Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 56
454
Neyðaróp frá Rússlandi.
[Stefnir
Kristindómsofsóknirnar.
Á trúarbragðasviðinu kom brátt
í ljós hið dýrslega andtrúareðli
bolsevikkanna og hið ofsafengna
hatur þeirra gegn öllum trúar-
brögðum. Einkanlega hefndust
þeir á rétttrúnaðarkirkjunni
(grísk-kaþólsku), sem var ríkis-
kirkja, og hafa allt til þessa dags
ofsótt hana og misþyrmt með
bókstaflega djöfullegri grimmd. —
Fyrst í stað var það þó undir
grímu sakleysisins, og það átti að
heita í orði kveðnu fullkomið trú-
arbragðafrelsi. En það var auð-
vitað aðeins á yfirborðinu, því að
undir niðri ólgaði hatrið og fjand-
skapurinn gegn kirkjunni. 23. jan.
1918 var ríki og kirkja aðskilin,
og í reyndinni hófu þá bolsevikk-
ar opinbera baráttu gegn guði,
skipulagsbundna árás á allt trúar-
líf. — Það mátti ráða af orðum
Bucharins (sem er einn af fremstu
foringjum 3. internationale, og
einn af fremstu mönnum Rúss-
lands til ársins 1929), hvers kirkj-
an mátti vænta af Bolsevikkum.
Hann segir m. a.: Trúin á guð og
djöful, illa og góða anda, trúar-
brögðin yfirleitt eru til þess eins
að sljófga meðvitund fólksins.
Múgurinn hefir vanið sig á að
trúa á allt þetta, og þó, er menn
hugsa um þetta í alvöru, þá verð-
ur þeim það ljóst, að trúin' er eit-
ur, sem mönnum hefir verið byrl-
að. Guð er talinn raunverulegur,
ríkur, voldugur valdhafi, þræla-
húsbóndi, himneskur stjórnandi,
dómari, í einu orði sagt: fullkom-
in líking, eftirmynd af valdi hinna
jarðnesku drottna, furstanna. —
Athugum dálítið nánar guð hinna
rétttrúuðu (grísk-kaþ.) og berum
það saman við einveldið hér í
heimi. Æðstur er einvaldur drott-
inn, umhverfis hann eru ráðherr-
arnir, þá hinir æðri embættismenn
og net af lægra settum embættis-
mannasálum, sem eru fram úr
hófi mútugjarnar..Rétttrúnaðurinn
er nákvæm eftirmynd þessa fyrir-
komulags. Æðstur situr hinn
himneski drottinn. Umhverfis
hann helztu dýrlingarnir, t. d.
kraftaverkamaðurinn Nikolaj og
María mey — einskonar keisara-
frú, kona heilags anda —, þa^
eru ráðherrarnir; þar fyrir neð-
an kemur svo löng röð af englum
og dýrlingum, nákvæmlega eins og
í einveldisríkjunum...... 1 ein'
veldisríkjunum gerir embættis-
maðurinn ekki neitt nema go'£'Cí
„ómakslaunum“; þannig verður
maður einnig ag gefa dýrlingU'
um kerti, annars verður hann ré$'
ur og vill ekki koma bæninni t1
æðri staða, til guðs. 1 einveldiS'