Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 96
494
Spámaðurinn Jósep Smith.
[Stefnir
Stærst á Norðurlöndum.
Hæstur bónus
(tftá/><ft<ji(2aifé/a<jtt
(Stc?a/u/>ofytit if/dfltu/, (t. /}/. (k>u/inin>.
Eimskip 29
Sími 254.
Símnefni: Tulin,
Reykjavík.
til hughreystingar kaflann um
það, hvernig drottinn leysir þjóna
sína úr prísund. En spámaðurinn
varð æfur og vildi ekki heyra né
sjá Mormónsbók, og leið honum
engu betur eftir en áður.
Um fimmleytið sama dag,
heyrðist brak mikið fyrir utan
fangelsið. — Skömmu síðar var
ruðst upp stiga og fjöldi manna
ruddist inn til fanganna. Þeir
höfðu byssur og hleyptu þegar á
þá nokkrum skotum. — Hýrum
steyptist til jarðar og æpti: „Eg
dey!“ Jósep hafði á sér skamm-
byssu og særði þrjá af óvinunum.
Snerist hann svo við, og ætlaði
að stökkva út um glugga, en í
sama bili kom í hann byssukúla.
Féll hann þá til jarðar og hróp-
aði hátt: „Ó, drottinn!"
Hann dró þó enn andann. En
komumenn settu hann þar upp
við vegg, gengu átta skref frá
og skutu hann. Lét spámaðurinn
þar líf sitt.
*
* *
Þegar Mormónarnir höfðu náð
sér eftir mestu ósköpin, sóttu þeir
líkin og jörðuðu þau í Nauvoo.
Líkfjalir þær, sem spámaðurinn
var lagður á til bráðabirgða, voru
sagaðar í sundur og skift mill1
postulanna. Létu þeir gera af