Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 34
432
„Þurt“ brúðkaup.
[Stofnir
Hvað þýddu þau?
Eg dró upp úr vasa mínum í
skyndi litla bók, ensk-franska, sem
eg skildi aldrei við mig, og leit-
aði að sucker. Eg fann sögnina to
suck, og skildi af henni, að þetta
mundi að líkindum þýða, að eg
væri a French drinker: franskur
fylliraftur. Hann hlaut að draga
þá ályktun af því, að eg hlyti að
bera gott skyn á ómengað konjak,
og eg hugsaði, að hann væri að
ræða um það við félaga sína,
hvernig bezt væri að láta mig
drekka ekta Napóleonskonjak frá
1848.
Allt í einu kom herramaðurinn
aftur, lokaði baðklefanum og
sagði:
— Verið ekki órólegur, kæri
herra ... Allt gengur að óskum.
Vinir mínir hafa gamalt viskí
niðri í bíl, en lögregluþjónn er al-
veg við hliðina á honum, og verð
eg þess vegna að bíða með að
hreyfa böglana, þangað til hann
lítur af okkur.
— Eg skil það mæta vel, herra
Hotstein . .. Farið yður rólega.
Mér þætti mjög fyrir, ef þér yrð-
uð tekinn fastur, vegna óvarkárni.
— Heyrið þér, herra Kólera,
við munum skemmta okkur vel
hérna ... Ef kvenmenn skyldu af
tilviljun koma hingað inn, þá ver-
ið elskulegur og stimamjúkur við
þær, og komið þeim í gott skap.
Eg treysti yður. Sjálfur kem eg
aftur að vörmu spori.
Hr. Hotstein gaf mér alúðlega
bendingu með höndinni og fór út.
Eg sat einn í fimm mínútur, tíu
mínútur, stundarfjórðung. Eg fór
að halda, að undirbúningurinn
undir þessi leynilegu cocktail par-
ties væri meiri erfiðismunum bund
inn en ætla mætti.
Eg huggaði mig samt með því
að hugsa sem svo: „Já, en nú
koma bráðum fallegar stúlkur, og
í samræmi við það, sem hr. Hot-
stein sagði, ber mér að skemmta
þeim; það verður gaman . . . Eg
hefi heyrt talað um þessi petting-
parties, þar sem menn og konur
leika sér eins og mongólskir sjón-
hverfingamenn að rítingum freist-
inganna, án þess að skera sig
nokkurntíma svo mikið sem í
litla fingurinn.
Allt í einu • var lykli snúið í
skránni. Dyrnar opnuðust og mjög
falleg ljóshærð, stúlka, grönn, lið'
lega vaxin, smekklega klædd, kom
með fasi miklu inn í herbergið-
Hún hélt á handtösku, lítilli, úr
grænu krókódílaleðri og reykti
vindling í skelplötumunnstykki,
sem var hálft fet að lengd. Hún