Sagnir - 01.10.1983, Síða 3
SAGNIR
Blaö sagnfræöinema viö Háskóla íslands, 4. árg. 1983.
Ritnefnd: Barði Valdimarsson, Bjarni Guömarsson, Bjarni Harðarson, Gísli Kristjánsson, Halldór
Bjarnason, Ingólfur Á. Jóhannesson, Ólafur Ásgeirsson, Ragnheiður Mósesdóttir, Sigur-
geir Þorgrimsson og Valdimar Unnar Valdimarsson.
Setning, umbrotog prentun: ísafoldarprentsmiöja h.f.
FRA RITNEFND
Við sagnfræðinemar látum ekki deigan
síga og gefum nú Sagnir út í fjórða sinn.
Væntum við þess að viðtökurnar verði
ekki síðri en undanfarin ár. Hver árgangur
verður hinum vandaðri að ytra frágangi og
vonandi stendur innihaldið einnig fyrir
sínu. Með vandaðri frágangi eykst kostn-
aðurinn við útgáfuna töluvert - og það á
þessum árans krepputímum. Vonandi
höfum við þó ekki reist okkur hurðarás
um öxl.
Eins og undanfarin ár eru Sagnir að
þessu sinni helgaðar ákveðnum viðfangs-
efnum eða þemum. Þau eru nú tvö: sögu-
kennsla og ísland og umheimurinn.
Sögukennsla er sígilt viðfangsefni, eðlis
síns vegna. Hún hefur breyst mikið síð-
ustu áratugi og er enn í stöðugri endur-
skoðun. Til að forvitnast um stöðu þessara
mála í dag og fá fram skoðanir manna á til-
gangi og aðferðum við sögukennslu,
lögðum við nokkrar spurningar fyrir
kennara og aðra er starfa að þessum
málum.
Samskipti íslendinga við umheiminn
hafa frá alda öðli verið margvísleg og vafa-
laust meiri en ýmsa rennir í grun. í Sögn-
um verða að þessu sinni birt nokkur dæmi
um það hvernig samskiptum íslendinga
við umheiminn hefur verið háttað á hinum
ýmsu tímum. Hér er vitanlega á engan
hátt um einhverja allsherjar úttekt að
ræða heldur er ætlunin einungis að gefa
örlitla hugmynd um það hvernig saga
íslendinga, félagsleg, pólitísk, efnahags-
leg og menningarleg svo eitthvað sé nefnt,
hefur með ýmsu móti dregið dám að
tengslum við aðrar þjóðir.
Þegar þessi orð eru fest á blað er þegar
hafinn undirbúningur að 5. árgangi Sagna.
Væntum við þess að þetta rit sagnfræði-
nema fái að dafna á komandi árum. Slíkt
er þó vitanlega komið undir viðtökum
þínum, lesandi góður.
Reykjavík, október 1983
EFNIS YFIRLIT:
Frá ritnefnd ...................................... 1
SÖGUKENNSLA-Inngangur ............................. 2
Pátttakendur ísögukennsluþema SAGNA 1983 .. 3
Mismunandi sjónarmið um kennslufrœði sögu . 4
Staða sögunnar gagnvart öðrum námsgreinum í
skólakerfinu................................. 8
Er einhver munur á sögukennslu eftir aldri og
skólastigi? .................................. 13
Þekkingaröflun og gagnrýnin vinnubrögð ... 17
Hugtakakennsla................................. 19
Hvernig á góð sögukennslubók að vera? .... 21
Erik Rudeng: Kennslufrœði sögu ................ 23
Hvernig á að kenna sögu? ...................... 25
Sagnfrœði og félagsvísindi ....................... 26
Halldór Bjarnason: Er sagnfrceði nytsamleg? . . 27
ÍSLAND OG UMHEIMURINN ............................ 35
Björn Þorsteinsson: Af íslenskum diplomötum
og leyniþjónustumönnum - Um íslensk utan-
ríkismál fyrir 1100 .......................... 37
Helgi Þorláksson: Útflutningur íslenskra barna
til Englands á miðöldum ...................... 47
Þorvaldur Bragason: „. . . erþjóðveldi á hyggi-
legum grundvelli manninum samboðnast
stjórnarform . . .“- Hugmyndir Jóns Ólafs-
sonar ritstjóra (1850-1916) um vald, frelsi og
framfarir..................................... 54
Gísli Ágúst Gunnlaugsson: Hugleiðingar um
landhelgissamninginn 1901 61
Sumarliði R. ísleifsson: Afdrifarík mistök eða
eðlileg ráðstöfun? - Um lokun íslandsbanka
árið 1930 .................................... 66
Ólafur Ásgeirsson: Lögskilnaðarmenn og lýð-
veldið........................................ 74
„. . . ekki hœgt að rœða málin lengur á þeim
grundvelli, að saga íslands sé landráðasaga. “
- Rætt við Þór Whitehead prófessor ........... 78
Í.AM53CKASAFN
373149