Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Side 30
„ÞURT“ ÐRÚÐKAUP.
Ferðaminningar frá Bandarikjunum.
Eftir Maurice Dekobra.
Einn af beztu vinum mínum í'
New York hringdi mig upp um
daginn kl. 7 að morgni. Eg vakn-
aði hastarlega og þreif heyrnar-
tólið öskuvondur, því það er eink-
um tvennskonar fólk, sem mér er
meinilla við; það sem hringir mig
upp of snemma morguns, og það
sem greiðir mér í ávísunum á
bankainneign, sem ekki er til.
Vinur minn, Freddy, sagði við
mig:
— Á fætur, kunningi. Takið
saman dót yðar, og stökkvið upp
í bíl og akið til járnbrautarstöðv-
arinnar. Þér hittið mig í lestinni,
sem fer til Pittsburgh kl. 8,10.
— Eg á ekkert erindi til Pitts-
burgh!
— Jú. Þér komið með mér í
brúðkaupsveizlu einnar vinkonu
minnar. Hún er dóttir miljóna-
mærings, yndisleg stúlka ... Win-
nie Jones . . . Hún giftist ungum
fjársýslumanni, sömuleiðis yndis-
legum pilti . .. Veizlan verður
náttúrlega alveg þur.
— Hvað?
— Eg sagði: þur ... Það verð-
ur ekki borið á borð annað en ís-
vatn og gullaldinasafi.
— Og hvers vegna? Er ungu
hjónaefnunum illt í maganum?
— Nei. Nú, hafið þér virkilega
ekki heyrt talað um vínbannið ?
— Æ, jú, nú man eg. En menn
verða þess svo lítið varir hér í
New York. Eg er nú búinn að
vera hér í hálfan mánuð, og
þekki þegar yfir þrjátíu „Speak-
easies" ... Mér er sönn ánægja 1
að koma með yður og sitja brúð-
kaup vinu yðar, Miss Winnie J°"
nes. —
Tveimur dögum síðar voru all"
ir brúðkaupsgestirnir saman'
komnir á Hótel Regina, sem el
stærsta gistihúsið í hinni glms1'