Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Page 44

Sagnir - 01.10.1983, Page 44
liði sínu til íslands „og hefna níðs þess, er allir íslendingar höfðu hann níddan. Pað var í lögum haft á íslandi, að yrkja skyldi um Danakonung níðvísu fyrir nef hvert, er á var landinu, en sú var sök til að skip það, er íslenskir menn áttu, braut við Dan- mörku, en Danir tóku upp fé allt og kölluðu vogrek, og réð fyrir bryti konungs, er Birgir hét“.22) Við þessa sögn spannst hjá Snorra þjóðsagan um tákn fjórðunganna, land- vætti, sem stóðu vörð um landið og skarta á skjaldarmerki íslenska ríkisins. Þeir eiga sér að foreldri tákn guðspjallamannanna og sýn Esekíels spámanns.23' / Heimskringlu segir að Haraldur konungur blá- tönn hafi œtlað að sigla liði sínu til íslands til að hefna níðs þess er allir íslendingar höfðu Itann níddan. Við þessa sögu spannst hjá Snorra Sturlu- Syni þjóðsagan um tákn fjórðunganna, landvætt- ir, sem stóðu vörð um landið og skarta á skjaldar- merki íslenska ríkisins. Fyrsta sagnfræðistofnunin íslendingar komust víst brátt að raun um að níðkvæði væru ekki arðvænleg útflutn- ingsvara og breyttu skáldalögum sínum. I Grágás segir: „Ef maður yrkir háðung um konung Dana eða Svía eða Norðmanna og varðar skóggang, og eiga húskarlar þeirra (þ.e. kónganna) sakirnar; ef þeir vilja eigi, og á þá sök er vill.“24) Með því að banna níð var þess krafist af skáldum að þau þræddu þá vandrötuðu leið að lofa ekki einn furstann með því að níða annan. Skáldin hafa verið hrædd um atvinnu sína og sett sér þess vegna strangar siðareglur. Þau voru eins konar sendisveit íslendinga erlendis og stuðluðu að því að greiða fyrir samskiptum þeirra við aðrar þjóðir. Norrænir furstar stóðu á hálffor- sögulegu stigi á 10. öld og réðu ekki yfir annarri áróðurstækni en töluðu orði. Níð- vísa gat orðið fleyg um norrænt málsvæði, þar sem dönsk tunga var töluð, en íslend- ingar stóðu utan hernaðarbandalaga og hlupu milli landa með kóngalof, sem þeir hömuðust við að framleiða sem útflutnings- vöru og til að koma ár sinni fyrir borð.25) Á íslandi varð til skáldaskóli, hefðbundið bragform frásagnakvæða um minnisverð tíðindi í ævi norrænna fursta, og lærði þar einn af öðrum, eins og segir í Egils sögu. Egill Skallagrímsson telst fyrsta og frægasta hirðskáldið. Þegar Egill var orðinn gamall, óx upp Einar Helgason skálaglamm. „Hann tók að yrkja, þegar hann var ungur, og var maður námgjarn. Það var eitt sumar á alþingi, að Einar gekk til búðar Egils Skallagrímssonar, og tókust þeir að orðum, og kom þar brátt talinu, að þeir ræddu um skáldskap; þótti hvorum tveggja þær ræður skemmtilegar. Síðar vandist Einar oftlega að ganga til tals við Egil“.26) Hirðskáldaskólinn æfði menn í diplomat- iskum dyggðum, og var fyrsta íslenska sagn- fræðistofnunin, hvort sem mönnum fellur það betur eða verr. Og menn virtu skáldin að verðleikum eins og viðurnefnin sýna: ill- skælda, loftunga, skálaglamm og skálda- spillir, en Eyvindur þótti víst ófrumlegurog djarftækur til kvæða annarra skálda. Sum hirðskáldin fóru erindum herra síns og skil- uðu ljóðaskýrslum eins og Sighvatur Þórð- arson, sem orti Austurfararvísur um Sví- þjóðarför fyrir Ólaf digra árið 1018. Þær eru elsta skýrsla, sem íslenskur diplomat og leyniþjónustumaður hefur skilað, en eng- inn samanburður hefur verið gerður á henni og skýrslum starfsbræðra hans frá síðari árum. 42

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.