Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 5
RAÐSTAFANIR GEGN KREPPUNNI
Tillögur Hoovers og siðustu heimsviðburðir.
AðstaÖa þjöðanna.
Heimskreppan hefir nú staðið
um all-langt skeið, og hefir nú
sennilega náð hámarki sínu, enda
hafa þjóðirnar nú loksins risið
upp til þess að reyna að bæta úr
vandræðunum, og vissulega var
það á síðustu stundu.
Þau þjóðfélög, sem byggja til-
veru sína á margra alda þróun,
hafa aldrei átt við jafnmikla erf-
iðleika að etja og nú, enda hafa
nýgræðingar risið upp við hlið
þeirra, ríki, sem byggð eru á
kenningum einum, án þess að
hafa staðist raun tímans, en sem
gera það að verkum, að einstakl-
ingar þróunar þjóðfélaganna
standa sundraðir í baráttunni nú
hegar mest á reynir.
Allt bendir til þess, að á lausn
beirrar kreppu, sem nú ríkir,
Velti skipulag og framtíð þjóð-
félaganna; ef að heppileg lausn
fæst, verði hin gömlu þjóðfélög
enn þá rótgrónari, en falli ann-
ars í rústir.
Rússar neituðu að greiða ó-
friðarskuldir sínar, og héldu inn
á þá braut að byggja þjóðfélag-
ið upp að nýju, og það á svo
skömmum tíma, að slíks eru eng-
in dæmi.
Hefir þeim tekist að fá lýð-
inn til að leggja ákaflega mikið
að sér, neita sér um öll lífsþæg-
indi, í þeirri óbifanlegu trú, að
þetta sé leiðin út úr ógöngunum,
en til þess að koma þessu í fram-
kvæmd hefir meiri kúgun átt sér
stað, en hægt er að gera sér
grein fyrir. Helzt mætti þó líkja
því við harðstjórn Faraóanna,
sem létu þræla sína reisa stór-
fengleg musteri, sem menn undr-
ast enn í dag, en sem enginn veit,
hvað kostað hafa af mannslífum,
og þjáningum fyrir þá, sem að
þessu hafa unnið.
Aðrar þjóðir hafa heldur ekki
26*