Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 105
Stefnir]
Kviksettur.
503
brengluð nema sá stóri. Mér leizt
vel á hann“.
„En þetta er ekki satt!“ sagði
hann.
„Góði minn, eg veit það“.
Samt fannst honum einhvern-
veginn eins og hann hefði ekki
sannfært hana. En það var hann
viss um, að þessi kona ætlaði sér
ekki að sleppa honum. Honum
fannst hann skygnast ofan í
þetta regindjúp eigingirninnar,
sem einskis svífist, ef verja skal
hreiðrið — grimmdina, sem er til
í' ástríkasta móðurhjarta!
„Eg vildi bara óska, að við
fengjum ekki meira af þessu
tægi!“ sagði hún þurrlega.
Já, þetta var satt. Hann fór að
velta því fyrir sig, hvaða syndir
Leek kynni að hafa drýgt, synd-
ir, sem nú gátu vitjað hans. Hann
sá í anda hóp af ekkjum, yfir-
gefnum konum og börnum,
presta og aðra menn. Hann hafði
alltaf vitað, að Leek var þokka-
piltur. Sá átti heima í West-
minster Abbey!
IX. KAPÍTULI.
Prúðbúinn maður.
Bifreiðin var ein af þessum
stóru, sem hvergi er galli á, enginn
óþefur, ekkert urg í hjólum, engir