Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Síða 83

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Síða 83
Stefnir] Spámaðurinn Jósep Smith. 481 styrjalda. Var það hrein furða, að þeir skyldu hafa efni á, að kosta upp á jafndýrt bókarefni sem gull, en hvað sem um það er, þá lét sá þeirra, sem lengst lifði, Mormón að nafni, grafa bókina í jörðu, til þess að hún félli ekki í ómildra hendur, og þar hafði hún nú legið allan þennan óra tíma, þar til hæfur maðui fekkst til þess að veita henni við- töku. Einkennilegt atvik má það heita, að Mormónsbók skuli vera rituð nákvæmlega með sama stíl eins og brezka biblían, og óguð- legum lesara gæti dottið í hug, að höfundi Mormónsbókar hafi ekki alveg verið ókunnugt um sumar af allra þekktustu setning- um Shakespeares. En nærri má geta, hvílík fjarstæða slíkt er, þar sem Shakespeare lifði mörg- um öldum eftir, að gulltöflurnar voru í jörðu grafnar! Þegar verkinu var svo langt komið, að 116 blaðsíður voru rit- aðar, bað Harris Jósep að lána sér handritið. Hann ætlaði að fara með það heim til sin, og friða kerlu sína með því. Hún vildi með engu móti trúa, nema hún sæi, og sagði að þeir Jósep ^undu liggja í leti og ómennsku, ug væru öll ritstörfin skrök og Játalæti. Spámaðurinn bað um leyfi til þess, en fekk afsvar. — Martin kvaðst þá hætta að styðja Jósep fjárhagslega. Bað Jósep Þá drottinn aftur um hið sama, °g fekk hann ofan af neituninni. Martin Harris fór nú með bókina °g beið Jósep hans með óþreyju. Loks tók honum að leiðast biðin, og fór að vita, hvað valda mundi. Var þá ekki betra í efni en það, að handritið var týnt. Færðu þeir öll húsgögn úr stað og opnuðu hvert hólf, en allt kom fyrir ekki. Þóttust þeir Smith og Martin loks vissir um, að kona Martins mundi hafa lagt hönd á þessar 116 blaðsíður. En hún varðist allra frétta. „Hvað gerir það ykkur til?“ sagði hún, „hefir hann Jó- sep ekki gullspjöldin og Úrím og Túmmím ? Eg- held hann sé réttur til þess að láta þig skrifa þetta aftur!“ Þetta var með öllu óhrekjandi. Það var svo sem ekki hætta á, að neinu mundi skeika, þó að tvær kæmu útgáfurnar af þess- um 116 blaðsíðum. En þetta sama kvöld vitraðist engillinn Jósep og bauð honum að sleppa þess- um 116 blaðsíðum framan af nýju biblíunni. Það væri alveg nóg að byrja á blaðsíðu 117. — Var nú tekið til óspilltra mál- anna, og fengu þeir Smith og Harris nú þriðja manninn í hóp- inn. Hét hann Cowdery og hafði verið forstöðumaður einhvers skóla. Átti hann einkum að hafa gætur á málvillum og þesshátt- ar, þar sem hinir voru ekki alveg öruggir. Upp frá þessu fóru þeir að boða hverjum manni, sem á vegi þeirra varð, nýja trú. Varð bróð- ir Jóseps Smith fyrstur til þess að taka trú, og var kallaður post- uli, eins og hinir. Hann hét Hý- rum og var eldri en Jósep. 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.