Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Síða 25

Sagnir - 01.10.1983, Síða 25
Erik Rudeng: Kennslufræði sögu Pessi grein er endursögn á grein Rudengs í tímaritinu Noter'* þar sem hann fjallar um aðskilnað háskólasagnfræði og sögu í öðrum skólum. Jafnvel þótt af ýmsum ástœðum, svo sem stundakennslu fram- haldsskólakennara við Háskólann, megi œtla að hyldýpið sé ekki svo mikið hérlendis er líklegt að hafa megi gagn af greininni. Sérhæfing og aðgreining er eitt megin- einkenna nútímaþjóðfélaga, t.d. aldurs- skipting. Með litlum möguleikum unglinga til þátttöku í framleiðslulífinu er unglinga- menning að verða veröld út af fyrir sig (menningarkimi) með eigin (skammtíma!) sögu- og framtíðarsjónarmiðum. Ein þessi aðgreining er of lítil samvinna skóla og háskóla. Ein af ástæðum lítillar samvinnu er óeining um hvað samvinnan skuli vera! Ein ástæða þess er hve fram- haldsskólakennararnir eru óvirkir í „sam- starfinu“. Þeir koma á námskeið og ráð- stefnur einkum til að læra af hinum. Það sjónarmið að þetta sé rétt ástand er ekki síst útbreitt meðal framhaldsskólakennara sjálfra. Að baki þessu liggur hið gamla við- horf að framhaldsskólasagan sé bara „út- þynning“ eða einföldun á háskólasögunni. Álit danskrar nefndar frá 1971 um að besta menntaskólakennslan sé að endurskapa rannsóknarferli sagnfræðinnar varð til að styrkja þá mynd að framhaldsskólinn væri bara ófullkominn háskóli. Nú þarf að ræða sögukennsluna í ríkari mæli út frá áhugamálum skólans og lífi nemendanna. Allt annað væri að forðast þann vanda að skapa sögu sem höfðaði almennilega til nemenda. Um þetta má nota frægt slagorð Actons lávarðar: „not a rope of sand, ... not a burden on the mem- ory, but an illumination of the soul“. Ef við (í háskólunum) látum af því við- horfi að sögukennslan sé „en mini-versjon av universitetsfaget“ væri léttara að sjá að aðalvandinn er ekki sá að skólinn eigi erfitt með að tileinka sér allar nýjustu rannsókna niðurstöður. í langflestum tilvikum eru þær of sérhæfðar til að nýtast í venjulegri fram- haldsskólakennslu. Aðalvandinn ereinmitt að rannsóknaniðurstöður háskólans henta ekki skólunum. Þettafinnaframhaldsskóla- kennarar en setjast samt sem nemendur á skólabekk til háskólakennaranna í staðinn fyrir að skilgreina eigin vandamál til að ræða um lausn á námskeiðunum með há- skólakennurunum. Um þetta nýja rannsóknar- og þróunar- starf sem miðaðist við skólana sjálfa getum við notað orðið fagkennslufræði (fagdidak- tikk). Fagkennslufræði er ekki hin opinbera námskrá eða forskrift um hvernig á að kenna hana, heldur er hún fyrst og síðast rökræða um meginmarkmið fagsins og í framhaldi af því um einstök námsmarkmið, aðferðir og innihald námsins sem síðan er skipt í námskrár, kennslubækurog kennslu. Hlutverk fagkennslufræði sögu er saman- tekt og miðlun ólíkra þátta sagnfræðinnar og annarra skyldra greina. Fagkennslufræði sögu getur t.d. tekið til þessara efnissviða: 1. Nemendurnir. Náms- og félagsmót- 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.