Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 111
Stefnir]
Kviksettur.
509
hann var hér staddur uppi á háa-
lofti í smáhýsi í Putney. Priam
leið afar vel. Engar spurningar.
Bara þögul viðurkenning.
„Jæja, þér viljið ekki láta hana
fyrir fimm þúsund“, sagði Oxford
loks.
„Nei,“ sagði Priam. „Sannleik-
urinn er sá, að eg má varla láta
þessa mynd“.
„En tíu þúsund?“ sagði Oxford.
„Eg get ekki neitað því boði“,
sagði Priam og andvarpaði. Og
hann andvarpaði í einlægni, því að
hann sá eftir myndinni. Hann var
sannfærður um, að hann hefði al-
drei málað betri mynd.
„Má eg ekki taka hana strax?“
spurði Oxford.
„Eg býst við því“, svaraði
Priam.
„Ekki mætti eg víst biðja yður
að koma með mér inn í borgina?“
sagði Oxford hæversklega. „Eg
hefi eignast eina eða tvær mynd-
ir, sem eg hefði haft gaman af að
sýna yður. Eg er ekki fjarri því,
að yður myndi getast að þeim. Og
svo gætum við þá talað saman um
viðskifti framvegis. Þér megið lík-
lega ekki verja einni klukkustund
til þess?“
Priam langaði að fara, en feimn-
in hélt honum. Málrómur Oxfords,
þegar hann sagði: „Eg er ekki
Lesarkasafn
Jóns Ófeigssonar er nýjung
sem allir kennarar og foreldr-
ar œttu að kynna sér. Út eru
komnar um 100 arkir af afar
margvíslegu lestrarefni fgrir
yngri og eldri.
Hver örk kostar 30 aura.
Bindið kostar 50 aura.
Skrá um innihald safnsins
er send hverjum sem þess
óskar, ókeypis.
Bókaverzluh
Sigfúsar Eymundssonar.
BonAVtdSUJN JittruiAH iVMUWOSSONAtt