Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Side 38

Sagnir - 01.10.1983, Side 38
sæfarendur, er um langt skeiö tíðkuðu komur sínar hingað norður í höf. í grein sinni fjallar Helgi Porláksson um nokkuð, sem vafalaust kemur ýmsum á óvart, nefni- lega útflutning íslenskra barna til Englands á fyrri öldum. Eftir að hafa kynnst dálítið barnaútflutn- ingi til Englands tökum við stórt stökk, allt til síðari hluta 19. aldar er við lítum sem snöggvast á dæmi um þann þátt samskipta íslendinga við umheiminn, sem snertir er- lend áhrif á hugsun og starf íslenskra fram- ámanna. í grein sinni reynir Þorvaldur Bragason meðal annars að túlka skoðanir og viðhorf eins þeirra manna sem þátt tóku í sjálfstæðisbaráttu íslendinga á síðari hluta 19. aldar með tilliti til þeirra skoðana og hugmynda sem um þetta leyti voru að hasla sér völl bæði í Englandi og á meginlandi Evrópu. Grein Þorvaldar fjallar þannig um áhrif erlendrar hugmyndafræði á stjórn- málahugsun Jóns Ólafssonar, manns, sem lengi bar mikið á í íslensku stjórnmálalífi. Frá áhrifum erlendrar hugmyndafræði á íslenska hugsun snúum við okkur að land- helgismálunum, sem vissulega eru ekki ný af nálinni í lífi íslensku þjóðarinnar. Grein Gísla Ágústs Gunnlaugssonar fjallar um landhelgissamninginn við Breta 1901. Þar fáum við nokkra mynd af samskiptum við breska ljónið um þetta leyti en um leið mynd af stöðu íslands á taflborði alþjóða- stjórnmála. í grein sinni um lokun íslandsbanka fjallar Sumarliði ísleifsson um afdrif stofn- unar, sem hafði haft víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf á öndverðri 20. öld. Starfsemi íslandsbanka fyrir tilstilli erlends fjármagns markaði að mörgu leyti tímamót í íslenskri hagsögu og lagði grunninn að ýmsum þeim framförum sem einkenndu íslenskt þjóð- félag á fyrstu áratugum þessarar aldar. Sumarliði fjallar um endalok þessarar stofnunar, sem fært hafði erlent fjármagn inn í landið og þannig styrkt efnahagsleg samskipti íslendinga við umheiminn. Sjálfstæðisbaráttan og samskiptin við Dani eru sá þáttur sem einna mest rúm 36 hefur hlotið í umfjöllun íslenskra sagnfræð- inga fram að þessu. Grein Ólafs Ásgeirs- sonar um lögskilnaðarmenn og lýðveldis- stofnunina 1944 fjallar með vissum hætti um lokaþátt sjálfstæðisbaráttunnar. Einn þeirra íslensku sagnfræðinga, sem hafa Iátið sig samskipti íslendinga við aðrar þjóðir miklu varða, er Þór Whitehead. Hann vinnur nú meðal annars að útgáfu rit- raðar um sögu Islendinga í seinni heims- styrjöld. í viðtali Sagna við Þór er meðal annars vikið að ýmsum þáttum varðandi samskipti íslendinga við stórþjóðir austan hafs og vestan. Rúm 1100 ár eru nú liðin síðan norrænir bændur stigu á skipsfjöl og héldu til fjar- lægrar eyju norður við íshaf. Um aldir var þessi eyja að mörgu leyti einangruð, þó aldrei svo að ekki væri um að ræða sam- skipti af einu og öðru tæi við aðrar þjóðir. í dag skipa Islendingar sess í samfélagi þjóða, sem í raun eiga sér það helst sameig- inlegt að vilja forðast gereyðingu hel- sprengjunnar. Örlög íslensku þjóðarinnar og framtíð eru í ríkari mæli en áður samofin örlögum og framtíð annarra þjóða, sem byggja gjörvalla þessa jörð. Erlend áhrif og samskipti við aðrar þjóðir hafa aldrei verið meiri en nú á atómöld. Það er vissulega þess virði að skyggnast sem snöggvast til baka og athuga nokkur dæmi um það hvernig ísland hefur með einum og öðrum hætti tengst umheiminum á hinum ýmsu tímum. Barði Valdimarsson Gísli Kristjánsson Ólafur Ásgeirsson Valdimar Unnar Valdimarsson

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.