Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Síða 79
Stefnir]
Frá Alþingi.
477
þeirra, að skipa nefndina að
mestu leyti sínum flokksmönn-
um, var kveðin niður. Tilgang-
ur þeirra, að svæfa og tefja mál-
ið með nefndarskipuninni, varð
að snúast upp í' yfirlýsingu um,
að nefndin skyldi skila áliti sem
allra fyrst, og helzt fyrir þingið
í vetur. Forsætisráðherra fór í
nefndina af hálfu síns flokks, og
því erfiðara er fyrir þá, að láta
störf nefndarinnar verða að engu.
Sjálfstæðismenn mega vel við
una að gefa vopnahlé í þessu
máli til vetrar-þingsins.
Stjómarmyndunin.
1 þingrofinu í vetur hröklað-
ist stjórnin frá. Tveir af ráðherr-
unum fóru frá, og forsætisráð-
herrann lýsti því yfir, að hann
sæti til bráðabirgðar, og tæki
^ueð sér „skrifstofustjóra í Stjórn
^rráðinu" (forstjóra í Samband-
«iu). Þegar stjórnarflokkurinn
hom inn aftur svona sterkur eins
°S raun er á, mátti því búast við
stjórnarmyndun þegar í þing-
byrjun. —
En það var opinbert leyndar-
^ál, að þar voru stór vandkvæði
a- Ummyndun flokksins úr
hændaflokki í gerbreytingaflokk,
sem ráðgerð var með sendingu
Jónasar af hálfu jafnaðarmanna,
hafði þokað talsvert áfram við
kosningarnar. Bændavaldið var
orðið minna, en embættismanna
og kaupmannavaldið orðið rík-
ara. Það var því ekki nema eðli-
legt, að Jónasi fyndist hann nú
vera orðinn rétt kjörinn til þeirr-
ar stöðu, sem hann fékk ekki
1927, sem sé að vera forsætis-
ráðherra. Á hinn bóginn var
bændadeild flokksins þybbin fyr-
ir undir forustu Jóns í Stóra-
tíal, og tók þá hárréttu aðstöðu,
að vilja Jónas alls ekki í stjórn-
ina. —
1 þessu þaufi sat allan þingtím-
ann. Að ví'su var málið afgert
talsvert fyrir þinglokin og fregn-
in um stjórnarmyndunina kom í
Morgunblaðinu. — En það hafa
sennilega verið einhverjar eggj-
ar, sem sverfa þurfti, og svo má
búast við, að flokkurinn hafi
ekki kært sig um að sýna Jónas
fyrr en sem allra síðast.
En með þessum ósigri bænda-
deildar flokksins eru örlög flokks
ins afgerð og innsigluð. Hann
hlýtur að klofna — því að ekki
er hægt að trúa því, að allur
bændahópurinn verði teymdur
heim í sósíalistahöfnina.
Þetta getur tekið skamman
tíma eða eitthvað lengri, en því
getur ekki skeikað.