Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Side 15

Sagnir - 01.10.1983, Side 15
Er einhver munur á sögukennslu eftir aldri og skólastigi? Mismunandi viðhorf kunna að koma fram í svörum þeirra sem svara og má að einhverju leyti skýra það með því að við- komandi starfa við mismunandi skólastig. I svörum Gunnars Karlssonar, Erlu Kristjánsdóttur og Ingvars Sigurgeirssonar er þó að okkar mati erfitt að finna ágreining um hvaða munur sé á sögukennslu í fram- haldsskóla og háskólum. Erla Kristjánsdóttir segir: Sögunám í framhaldsskólum er aðeins einn liður f almennri menntun og ætti því að mið- ast við áhuga og þarfir nemenda fremur en ítarlega umfjöllun um inntak og sögulegar staðreyndir. f háskóla velja nemendur trú- lega sögu vegna áhuga á fræðigreininni og ætti það að kalla á sérhæfðara nám og kennslu. Inntakiðfer þá aðskipta meiramáli. Ákveðin grundvallaratriði í kennslu eru þó hin sömu á hvaða skólastigi sem er. Gunnar Karlsson segir: Háskólakennsla í sögu hlýtur að eiga að skera sig verulega úr. Par ætti að leggja meg- ináherslu á vinnubrögð, leikni, sagnfræðilega hugsun og skilning á heimspekilegum grund- velli fræðigreinarinnar. Mér dettur ekki í hug að sagnfræðingar komist af án mikillar þekk- ingar á sögu, en sú þekking ætti að koma við vinnu með sagnfræðileg efni, rétt eins og allir læra verulega mikið í sögu tímabils á því að skrifa BA-ritgerð, jafnvel þótt hún fjalli um níðþröngt efni. I skólum þar sem saga er hluti af almennri menntun hlýtur að vera meiri áhersla á að kynna nemendum fortíðarþjóðfélög en aðferðir sagnfræðinga. Og þó er vísast oft skynsamlegt að kynna þau með verkefna- vinnu sem kannski þarf ekki að vera gerólík háskólaverkefnum. Nú er ekki skylda að taka sögu í efsta bekkgrunnskóla, þannigað fram- haldsskólinn gefur eins og er eina tækifærið til að kenna verulegum hluta unglinga sögu eftir að þeir hafa náð fullri hæfni til sértekinnar (óhlutstæðrar) hugsunar. Það tækifæri vil ég að við notum eins og unnt er, ekki til að skapa sagnfræðingum atvinnu heldur til að gera sem allra flesta hæfa til að lesa, hugsa og álykta um þjóðfélagsmál. Ég sé ekki hvernig við eigum að búa við lýðræði án þess. Ingvar Sigurgeirsson segir að vitaskuld hljóti að vera mikill munur á þeim við- fangsefnum sem börn og fullorðnir ráði við: Hugsun barnsins er hlutbundin, það ræður ekki við flókið samhengi eða skilgreiningar. Hins vegar álít ég að í báðum tilvikum, hvort sem um er að ræða unga eða aldna nemendur, eigi að fást við mikilvægar spurningar, glíma við frjó, skapandi og krefjandi viðfangsefni; nemendur eiga að vera virkir, hugsa sjálfstætt og draga eigin ályktanir. Ég vildi mega óska þess að það stagl sem því miður einkennir margar kennslustundir í öllum námsgreinum og á öllum skólastigum víki fyrir lifandi starfi. 13

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.