (0,2 - 5,4 sm), en við speglun var meðaltalsgildi 1,6 sm (0,4 - 5 sm) (±13%). Af 95 kirtilæxlum voru 24 æxli (25%) met- in minni en þegar mæld, en 54 kirtilæxli (57%) voru metin stærri við speglun en við vefjafræðilega mæl- ingu. Sömu stærð höfðu 17 kirtilæxli (18%). Stærstur hluti (75%) kirtilæxlanna var við speglun metinn stærri eða samur að stærð borið saman við beina vefjafræðilega mælingu. Niðurstöður: 1. Það er góð fylgni á milli stærðar á kirtilæxlun sem metin er við ristilspeglun og vefja- fræðilega mældrar stærðar. 2. Stærð kirtilæxlis er sennilega vægt vanmetin við speglun þrátt fyrir reynslu þess sem framkvæmir rannsóknina. 3. Ólík- legt er að metin stærð á kirtilæxli við ristilspeglun skekki markvert niðurstöður rannsókna eða hafi af- gerandi áhrif á mat á þróaðri meingerð í kirtilæxli. V-37. Tíðni bráð- og valaðgerða og dánartíðni vegna ætisárs (ulcus pepticum) á íslandi Hildur Thors*, Cecilie Svanes**, Bjarni Þjóðleifs- son* Frá *lyflœkningadeild Landspítalans, **lyflœkn- ingadeild Haukeland Sykehus, Bergen, Noregi Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða tíðni sársjúkdóms í efri hluta meltingarvegar og dánartíðni vegna þessa sjúkdóms. Erlendar rann- sóknir hafa á síðustu árum sýnt að tíðni holsára og dánartíðni sársjúkdóms hefur fylgt svokölluðu kyn- slóðamynstri. Þessi rannsókn hefur þá sérstöðu að

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.