Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 86
484
Spámaðurinn Jósep Smith.
[Stafnir
komu. Vitranirnar tóku menn
eins og sjálfsagðan hlut. Það var
ekkert, sem hafði hemil á slíku.
Allt var fullt af vitrunum og
sýnum, og það var varla til sá
bóndabær, að ekki væri þar ein-
hver, sem hafði séð guð augliti
til auglitis. Myndir þær, sem
Mormónarnir drógu upp af lífinu
hinumegin voru indælar fyrir þá
trúuðu, en ógurlegar vantrúuð-
um og þverbrotnum. — Nokkrir
menntamenn hlóu og hentu gam-
an að Mormónskunni og nýju
biblíunni. — „En“, sögðu þeir,
„hlógu ekki líka vitringarnir í
Aþenu og Alexandriu að sankti
Páli og kenningum hans?“
í veraldlegum efnum farnað-
ist nýju kirkjudeildinni prýðilega
vel. Jósep Smith hafði opinber-
að það, að hver maður ætti að
gefa kirkjunni það, sem hann
ætti og fengi umfram brýnustu
þarfir. En þetta varð ekki vin-
sælt, og síðari opinberanir breyttu
því í það horf, að hver maður
ætti að gjalda tíund, og láta auk
þess af hendi nægileg jarðsvæði
handa spámanninum og postul-
unum. Þá var líka hugsað fyrir
gamla Jósep Smith, og'kom sú
skipun, að þar sem hann h$fði
unnið mannkyninu ómetanlegt
gagn, með því að vera faðir spá-
mannsins, þá ætti hann að fá 10
dali á viku auk ókeypis fæðis.
Og þá var það nú móðir spá-
mannsins, sem var eftir. En fyrir
henni var séð á þann hátt, að
hún var gerð að safnverði. En
þetta safn var svo til komið, að
kaupsýslumaður einn í hópi Mor-
móna átti frænda í Frakklandi-
Þessi „frændi“ var landkönnuð-
ur og Egiftafræðingur, og hafði
sent honum nokkrar múmíur og
fornar pappírsrollur. Fór hann
með allt þetta til Jóseps Smith
en hann sá þegar, af spádóms-
gáfu sinni, að þetta voru reynd-
ar eiginhandarrit Abrahams,.
Mósesar og Jósefs. Sérstaklega
var ein pappírsrollan ómetanleg-
ur fengur, því að þegar Jósef
Smith las hana og útlagði með
Úrím og Túmmím kom það upp
úr kafinu, að á henni var frum-
ritið af sköpunarsögunni og það
svo fornt, að Móses hafði farið
eftir því, þegar hann skrifaði
sína sköpunarsögu í biblíuna.
Bæði múmíurnar og þessi stór-
merkilegu handrit voru nú höfð
til sýnis fyrir 25 sent, og hafði
móðir spámannsins það embætti
að gæta gripanna og hirða inn-
gangseyrinn.
Jósef Smith hafði nóg a0
starfa um þessar mundir. Sam-
tímis því er hann þýddi þessi
fornrit, veitti hann móttöku
fjölda opinberana. Og nú bsett-
ist nýtt starf við, en það var
kraftaverkalækningar. Sóttu
menn til hans úr öllum útturn
með ýmsa kvilla og fengu bo
meina sinna. — Einhverju
kom maður, sem mist hafði fot'
inn, og fór fram á það, að
gæfi sér hann aftur. Brigha
Young var við staddur og vat
fyrir svörum: „Þér getið v
fengið fót í stað þess, sem P