Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Side 19
SUMARSKOLI I SAMBANDI VIÐ
HÁSKÓLA ÍSLANDS.
Eftir dr. Guðm. J. Gíslason, Grand Forks, N. Dak.
Eitt kvöld á síðastliðnu sumri,
stuttu eftir Alþingishátíðina, sátu
þrír menn að kvöldverði í Hótel
Borg. Tveir af þessum borðgest-
um voru háttstandandi leiðtogar
sinn í hvorum aðal pólitísku
flokkanna í landinu, nákomnir
Háskóla íslands, og í fremstu
fylkingu þeirra manna, sem ósér-
hlífnastir hafa verið í framfara
baráttu þjóðarinnar. Sá þriðji var
einn af íslands týndu sonum, sem
út var borinn á barnsaldri. Hann
Var nú gestur að garði kominn
veifalaus og í annarlegu gervi.
Yfir borðum var fjörugt rætt
um ýmisleg málefni, sem öll
snertu að einhverju leyti ísland
°e framtíð þess. Það var minnst
ú íslenzka jarðrækt, kvikfjár-
fa5kt, sjávarútveg og aðra at-
vinnuvegi; á verzlun íslands við
bnnur lönd; á framfarir í lifnað-
arháttum, húsnæði, og lífsþæg-
indum; á notkun bíla og flug-
færa; á brúarbyggingar og vega-
bætur; og á beinar samgöngur
við Ameríku. Það var talið lík-
legt, að mögulegt væri að fá eitt-
hvert af stóru hafskipafélögun-
um til að láta skip koma við í
Reykjavík á austur og vesturleið,
svo sem einu sinni í mánuði að
sumrinu til að minnsta kosti. Það
var líka talað um fegurð íslands:
um fjöllin og dalina, um áimar
og fossana, um laugarnar og
hve»ana, og allt það borið saman
við samskonar afbrigði í öðrum
löndum, svo sem Noregi, Sviss
og Ameríku. Því allir höfðu borð-
gestirnir víða farið.
Síðasta málefnið, sem tekið var
til íhugunar, var stofnun sumar-
skóla í sambandi við Háskóla Is-
lands, þar sem lærdómsfólki frá
27