Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 6
404
Ráðstafanir gegn kreppunni.
[fitefnir
kosið að fara kúgunarleið Rússa,
en búa við borgaralegt þjóð-
skipulag, sem þróunin hefir
skapað, og mest lífsþægindi og
framtaksgetu hefir veitt þegnun-
Hoouer forseti.
um. Flestar eru þær úttaugaðar
eftir ófriðinn og sokknar í botn-
lausar skuldir, en afleiðingin af
því hefir orðið sú, að allsstaðar
er sú stefna ríkjandi, að búa sem
mest að sínu, enda hefir kaup-
getan orðið lítil eða engin.
Á stríðsárunum voru það
Bandaríkin ein, sem græddu of-
fjár, og allar Evrópuþjóðir urðu
þeim háðar, fjárhagslega, og frá
ófriðarlokum hafa stöðugt runn-
ið óhemjuháar upphæðir til A-
meríku sem greiðslur á þeim
skuldum, sem mynduðust á stríðs
árunum, og nú er svo komið, að
Þjóðverjar, sem urðu harðast úti,
geta ekki lengur staðið í skilum.
Upphaf kreppunnar.
Fyrir tveimur árum skall
kreppan á í Bandaríkjunum, og
lýsti hún sér þá fyrst í ógurlegu
verðhruni, sem orsakaði mikla
truflun í fjármálalífinu um heim
allan sökum þess að menn hugðu
þá, að hún myndi aðeins ná til
kauphallanna; en það sýndi sig
brátt, að hún átti dýpri rætur.
— Auk verðhrunsins á bréfum
kauphallanna, dró ákaflega úr
heimsverzluninni, atvinnuleysi
jókst og offramleiðsla kom í ljós
hjá einstaka iðnaðargreinum, og
hrun á vöruverðinu rak enda-
hnútinn á þessi ytri einkenni
kreppunnar.
Linað á kröfunum.
Það er næsta eftirtektarvert,
að allt til þessa dags hafa Banda-
ríkin krafist alls þess fjár, sem
, þau lánuðu Evrópuríkjunum, og
gengið hart eftir greiðslum, en
nú í vetur virðast þau hafa far'
ið að skilja, að þau yrðu að