Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 37

Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 37
ISLAND OG UMHEIMURINN Fyrstu mennirnir, sem tóku sér bólfestu á Islandi, höfðu verið fóstraðir í löndunum handan hafsins. í æðum þeirra rann blóð norrænna og keltneskra kynstofna. í vega- nesti frá föðurlandinu höfðu landnáms- mennirnir ýmis rótgróin viðhorf og trúar- hugmyndir, sem hlutu að setja svip sinn á það samfélag sem hér festi rætur. Þannig var íslenska þjóðveldið öðrum þræði af- sprengi ýmissa þeirra viðhorfa sem ríkjandi voru handan Atlantsála, viðhorfa, sem löguð voru að hinum sérstöku aðstæðum, sem landnám íslands hafði skapað. Á þjóðveldistímanum var ísland ekki með öllu einangrað þótt fjarlægðir til ann- arra mannfélaga væru miklar og samgöngur oft strjálar. Verslunarsamskipti og ýmis önnur tengsl við aðrar þjóðir snertu á margan hátt líf þess fólks sem á íslandi þreifst. Hið fámenna samfélag sem hér háði sína lífsbaráttu var heldur ekki með öllu látið afskiptalaust af stórhöfðingjum ann- arra landa og í kjölfarið á fjörbroti þjóð- veldisins komu erlend yfirráð. Á tímum aldalangrar erlendrar yfir- drottnunar var íslenska þjóðin aldrei ein nieð sjálfri sér í landi sínu. Margvísleg sam- skipti við annarra þjóða kvikindi, yfir- drottnara og aðra, settu um aldir meiri og minni svip á líf mörlandans. Útlendir fiski- ntenn sóttu á gjöful íslandsmið, erlendir menningarstraumar reyndu að brjóta sér leið til hins harðbýla lands í norðri, yfir- drottnun herraþjóðarinnar bar keim af þeim hugmyndum, sem ríkjandi voru á hverjum tíma víða um lönd. Þannig var ísland, þrátt fyrir landfræði- lega einangrun, um aldir hluti af stærri heild. Samskipti við umheiminn settu ávallt meiri eða minni svip á líf fólksins, sem þraukaði á afskekktri eyju nærri alfaraleið ísbjarnanna. Saga íslendinga er öðrum þræði sagan af samskiptum þeirra við aðrar þjóðir. Samskipti íslendinga við umheiminn hafa í gegnum aldirnar verið af mörgum toga spunnin, allt frá útflutningi íslenskrar skáldagáfu á þjóðveldisöld til áhrifa er- lendrar hersetu á efnahag íslendinga á atómöld. Hin margvíslegu samskipti við aðrar þjóðir hafa verið viðameiri en svo að tæpt verði á því allrahelsta á nokkrum tugum blaðsíðna. Hér á eftir verður einung- is drepið niður fæti á ýmsum skeiðum ís- landssögunnar og varpað örlitlu ljósi á nokkur atriði, sem snerta á einn og annan hátt samneyti íslendinga við þjóðir í austri og vestri. Ætlunin er að gefa örlitla hug- mynd um þau samskipti, sem íslendingar hafa frá fyrstu tíð haft við aðrar þjóðir, og lýsa broti af þeim áhrifum, sem slík sam- skipti hafa haft á líf og hugsun fólksins í þessu landi. Við byrjum á grein eftir Björn Þorsteins- son um utanríkismál á fyrstu öldum íslands- byggðar og fáum þar nokkra mynd af því hvers eðlis samneyti íslendinga var við aðrar þjóðir á þjóðveldisöld, „gullöld íslendinga" sem ýmsir hafa kallað. Frá utanríkismálum íslendinga á þjóð- veldisöld hverfum við að einum þætti þeirra samskipta sem íslendingar áttu við enska 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.