Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Side 35
Stefnir]
„Þurt“ brúðkaup.
433
virtist hissa á, að eg skyldi vera
þarna. Eg stóð upp.
— Frú ... Gerið svo vel að
ganga inn fyrir ... Leyfið mér að
segja til nafns míns: Maurice De-
Lobra frá París.
Fallega, ljóshærða stúlkan
horfði undrandi á mig með stóru,
flosmjúku augunum sínum:
— Good evening, hr...? Hún
hikaði ... Hr. Chollobra ... En,
leyfist mér að spyrja yður, hvað
þér eruð að gera í þessu herbergi?
— Nú, það sama og þér, frú
... Þér hafið sjálfsagt verið í
brúðkaupi ungfrú Jones niðri ...
En þér hafið ekki fengið að vita
um, að hér yrði viskí og cocktails
á boðstólum ... Það verður mjög
Saman ... Við eigum eftir að
skemmta okkur vel, um það full-
vissa eg yður.
— Eg held, að eitthvað sé bog-
ið við þetta, herra Zakobra ...
■— Dekobra, frú, leiðrétti eg.
-— Fyrirgefið, herra Dozebra . .
En eg er ekki ein af veizlugestun-
uin. Eg fékk mér þetta herbergi á
Regina af því að eg er á ferða-
ia£i, það er allt og sumt.
— ó, það var skemmtileg til-
^iijun . . . Þá setjist þér hér bara
°& drekkið með okkur viskí . ..
Eg er hrædd um, að þér verð-
ið fyrir vonbrigðum, herra Col-
labra ...
— Afsakið, frú, Dekobra heiti
eg ...
— Fyrirgefið ... þessi japönsku
nöfn eru svo erfið ...
— Eg er ekki japanskur, frú, eg
er franskur.
— Jæja! Svo þér eruð ekki frá
Austurlöndum?
— Nei, því er nú ver. En eg er
nú samt mikið fyrir hrísgrjón ...
En hvað sem því líður, þá sé eg
að eg hefi farið númeravillt, og
það væri ókurteisi af mér að sitja
hér lengur ... Mér þykir mjög
leiðinlegt að verða að fara svona
strax frá jafn-heillandi konu og
þér eruð, frú. Yðar flosmjúka
augnaráð verður dýrasta minning-
in, sem eg flyt með mér frá Pitts-
burgh ...
— Þér eruð mjög elskulegur,
herra Kozibra ... Og eg þakka
yður fyrir að skilja mig eina eft-
ir í herbergi mínu.
Eg stóð upp. Hin fagra, ljós-
hærða kona rétti mér höndina, og
líktist hún þá málverki eftir Gains-
borough, sem Sargeant hefði far-
ið yfir með pensli sínum. — Eg
beygði mig til að kyssa á hana, en
í því opnuðust dyrnar skyndilega
og herra Hotstein kom í ljós.
28