Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 70
468
Frá Alþingi.
[Stefnir
unum. — Setja má upp söluskrif-
stofu, er annast söluna og gefur
upplýsingar. — Ríkissjóður má
veita lán til kaupa á fiskumbúð-
um og tækjum til þessa sérstaka
útflutnings.
Frumvarp um þetta lá fyrir
vetrarþinginu, enda þá raddir úr
mörgum áttum um málið, ýmist
frá þeim, er selja vildu fisk, eða
þeim, sem fá vildu styrk til þess
að halda uppi slíkum ferðum,
sem hér er um að ræða. Er og
vafalaust bezt að þessirflutningar
verði í' höndum þeirra félaga og
sölusamlaga sjálfra, sem hlut
eiga að máli, ef ekki aðrir ein-
staklingar reka slíkar ferðir. En
ekkert er þó á móti því, að rík-
ið brjóti hér ísinn þegar svo fast
kreppir að útgerðinni eins og nú,
en frá útgerðinni fær ríkissjóður
megin hluta tekna sinna beint
og óbeint.
Þá voru loks samþykkt þrenn
hafnarlög, sem hafa siglt and-
byri á undanförnum þingum. En
þessar hafnir eru Akranes, Sauð-
árkrókur og Dalvík og farið
fram á að ríkissjóður borgi %
af kostnaði við þær gegn % frá
héruðunum. Ríkissjóður skal og
ábyrgjast mestan hluta þess, sem
héruðin leggja fram ef þau fá lán.
Akraneshöfnin er stærst þessara,
með 480.000 kr. framlag (höfnin
alls um 1.200.000) ; þá Sauðár-
krókur með 250.000 króna ríkis-
sjóðsframlag (höfnin alls um
625.000) og loks Dalvík með
150.000 kr. framlag (höfnin alls
um 375.000).
Þessar hafnir eru nú auðvit-
að ekki komnar þó að lög þessi
sé samþykkt. En ekki er því að
neita, að varla getur ríkissjóður
sett fé í nauðsynlegri og þarfari
fyrirtæki en hafnarbætur á þeim
stöðum, sem möguleikar eru góð-
ir um fiskveiðar. Reynt var í báð-
um deildum, sérstaklega af
stjórnarflokknum að lækka rík-
issjóðstillagið niður í Ys og í
Ed. var reynt að stöðva málið.
En það komst þó í gegn.
Loks var svo samþykkt að
lækka síldartollinn Úr 1.50 á
tunnu í 1.00 kr. og hefði átt að
gera betur, því að þetta útflutn-
ingsgjald er langt umfram allt
annað útflutningsgjald eins og
verð á síld er nú orðið. Er ein-
kennilegt að þetta eina útflutn-
ingsgjald skuli miðað við vöru-.
magn en önnur útflutningsgjöld
við verð.
Verzlunarmál og bankamál.
Tvenn lög má nefna hér er