Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 87

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 87
Stefnir] Spámaðurinn Jósep Smith. 485 hafið misst, góði minn, en það er skylda að láta yður vita það fyrirfram, hvaða gallar fylgja. I>ér eruð nú orðinn gamall mað- ur. Það er ekki nema von, að yð- ur langi til þess, að geta gengið á báðum fótum þessi fáu ár, sem þér eigið eftir að lifa hér. En í upprisunni lifnar aftur fótur sá, sem þér misstuð, og þá verð- ið þér að sitja uppi með þrjá fætur upp frá því. — Nú verð- ið þér að velja, góði maður, hvort þér viljið heldur á yður leggja fótarmissi um fáein ár, eða vera vanskapningur í eilífðinni“. Alvarlegri örðugleikar börðu að dyrum. Sumir af postulunum fóru að teija sér trú um, að það gæti verið nógu gott að vera spámaður. Ungur maður í hópi þeirra, Brewster að nafni fór að fá opinberanir, og tók að rita eftir fyrirsögn engils, bók, sem hann kallaði Esrabók. En Smith sagði: „Brewster hefir sýnt mér handrit sitt og eg spurði drott- inn um það. En hann svaraði: >>Eg er ekki höfundur þessarar bókar“. Annar postuli, Sidney Roberts, fékk opinberun um það, að einn af bræðrunum ætti að &efa honum gullúr. Þá opinber- aðist honum það líka, að hann' «tti tilkall til þess, að heilsa systrunum í söfnuðinum með því, sem hann kallaði heilögum kossi. Spámaðurinn bannfærði hann umsvifalaust. Sjálfur hafði spámaðurinn ^engið opinberun eina, sem hann borði lengi vel ekki að láta neitt uppskátt um. Það var um fjöl- kvæni. í hvert skifti sem hann hitti fallega stúlku hrærðu sér í brjósti hans svo heitar tilfinn- ingar og áhrifamiklar, að hann gat ekki gert sér grein fyrir þeim með öðru en því, að þær væru frá himnum. Hann sá það líka, að biblían sagði skýlaust frá því, að Ambraham, Jakob, Davíð og Salómon höfðu lifað sældarlífi 1 hópi fjölda kvenna. Hann sá það í hendi sér, að þessir heilögu menn höfðu haft alveg rétt fyrir sér; það var ekki aðeins leyfilegt að eiga margar konur, heldur beinlínis nauðsynlegt til sálu- hjálpar. En hann var hræddur um, að hvorki veröldin né Emma Smith væru nógu þroskaðar til þess að veita þessum boðskap viðtöku. Það tók nú að þykkna alvar- lega í lofti. Spámaðurinn þótti vera farinn að verða æði kven- hollur og útsláttarsamur. Hann hafði líka ráðist í margvíslega fjárglæfra og hlutust af því gjaldþrot fjölda manna. Sú trú fór að verða almenn í Missourí- ríkinu, að Mormónskan væri bölvuð forsmán, sem rífa ætti upp með rótum. Lög giltu lítið í frumbyggðunum og menn voru vanastir því, að taka sér réttinn sjálfir. Mormónarnir voru víða gripnir, makaðir í tjöru og velt í fiðri. Sumir voru myrtir, og jafnvel brytjaðir niður í hópum. Mormónarnir sáu, að ríkin Óhio og Missouri voru ekki annað en það, sem Egiptaland og Baby-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.