Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 44
FRAMTIÐ LOFTSKIPANNA.
Allt til þessa dags hefir menn
greint mjög á um það, hvort
mundi reynast heppilegra til
flugferða loftskip eða flugvélar,
enda eiga þessi farartæki ekki
svo langa sögu að baki sér að
auðvelt sé úr þessu að skera.
Bæði þessi farartæki hafa til síns
ágætis nokkuð það, sem hitt hef-
ir ekki, en daglega er unnið að
umbótum, og hugvitsmenn allra
stærri þjóða leggja heilann í
bleyti til að finna upp nýjungar
á sviði fluglistarinnar, til að
auka öryggi hennar og gera hana
ekki svo mjög háða veðurbreyt-
ingum eins og hún er nú. En
þótt mannkynið hafi dreymt um
það í margar aldir, að líða um
loftið eins og fuglar himinsins,
þá vantar þó ennþá all-mikið á
að svo sé, því að þótt margar
fórnir hafi verið færðar, og menn
hafi eytt öllu lífi sí'nu í rann-
sóknir á þessu sviði og framfar-
irnar hafi verið gífurlegar, er
öryggið ekki ennþá eins og
skyldi.
Það er fyrst nú á síðari árum
að flugiistinni hefir fleygt fram,
og ótal afrek hafa verið unnin,
sem enginn hefði ímyndað sér
fyrir mannsaldri eða svo, að
gætu átt sér stað.
Hér er ekki tilgangurinn að
rekja þróunarsögu fluglistarinn-
ar í heild, en minnast lítið eitt a
loftskipin, þessi merkilegu far'
artæki, sem þjóðirnar keppast
um að smíða, sökum þess, a®
þau þykja líkleg til að halda
uppi löngum loftferðum í stað
flugvélanna, því að öryggið virð-
ist meira.
Eins og mönnum er kunnugt,
er það Montgolfier, franskur
maður, spm telst brautryðja11^1
á sviði fluglistarinnar, og Þa
einkanlega loftskipanna, Því a
hann tók fyrstur upp þá a®^el„
að nota léttar lofttegundir til a
bera uppi körfuna, og á því ^a