Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 28
426
Sumarskóli í sambandi við Háskóla íslands.
['Stefnir
sumarskólinn, ef rétt er með far-
ið. Hann gæfi íslandi árlega til-
efni til heimboðs ákjósanlegasta
fólki annara þjóða, og veitti því
kennslu í þeim fræðum, sem æski-
iegast er, að sem flestir kunni.
Hann yrði árlega sönnunar stað-
fésting þess, að ísland er heim-
kynni menntunar og menningar,
Gegnum hann og boðskjal (árs-
rit) hans gæfist árlega tækifæri
til að kunngera heiminum, með
vel til völdum myndum og til-
bendingum, vaxandi framfarir og
afrek þjóðarinnar og einstaklinga
hennar. Af honum leiddi, að skáld-
skap, fögrum listum, vísindalegum
uppgötvunum og öðru, sem al-
þjóðagildi hefir, væri veitt meiri
eftirtekt og eftirspurn en hingað
til hefir átt sér stað. Fleiri læsu
íslenzk ritverk á frummálinu,
fleiri af þeim yrðu útlögð á önn-
ur tungumál, og þeim og öðrum
listaverkum þjóðarinnar veittist
f jölmennari og ágóðasamari mark-
aður. Frá sumarskólanum kæmi á
hverju ári heim til anna. landa
nýr hópur (þó í fyrstu fái. mn-
ur) af íslands-vinum, sem því
mundu reynast forvígismenn og
konur í sínum ættlöndum.
Það er erfitt að hugsa sér nokk-
urt annað fyrirtæki. sem orðið
gæti íslandi jafn ágæt auglýsing
í útlöndum. Verklegar fram-
kvæmdir í búskap, sjávarútvegi
eða öðrum iðnaði, þrátt fyrir að-
dáanlegar framfarir, geta varla
orðið svo óvenjulegar eða fram-
úrskarandi, að þær veki annara
þjóða eftirtekt á íslandi. Á þeim
sviðum er of mikil samkeppni af
þjóðum, sem standa þar ólíkt bet-
ur að vígi. Allt öðru máli er að
gegna, þegar kemur til kennslu
íslenzkra fræða: íslenzkrar tungu,
bókmennta, sögu og menningar.
Á því sviði getur Island hæglega
skarað fram úr öllum keppinaut-
um.
Með stofnun sumarskólans yrði
stórt spor stigið í áttina til þess
að gera ísland aftur að höfuð-
bóli norræns fróðleiks og menn-
ingar, þess takmarks, sem vér
vonum, að Háskóli íslands hafi
sett sér að ná. Fámenni þjóðar-
innar og fjarlægð landsins, ófrjó-
semi þess, fjárhagslegir og aðrir
erfiðleikar, orkuðu ekki að afstýra
gullöld fortíðarinnar, og munu
ekki heldur „ef fólkið þorir“
megna að afstýra þeirri gullöld
framtíðarinnar, þegar Island •—
íslenskur háskóli — verður við-
urkenndur og heiðraður um all-
an heim, sem miðpúnktur fræða
og menningar, arfleifðar frá dýrð"
legri fortíð, sem eykst og göfgast