Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Síða 94
492
Spámaðurinn Jósep Smith.
[Stefnir
KOLASALAN sf.
Eímskípafélagshúsinu
Símí 1514.
KOL og KOX
ávalt fyrirliggjandi.
brugðið um ógurlegt fasteigna-
brask, og að þeir hefðu dregið
undir sig fé, sem gefið hafði ver-
ið til eflingar trúarinnar.
Spámaðurinn sá þegar, að hér
varð að taka fast í taumana. —
Hann kallaði þegar í stað sam-
an borgarráðið í Nauvoo, og var
þar samþykkt í einu. hljóði að
banna saurblað þetta og rífa
prentsmiðjuna. Jósep Smith, for-
seti og borgarstjóri, gaf Jósep
Smith yfirhershöfðingja hátíð-
lega skipun um að fullnægja
þessari ályktun.
Mormónarnir voru afskaplega
illa þokkaðir af öllum utan Mor-
móna kirkjunnar. Konurnar æst-
ust gegn fjölkvæninu. Frelsisvin-
ir allir risu upp gegn höftum
þeim, sem lögð voru á prent-
frelsið, og gerðu harðar árásir
á Smith. Borgarbúar í Kartagó,
sem var nágrannaborg, sendu
einróma áskorun til Fords land-
stjóra, að fara með vopnað lið til
Nauvoo og taka Smith höndum.
Allur fjöldinn var frumbyggjar.
menn úr ýmsum áttum, sem ekki
var fisjað saman, og vildu láta
hart mæta hörðu. Ford kom a
borgarfund í Kartagó og lofaðJ
að láta lög ganga yfir Jósep
Smith með fullum strangleika.
Spámaðurinn gat ekki verið að
fleygja frá sér lífinu. Það hafði
fært honum góð kjör og lítið erf-
iði, mikil völd og tuttugu og átta
konur, og hann afréð að flýJa
vestur í Klettafjöll. Tók hann
með sér Hýrum bróður sinn og
nokkra aðra, sem sízt gátu væns