Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Síða 84
482 Spámaðurinn
Loks létu þeir félagar staðar
numið, og bauðst prentari nokk-
ur til þess að láta þá hafa 5000
eintök af bókinni fyrir 3000 dali.
1 fljótu bragði virtist erfitt að fá
þessa 3000 dali. En Jósep Smith
fekk vitrun, og var fyrirsögn
hennar þessi: „Boðorð guðs gef-
ið Martin Harris af hinum ei-
lífa“, og byrjaði svona: „Eg býð
þér að iðrast synda þinna og
halda öll þau boðorð, sem eg læt
þig fá fyrir munn þjóns míns,
Jóseps Smith“.
„Og eg býð þér að festa ekki
huga þinn við jarðneska fjár-
muni þína, heldur láta þá örlát-
lega af hendi til þess að prenta
Mormónsbók, sem birtir sann-
leiksorð“.
„Hlýð á! Þetta er piitt síðasta
orð til þín um þetta efni“.
Martin Harris iðraðist þegar í
stað synda sinna og borgaði 3000
dalina.
Þegar verkinu var lokið, áttu
þeir félagar að fara aftur með
gullspjöldin á sama stað sem þau
voru áður. En fyrst átti þó, sam-
kvæmt skipuninni að ofan, að
lofa þeim þrem mönnum, sem
mest höfðu að þessu unnið, að sjá
þau, til þess að þeir gætu borið
sannleikanum vitni. Jósep opnaði
nú kistuna í viðurvist þeirra
allra, en þeir sögðu: „Góði Jó-
sep, við sjáum ekkert annað en
tóma kistu“. Þá upptendraðist
reiði spámannsins og hann sagði:
„Vei yður, þér lítiltrúaðir! —
Hversu lengi mun guð umbera
þessa rangsnúnu kynslóð? Á kné,
Jósep Smith. [Stefnir
bræður, á kné, og biðjið guð að
fyrirgefa ykkur syndirnar!“ —•
Lærisveinarnir féllu á kné og
báðust fyrir í tvær klukkustund-
ir með ógnar hita. Og að þeim
liðnum sáu þeir í sýn engil með
gullspjöldin í fanginu. Sneri hann
þeim við, hverju eftir annað, til
þess að þeir gætu séð sem bezt
rúnirnar. Og rödd heyrðist, er
sagði: „Þessi spjöld hafa verið
birt fyrir sérstakan guðs kraft.
Þýðing sú, sem þér hafið nú ritað,
er í öllum greinum nákvæmlega
rétt. Býð eg yður að vera vottar
mínir að þessu“. Settu þeir upp
skjal, sem kallað er vitnisburður
vottanna þriggja, og var það
prentað ásamt bókinni, þegar
hún kom fyrst út.
*
* *
Kirkja sú, sem Jósep Smith
stofnaði, hlaut af sjálfum höf-
undinum nafnið „Kirkja Jesu
Krists, hinna síðari daga heil-
ögu“. Upphaflega voru engir í
henni aðrir en f jölskyldur sjálfra
stofnendanna, og skírði spámað-
urinn þá í tjörn einni þar í na'
grenninu.
Heldur átti þessi nýja kirkja
erfitt uppdráttar í Palmýra. -7
Menn áttu erfitt með að trúa Þvl>
að drottinn veldi mesta húðar-
letingjann af öllum götustrákum
bæjarins til- þess að gerast spa-
mann. En Jósep skrifaði fra;n '
um sínum og frænkum, sem at
heima hingað og þangað, og sne -