Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 54
452
Neyðaróp frá Rússlandi.
[Stefnir
meðlimir fjölskyldunnar hafa hver
sinn hvíldardaginn. Þannig er
presturinn neyddur til að hafa
guðsþjónustuna að næturlagi. En
það verður líka til þess, að marg-
ir fara til guðsþjónustunnar, sem
ekki mundu þora að fara að degi
til — enda þótt það hafi ekki ver-
ið tilgangur ráðstjórnarinnar, að
gefa mönnum sérstakt tækifæri
til kirkjusóknar. — Guðsþjónust-
an er oftlega rofin af embættis-
mönnum ráðstjórnarinnar. Börn-
unum er safnað saman í fylking-
ar, og þau látin ganga umhverf-
is kirkjurnar með söng og óhljóð-
um. Ennfremur eru dráttarvélar
oft látnar vera í gangi fyrir ut-
an kirkjurnar, meðan á guðsþjón-
ustu stendur, til þess að valda
truflun. Kirkjum er breytt í alls-
konar klúbba, leikhús og annað
þess konar og kirkjugarðarnir eru
á allan hátt svívirtir.-----Það
er aðeins tímaatriði, hvenær síð-
ustu kirkjunni verður lokað. Og
kirkjan er eina huggun hinna
þjáðu. Einn heimildarmaður vor
var viðstaddur á sóknarnefndar-
fundi í X nýlendunni. Þá hafði
verið ákveðinn nýlega nýr kirkju-
skattur. Hann lét það álit sitt í
Ijós, að gagnslaust væri með öllu
að borga nokkurn eyri, þar sem
það væri ljóst, að stjórnin stefndi
hvort sem væri að því að loka öll-
um kirkjum. Þá stóð sóknamefnd-
arformaðurinn upp og mælti: Á
meðan vér eigum einn einasta
eyri, og getum unnið með hönd-
um vorum, viljum vér varðveita
kirkjuna. Hún er eina huggun vor,
það dýrmætasta, sem vér eigum í
þessu jarðneska helvíti. Steypum
vér kirkjunni, þá er úti um okk-
ur. Hvernig ættum vér að geta
lifað framvegis, vér og börn vor,
án guðs orðs? En þegar þér, vin-
ur, eruð kominn aftur til bræðra
vorra í Jesú Kristi erlendis, þá
segið þeim, að vér berjumst úr-
slitabaráttunni, að vér örvæntum,
að vér eygjum enga von framar“.
Það er ekki frelsi til að trúa,
biðja, hugsa, lifa fjölskyldulífi>
ala upp börn, tala eða lesa (allar
bækur trúarlegs efnis eru eyði-
lagðar, og erlendis frá fá engar
slíkar bækur að komast irin í land-
ið, því að þær eru venjulega eyði-
lagðar, einstaka sinnum endur-
sendar), — það er í einu orði
sagt fangelsi. —
Það er aðeins frelsi á einu sviði
og allt gert til þess, að menn f®rl
sér það í nyt: þ. e. frelsi til
lifa í dýrslegu siðleysi. DrykkJu'
skapur eykst með ári hverju-
Bann það, sem keisarastjórnia
setti 1914 við brennivínssölu, be -