Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 74
66 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 V-35. Wilmsæxli á íslandi 1961-1995 Ingólfur Einarssoii*, Tómas Guðbjartsson**, Guð- mundur VikarEinarsson**, ***, Jóhann Heiðar Jó- hannsson****, Guðmundur Jónmundsson*, Guð- mundur Bjarnason* Frá *Barnaspítala Hringsins, **þvagfœraskurðdeild Landspítalans, ***lœknadeild HÍ, ****Rannsókna- stofu HI í meinafrœði Wilmsæxli er illkynja sjúkdómur í nýrum og grein- ist yfirleitt hjá ungum börnum. Lítið er vitað um sjúkdóminn hér á landi. Tilgangur þessarar aftur- skyggnu rannsóknar var að kanna faraldsfræði Wilmsæxla á íslandi, sjúkdómseinkenni, meðferð og lífshorfur sjúklinganna. Alls greindust 17 einstaklingar, 15 börn og tveir fullorðnir (25 og 29 ára) með sjúkdóminn á tímabil- inu 1.1. 1961-31.12. 1995, samkvæmt Krabbameins- skrá Krabbameinsfélags íslands. Meðalaldur barn- anna var 33 mánuðir (fimm mánuðir- sex ára). Kvenkyns einstaklingar voru fleiri en karlkyns, eða 10 á móti sjö. Upplýsingar um einkenni, niðurstöður rannsókna og meðferð fengust úr sjúkraskrám. Öll vefjasýnin voru yfirfarin og æxlin stiguð (NWTS flokkun). Nýgengi á rannsóknartímabilinu reyndist 0,2 (1,0 fyrir börn; undir 15 ára). Helstu einkenni voru fyrir- ferð í kviðarholi (65%) og kviðverkir/óværð (53%). Þvagfæramyndataka, gerð í 14 tilvikum, leiddi alltaf í ljós sjúkdóm í nýra. Við greiningu var einn ein- staklingur á stigi I (6%), sex á stigi II (35%) og sjö á stigi III (41%). Tveir voru með meinvörp í lungum (stig IV) og einn með æxli í báðum nýrum (stig V) og er hann á lífi f dag. Nýrabrottnám var gert hjá öllum, en tveir dóu í kjölfar aðgerðar (skurðdauði 12%). Af hinum 15 fengu 13 geislameðferð og 12 lyfjameðferð (10 fengu bæði geisla og lyf). Meingerð æxlanna var hefðbundin en villivöxtur (anaplasia) sást í einu til- viki. Fimm ára lifun þeirra átta sem greindust 1961- 1976 er 25% og 61% fyrir þá sem greindust 1977- 1995 (p=0,13). Fyrir hópinn í heild eru fimm ára lífshorfur 42%. Wilmsæxli eru sjaldgæf á íslandi. Nýgengi er svip- að og í vestrænum löndum. A síðari hluta rannsókn- artímabilsins er tilhneiging til bættra lífshorfa, senni- lega vegna breyttrar meðferðar. V-36. Stærð á kirtilæxlum í ristli Hversu nákvæmt er mat við ristilspeglun Ásgeir Theodórs*,**,***, Rosalind U van Stolk*, Joel E Richter* Frá *meltingarsjúkdómadeild, Cleveland Clinic Foundation (CCF), Oliio, USA, **lyflœkningadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, ***lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Stærð er einn þeirra þátta, sem notað- ir eru til að skilgreina þróaða meingerð (advanced pathology) kirtilæxla (adenomatous polyps), sem getur leitt til illkynja breytinga. Ekki er að fullu vitað hversu nákvæmt mat á stærð sepa er við spegl- un, en það hefur áhrif á niðurstöður rannsókna sem byggja á stærð kirtilæxla. Vefjasýni er talið minnka eitthvað við brottnám með snöru og í formalíni. Aðferðir: Afturvirk athugun fór fram með því að kanna upplýsingar úr kirtilæxlaskrá (CCF). Farið var yfir lýsingar á ristilspeglunum og meinafræði frá 1. janúar 1978 til 31. desember 1988 (10 ár). ÖIl kirtilæxli (112) sem höfðu hágráðu rangvöxt (high grade dysplasia) voru tekin með í athugunina. Lýs- ingar á ristilspeglunum og mat á stærð kirtilæxlis var gerð af reyndum meltingarsérfræðingum. í lýsingum frá meinafræðingi var stærð kirtilæxlis mæld stærð. Stærð kirtilæxlis eins og lýst við speglun var síðan borin saman við stærstu mælda stærð. Sama stærð (±10%) var ákveðin og frávik frá vefjafræðilegri mælingu metin og 10% frávik á stærð, stærri eða minni eins og ákvarðað við speglun. Niðurstöður: Af 112 kirtilæxlum, sem höfðu há- gráðu rangvöxt, var til stærðarmat við speglun og vefjafræðilega mæling í 95 tilvikum (85%). Mesta frávik við speglun bæði of- og vanmat á stærð kirtil- æxlis var 4 sm og 1 sm. Vefjafræðilega mælt meðal- talsgildi fyrir kirtilæxli var 1,4 sm (0,2 - 5,4 sm), en við speglun var meðaltalsgildi 1,6 sm (0,4 - 5 sm) (±13%). Af 95 kirtilæxlum voru 24 æxli (25%) met- in minni en þegar mæld, en 54 kirtilæxli (57%) voru metin stærri við speglun en við vefjafræðilega mæl- ingu. Sömu stærð höfðu 17 kirtilæxli (18%). Stærstur hluti (75%) kirtilæxlanna var við speglun metinn stærri eða samur að stærð borið saman við beina vefjafræðilega mælingu. Niðurstöður: 1. Það er góð fylgni á milli stærðar á kirtilæxlun sem metin er við ristilspeglun og vefja- fræðilega mældrar stærðar. 2. Stærð kirtilæxlis er sennilega vægt vanmetin við speglun þrátt fyrir reynslu þess sem framkvæmir rannsóknina. 3. Ólík- legt er að metin stærð á kirtilæxli við ristilspeglun skekki markvert niðurstöður rannsókna eða hafi af- gerandi áhrif á mat á þróaðri meingerð í kirtilæxli. V-37. Tíðni bráð- og valaðgerða og dánartíðni vegna ætisárs (ulcus pepticum) á íslandi Hildur Thors*, Cecilie Svanes**, Bjarni Þjóðleifs- son* Frá *lyflœkningadeild Landspítalans, **lyflœkn- ingadeild Haukeland Sykehus, Bergen, Noregi Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða tíðni sársjúkdóms í efri hluta meltingarvegar og dánartíðni vegna þessa sjúkdóms. Erlendar rann- sóknir hafa á síðustu árum sýnt að tíðni holsára og dánartíðni sársjúkdóms hefur fylgt svokölluðu kyn- slóðamynstri. Þessi rannsókn hefur þá sérstöðu að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.