Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 7
Stefnir]
Ráðstafanir gegn kreppunni.
405
slaka til. að einhverju leyti, ef
að vel ætti að vera, og séð, að
þýðingarlaust var að daufheyrast
lengur við stunum Evrópuþjóð-
anna undan ófriðarskuldunum.
Síðastliðinn vetur fór einhver
færasti fjármálamaður Þjóðverja,
dr. Schact til Ameríku, og skýrði
þar frá ástandinu í Þýzkalandi.
Nokkru seinna komu þeir Stimson
og Mellon sem fulltrúar Banda-
ríkjanna hingað til álfu til skrafs
og ráðagerða, og þótti þá sýnt,
að eitthvað myndi gert verða til
bóta, því eins og einn af merk-
ari stjórnmálamönnum Breta
sagði: ,,Þá eru líkindi til, að
Ameríka hafi frekari skilning á
hörmungum Evrópu, eftir að hún
sjálf hefir átt við erfiðleika að
stríða í tvö ár. Meðan Ameríka
blædi sig í gulli og þóttist eiga
allan heiminn, þá voru engin lík-
indi til, að hún mundi blíðkast
eða sannfærast, en nú getur hugs
ast, að samvinna takist með álf-
unum, að sameiginlegir erfiðleik-
ar vald meiri samúð, samninga-
lipurð og sanngirni".
20. júní síðastliðinn barst líka
sú fregn út um heiminn, sem
vakti almennan fögnuð og hrifn-
’ngu meðal hinna þjökuðu þjóða,
en það voru þær tillögur, sem
Hoover, Bandaríkjaforseti bar
fram, og voru á þá leið, að frest-
að skyldi öllum skuldagreiðslum
milli ríkjanna um eitt ár.
Owen Young,
sem Yuongsamþykktin er kennd við.
Innri orsakir.
Tillögur þessar byggðust auð-
vitað nokkuð á því', hvernig á-
statt var í Þýzkalandi, en þó
munu þær einnig hafa átt ræt-
ur sínar að rekja til annara or-
saka, eins og nú skal sýnt.
Eins og menn muna, ef til vill,
var Hoover kosinn til forseta
með miklum atkvæðamun, og