Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 11
mun vera að nemandi taki 12 einingar í
sögu. Stórt stökk er frá samfélagsfræði-
kennslu grunnskólanna til sögukennslu í
framhaldsskólum. Ber þar margt til, eink-
um telja framhaldsskólakennarar að al-
menn söguþekking nemenda sé takmörkuð
þótt kunnátta í ýmsum vinnubrögðum sé
betri. Gallinn er oft sá að framhaldsskóla-
kennarar þekkja lítið til vinnubragða
grunnskólans og kunria því ekki að nota þá
þekkingu sem nemendur koma með þaðan
sem grundvöll áframhaldandi sögunáms.
Sú skoðun hefur komið fram hjá fram-
haldsskólakennurum að sagan sé á undan-
haldi og í Sögnuni 1980 segir Sigurður
Ragnarsson að sagan hafi verið í varnar-
stöðu, einkum gagnvart öðrum félagsgrein-
um. Það mætti hugsa sér að mótvægi slíks
undanhalds væri aukin samvinna félags-
greinanna og sameiginleg sókn þeirra innan
skólakerfisins.
En snúum okkur þá að viðmælendum
okkar. Skoðanir þeirra á þessum málum eru
mismunandi, en allir virðast þeir sammála
um nauðsyn sögukennslu í skólum, hvort
sem það er á eigin spýtur eða í samvinnu við
aðrar greinar.
A. Ef það er rétt að saga/samfélags-
greinar sé annars flokks grein í grunnskóla
hvernig má breyta því?
Ingvar Sigurgeirsson:
í svari við þessari spurningu verð ég að gera
greinarmun á þá sögu annars vegar og samfél-
agsfræði hins vegar.
Ég hygg að leiða megi rök að því að saga
eigi undir högg að sækja í grunnskólum. í
fyrsta lagi má nefna að við kennsluna verða
kennarar að styðjast við námsefni sem að
flestra dómi er löngu úrelt, bæði hvað varðar
efni og framsetningu. I öðru lagi má nefna að
það er haft fyrir satt að í mörgum skólum sé
sagan hornreka og sé hún látin mæta afgangi
þegar verið er að úthluta kennurum kennslu-
greinum að vori eða hausti. Ég treysti ntér þó
til að fullyrða að þetta sé nokkuð mismunandi
eftir skólum og þekki dæmi um skóla þar sem
saga er í miklum metum. Hinu er ekki að
leyna að oft er fullyrt að greinar eins og saga,
landafræði, kristinfræði og félagsfræði séu
látnar mæta afgangi og notaðar til að „fylla
upp í“ kennsluskyldu. I þriðja lagi gengur sá
orðrómur að það séu einkum duglitlir nem-
endur í 9. bekk sem velji samfélagsgreinar
(sögu, landafræði og félagsfræði) en þar er
þeim gert að velja á milli samfélags- og raun-
greina (geta raunar einnig valið að leggja
stund á hvort tveggja).
Freistandi er að svara spurningunni um það
hvernig breyta megi stöðu sögunnar og ann-
arra samfélagsgreina innan grunnskólans
með því að gefa út nýtt og betra námsefni sem
svarar betur en gamla efnið þörfum barna nú
á tímum; með því að stórefla kennaramennt-
unina, bæði grunn-og endurmenntun og ekki
síst með því að vinna fylgi nýjum kennsluað-
ferðum og viðfangsefnum. Að þessu er unnið
en betur má ef duga skal. Hér þurfa viðhorf
að breytast. Nú á tímum virðist ekki blása
byrlega fyrir samfélagsgreinum, bókmennt-
um og listgreinum. Húmanisminn stendur að
mínum dómi höllum fæti í skólakerfinu.
A þcssum vettvangi tel ég ástæðu til að
vekja athygli á því hversu mikilvægt er að þeir
sem fást við rannsóknir í félagsvísindum leggi
sitt af mörkum með því að kynna almenningi
rannsóknir sínar, glæða áhuga og skapa
umræðu. Ekki er síður áríðandi að fræði-
menn á þessu sviði og kennarar á grunnskóla-
og framhaldsskólastigi taki höndum saman
við að auka veg samfélagsgreinanna.
Erla Kristjánsdóttir:
Ég geri ráð fyrir því að hér sé einkum átt
við efri bekki grunnskólans (þegar áhrifa
samræmdu prófanna fer að gæta) og svara
því þessari spurningu játandi. Það er freist-
andi að setja fram staðhæfingu um að þessu
megi breyta með því að breyta kennslu-
háttum og þá um leið viðhorfum til sögu-
kennslu og sögunáms. Þá er nauðsynlegt að
glöggva sig á því hvaða möguleikar gætu
verið fyrir hendi í sögunámi og má þá nefna
sem dæmi:
1) Nemendur rannsaka fortíðina á sama hátt
og sagnfræðingar.
2) Nemendur læra það sem sagnfræðingar
hafa skrifað um fortíðina (einkum í kennslu-
bókum).
3) Nemendur fjalla um sögu sem fræðigrein
og læra vinnuaðferðir sagnfræðinga.
9