Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Side 26
424
þeirra, sem tilsagnar óska í þessu.
stunda sjálfir kennslu að vetrin-
um. Þá hafa og flestir þá hug-
mynd, að Island sé ógurlegur stað-
ur að vetrinum, og það er engin
leið að fá menn til þess að fara
þangað nema að sumrinu, fyrr en
þeir hafa kynnzt því sjálfir. Fn
eins og nú er, má heita gagns-
iaust að koma til íslands að sumr-
inu, til þess að læra málið. Hvergi
er hægt að hlýða á fyrirlestra eða
komast í samræður við menn, að
minnsta kosti ekki fyrir ókunn-
uga. Eina ráðið er að fá sér
einkakennslu, en það er bæði dýrt,
og vantar auk þess það fjör og
líf, sem er í því að vera í hópi
þeirra, sem sama. verk stunda. Og
svo er undir hælinn lagt, hvort
menn hitta á kennara, sem í' raun
og veru er fær um starfið. Eg var
sjálfur heppinn í þessu efni, en
það var ekkert annað en tilviljun.
Loks er þriðja spurningin.
Hvaða ágóða ísland mundi öðl-
ast af stofnun sumarskóla í sam-
bandi við Háskólann, er óneitan-
lega sá partur máls þessa, sem
mestu varðar. Svar fyrstu spurn-
ingarinnar á hér við að nokkru
leyti, en margt fleira kemur fram
við íhugun þriðju spurningarinn-
[Stefnir
ar, sem heimtar athygli og nánari
útfærslu.
Þúsund ára afmæli Alþingis er
liðið, og hátíðahaldið, sem því var
samfara, orðinn sögulegur við-
burður, er komandi kynslóðir
munu lengi minnast sem eins hins
heppilegasta og ógleymanlegasta
stórvirkis þjóðarinnar. Ekkert
hefir nokkurn tíma vakið athygli
víðrar veraldar svo kröftuglega á
„eyjunni hvítu“ né látið hana
skína með svo mikilli birtu, að
augu margra milljóna opnuðust,
og þeir sáu í fyrsta skifti á æf-
inni, að ísland er ekki klakaauðn
Eskimóa og ísbjarna, eins og þeir
höfðu áður ímyndað sér, heldur
heimkynni upplýstrar og aðdáan-
legrar þjóðar.
Sá óvanalegi kunnugleiki, við-
urkenning og góðvild, er ísland á
nú sem stendur að fagna hjá
annara þjóða almenningi, ætti að
vera stórvægilegt gleðiefni ölluitt
Islendingum, og ekki sízt þeim,
sem í útlöndum búa, og þess vegna
er umbreytingin frá því, sem áður
var, auðsjáanleg. Ánægjunnar yf"
ir þessu verður þó að njóta í
skugga þeirrar meðvitundar, að
ef hér við situr, sé þessi nýbreyt"
ing aðeins skammgóður vermir, er
skjótt kólnar í hráslaga gamalla
og rótgróinna öfga og hindurvitna-
Sumarskóli í sambandi við Háskóla íslands.