Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Page 37

Sagnir - 01.10.1983, Page 37
ISLAND OG UMHEIMURINN Fyrstu mennirnir, sem tóku sér bólfestu á Islandi, höfðu verið fóstraðir í löndunum handan hafsins. í æðum þeirra rann blóð norrænna og keltneskra kynstofna. í vega- nesti frá föðurlandinu höfðu landnáms- mennirnir ýmis rótgróin viðhorf og trúar- hugmyndir, sem hlutu að setja svip sinn á það samfélag sem hér festi rætur. Þannig var íslenska þjóðveldið öðrum þræði af- sprengi ýmissa þeirra viðhorfa sem ríkjandi voru handan Atlantsála, viðhorfa, sem löguð voru að hinum sérstöku aðstæðum, sem landnám íslands hafði skapað. Á þjóðveldistímanum var ísland ekki með öllu einangrað þótt fjarlægðir til ann- arra mannfélaga væru miklar og samgöngur oft strjálar. Verslunarsamskipti og ýmis önnur tengsl við aðrar þjóðir snertu á margan hátt líf þess fólks sem á íslandi þreifst. Hið fámenna samfélag sem hér háði sína lífsbaráttu var heldur ekki með öllu látið afskiptalaust af stórhöfðingjum ann- arra landa og í kjölfarið á fjörbroti þjóð- veldisins komu erlend yfirráð. Á tímum aldalangrar erlendrar yfir- drottnunar var íslenska þjóðin aldrei ein nieð sjálfri sér í landi sínu. Margvísleg sam- skipti við annarra þjóða kvikindi, yfir- drottnara og aðra, settu um aldir meiri og minni svip á líf mörlandans. Útlendir fiski- ntenn sóttu á gjöful íslandsmið, erlendir menningarstraumar reyndu að brjóta sér leið til hins harðbýla lands í norðri, yfir- drottnun herraþjóðarinnar bar keim af þeim hugmyndum, sem ríkjandi voru á hverjum tíma víða um lönd. Þannig var ísland, þrátt fyrir landfræði- lega einangrun, um aldir hluti af stærri heild. Samskipti við umheiminn settu ávallt meiri eða minni svip á líf fólksins, sem þraukaði á afskekktri eyju nærri alfaraleið ísbjarnanna. Saga íslendinga er öðrum þræði sagan af samskiptum þeirra við aðrar þjóðir. Samskipti íslendinga við umheiminn hafa í gegnum aldirnar verið af mörgum toga spunnin, allt frá útflutningi íslenskrar skáldagáfu á þjóðveldisöld til áhrifa er- lendrar hersetu á efnahag íslendinga á atómöld. Hin margvíslegu samskipti við aðrar þjóðir hafa verið viðameiri en svo að tæpt verði á því allrahelsta á nokkrum tugum blaðsíðna. Hér á eftir verður einung- is drepið niður fæti á ýmsum skeiðum ís- landssögunnar og varpað örlitlu ljósi á nokkur atriði, sem snerta á einn og annan hátt samneyti íslendinga við þjóðir í austri og vestri. Ætlunin er að gefa örlitla hug- mynd um þau samskipti, sem íslendingar hafa frá fyrstu tíð haft við aðrar þjóðir, og lýsa broti af þeim áhrifum, sem slík sam- skipti hafa haft á líf og hugsun fólksins í þessu landi. Við byrjum á grein eftir Björn Þorsteins- son um utanríkismál á fyrstu öldum íslands- byggðar og fáum þar nokkra mynd af því hvers eðlis samneyti íslendinga var við aðrar þjóðir á þjóðveldisöld, „gullöld íslendinga" sem ýmsir hafa kallað. Frá utanríkismálum íslendinga á þjóð- veldisöld hverfum við að einum þætti þeirra samskipta sem íslendingar áttu við enska 35

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.