Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Síða 14

Sagnir - 01.10.1983, Síða 14
líkindum hætt að kenna sögu sem sérstaka námsgrein með afmarkað námsefni og ákveðna tíma á stundatöflu. Sá leiði misskilningur hefur skotið upp kollinum að með hinni nýju samfélagsfræði sé boðað að nemendur á grunnskólastigi hætti með öllu að fást við sögu. Því fer víðs fjarri. Sjónarhorn og efniviður sögunnar verða meðal hornsteina samfélagsfræðinnar. Lítil áhersla verður þó lögð á að rekja at- burðarás stjórnmálasögunnar - læra „sög- una“ utanbókar - heldur munu nemendur kanna lífshætti fólks á ýmsum tímum, lýsa gerð þjóðfélaga, leita skýringa á þróun og kanna orsakir og afleiðingar. Hvað aðferðir snertir verður lögð áhersla á að nemendur kynnist af eigin raun sögulegum heimildum og þjálfist í að draga af þeim ályktanir. Megintilgangur náms í samfélagsgreinum er m.a. að efla skilning nemenda á samfélag- inu í fortíð og nútíð. Færa má að því sterk rök að þættir úr ýmsum fræðigreinum eigi brýnt erindi við nemendur nú á tímum ekki síður er saga og landafræði sem til skamms tíma hafa verið þær námsgreinar sem öðrum freniur hefur verið ætlað það hlutverk að fræða um sögu og samfélag. Hvað um sálfræði, félags- sálfræði, hagfræði, stjórnmálafræði, mann- fræði, þjóðfræði og fjölmiðlafræði svo dæmi séu tekin? A slík þekking ekki einnig erindi við börn nú á tímum? Auðvelt cr t.d. að sýna fram á að íslenskir unglingar þurfa að læra að skilja margt um efnahags- og stjórnmál. En nýjum námsgreinum veröur ekki bætt inn á námskrár grunnskólans. Eina raunhæfa lausnin virðist mér fólgin í því að fella saman mikilvæga þætti úr hinum ýmsu fræðigreinum eins og leitast er við að gera í hinu nýja sam- félagsfræðinámsefni. Persónulega gæti ég hugsað mér að stíga þar stærri spor og fella saman í eina heild viðfangsefni úr samfélags- greinum, kristnum fræðum og trúarbragða- fræðum, bókmenntum, eðlis- og efnafræði svo og líffræði. 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.